Færslur: Dauðarefsing

Virginía fyrst suðurríkja til að afnema dauðarefsingar
Virginíuríki varð í gær fyrst suðurríkja Bandaríkjanna til þess að afnema dauðarefsingar. Ríkisstjórinn Ralph Northam undirritaði lög þess efnis í gær. Aðeins Texas hefur tekið fleiri dauðadæmda fanga af lífi en Virginía síðan hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti lögmæti dauðarefsingar árið 1976.
Dauðarefsing afnumin í Virginíuríki
Meirihluti fulltrúadeildar þingsins í Virginíu í Bandaríkjunum samþykkti á föstudag lög um afnám dauðarefsinga í ríkinu. Öldungadeildin hafði áður samþykkt sömu lög og því ekkert í veginum fyrir því að ríkisstjórinn Ralph Northam staðfesti þau með undirskrift sinni. Þar með verður Virginía fyrst Suðurríkja Bandaríkjanna til að afnema dauðarefsingu.
Bandaríkin
Níundi alríkisfanginn líflátinn í gær, sá tíundi í dag
Brandon Bernard, fertugur blökkumaður sem dæmdur var til dauða fyrir aðild að morði sem framið var þegar hann var 18 ára, var tekinn af lífi í Terre Haute í Indianaríki í Bandaríkjunum. Yfir hálf milljón manna skrifaði undir áskorun til Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að milda dóm Berndards í ævilangt fangelsi vegna æsku hans þegar brotið var framið, takmarkaðrar aðildar hans að því og góðrar hegðunar í fangavistinni, en það kom fyrir ekki.
Heimila aftökur með aftökusveit og eiturgasi
Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur breytt reglum um dauðarefsingar. Ekki er lengur einungis leyft að taka fanga af lífi með lyfjum heldur einnig öðrum aðferðum, líkt og aftökusveit og eiturgasi.
Boða fyrstu aftöku konu í alríkisfangelsi síðan 1953
Bandarísk yfirvöld hafa mælt fyrir um að framfylgja skuli dauðadómi yfir Lisu Montgomery, 52 ára konu frá Kansas sem dæmd var til dauða fyrir morðið á þungaðri konu í Missouri árið 2004. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Aftakan á að fara fram 8. desember, samkvæmt ákvörðun fangelsisyfirvalda. Gangi það eftir verður þetta fyrsta aftakan á konu í bandarísku alríkisfangelsi í 67 ár.