Færslur: Danska þingið

Mál svikalæknis kveikir spurningar um öryggi skilríkja
Kirsten Normann Andersen, þingmaður danska Sósíalistaflokksins veltir fyrir sér hvort viðhlítandi öryggis sé gætt við útgáfu persónuskilríkja lækna í landinu.
Öllu skellt í lás við skemmtistaðagötu í Álaborg
Jomfru Ane Gade í Álaborg verður lokuð um hálfsmánaðar skeið svo draga megi úr útbreiðslu kórónuveirusmita í borginni. Sóttvarnarnefnd danska þingsins ákvað þetta í dag.
02.06.2021 - 13:03
Spegillinn
Danir hafa áhyggjur af COVID-glæpum
Lögreglan hér á landi hefur ekki orðið vör við afbrot sem hægt er að tengja við kórónuveirufaraldurinn. Yfirvöld í Danmörku hafa hins vegar áhyggjur af glæpum sem framdir eru vegna eða í skjóli faraldursins. Þegar hefur verið tilkynnt um þjófnað á varnarbúnaði og að fólk villi á sér heimildir og þykist vera heilbrigðisstarfsmenn. Danir ætla að herða refsingar vegna þess sem þeir kalla COVID glæpastarfsemi. Frumvarp um það liggur fyrir danska þinginu og verður að lögum í næstu viku.
27.03.2020 - 17:16
 · Innlent · Erlent · Danska þingið · COVID-19 · Netglæpir