Færslur: Dans

Fyrsta kjötkveðjuhátíðin frá því faraldurinn skall á
Kjötkveðjuhátíð verður haldin með pomp og prakt í brasilísku borginni Rio de Janeiro um komandi helgi. Skipuleggjendur heita stórkostlegri skemmtun eftir tveggja ára eyðimerkurgöngu vegna kórónuveirufaraldursins.
Tvö stór dansmót á sama tíma í Kópavogi
Það er óhætt að segja að íþróttahúsið í Fagralundi í Kópavogi hafi iðað af lífi í gær enda kannski ekki á hverjum degi sem tvö stór mót fara fram í sama húsi á sama tíma. Íslandsmótið í standard-dönsum fór fram í Kópavogi og samhliða Íslandsmótinu var bikarmót í suður-amerískum dönsum.
27.02.2022 - 18:14
Gagnrýni
Yfirgnæfandi sviðsmynd kaffærir hugmyndir
Listunnendum er skiljanlega mjög í mun núorðið að fá að sjá listamenn tjá sig á sviði. Við núverandi aðstæður þarf þó ef til vill að gæta hófs, sem Íslenska dansflokknum tekst þó mögulega ekki í nýrri sýningu, eins og gagnrýnandi Víðsjár rekur.
RIG Dans Kórinn 2021, Danspar ársins Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Í BEINNI
Dönsku pörin sigruðu danskeppni Reykjavíkurleikanna
Sýnt var beint frá keppni í dansi á Reykjavíkurleikunum í kvöld. Keppnin fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og sýnt var frá keppni í unglingaflokki sem og keppni í fullorðinsflokki þar sem keppt var í alþjóðlegri liðakeppni.
05.02.2022 - 20:18
Landinn
Dansinn dunar á Vitatorgi
„Við erum búin að dansa saman í sextíu ár," segja Emil Ragnar Hjartarson og Anna Jóhannsdóttir. „Hún hefur reyndar kennt mér allt sem ég kann," bætir Emil við. Emil og Anna eru meðal þeirra sem mæta á hverjum miðvikudegi á dansiball í samfélagshúsinu á Vitatorgi í Reykjavík.
17.11.2021 - 07:50
Íslenskt brons í Blackpool danskeppninni
Þau sjaldgæfu tíðindi urðu í dansíþróttinni um helgina að Íslendingur komst á verðlaunapall í fullorðinsflokki á hinu ógnarsterka Blackpool móti á Englandi. Alex Freyr Gunnarsson og Ekatarina Bond náðu þeim undraverða árangri að vinna til bronsverðlauna.
01.09.2021 - 21:57
Agata Erna fékk gullverðlaun á móti Special Olympics
Dansarinn Agata Erna Jack varð í 1. sæti í sínum flokki í dansi á fyrstu heimsleikum Special Olympics. Agata er fyrsti íslenski keppandinn sem keppir á dansmóti á vegum Special Olympics.
21.08.2021 - 18:33
Saknaði þess að fá útrás og dansa með vinum sínum
Dans er ný myndlistarsýning eftir Hjört Matthías Skúlason sem nú stendur yfir á Kaffi Mokka. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og prentuðum myndverkum. Meginþema sýningarinnar er dansinn sem er að sögn listamannsins eitt af tungumálum listarinnar, þar sem orðaforðinn er óendanlegur.
25.06.2021 - 17:43
Má búast við sekt fyrir að leyfa dans innandyra
Veitingahúseigandi í Álaborg í Danmörku á yfir höfði sér sekt fyrir að leyfa gestum sínum að stíga dans þar innandyra. Það er brot á sóttvarnarreglum.
29.05.2021 - 10:07
Landinn
Stofnaði klappstýrulið til að geta dansað
„Ég kom fyrir um tveimur árum og ákvað að leita að liði sem ég gæti dansað með. Það var erfitt að finna lið þannig ég ákvað bara að stofna mitt eigið. Ég skrifaði inn á Facebook-síðu og það bara small," segir Leva Prasciunaite, klappstýra og dansari. Hún stofnaði klappstýrulið sem nú samanstendur af ellefu litháískum konum sem allar eru búsettar á Íslandi. Þær æfa 3-4 sinnum í viku en hafa lítið komið fram ennþá vegna heimsfaraldursins.
07.04.2021 - 12:40
Landinn
Dansa fyrir Duchenne
„Þið vitið hvað er að fara að gerast, það er föstudagsfjör og við dönsum fyrir Duchenne!" Þannig hefjast yfirleitt dansmyndbönd sem Hulda Björk Svansdóttir tekur upp á hverjum föstudegi og dreifir á Youtube, Facebook og víðar. Hulda Björk og Ægir Þór, sonur hennar sem er með Duchenne-sjúkdóminn, fá þá hina og þessa til að dansa með sér til að vekja athygli á sjúkdómnum og baráttunni gegn honum.
Danskeppni SAMFÉS. Glæsilegt danskvöld í Gamla bíó.
Danskeppni Samfés 2021 fór fram í Gamla Bíó í kvöld en vegna fjölda keppenda voru engir áhorfendur. Foreldrar og áhugafólk um dans gat þó notið keppninnar heima og horft á þessa glæsilegu keppi í beinu streymi á UngRÚV.is. Keppendur voru á aldrinum 10-18 ára og var keppt í þremur aldursflokkum og bæði í hópa- og einstaklingskeppni.
19.03.2021 - 19:54
Myndband
Okkur fannst þetta vera næsta skref fyrir okkur
Tvíeykið Ra:tio gaf út plötuna DANS í gær. DANS er fyrsta poppplata sinnar tegundar, sem gefin er út hér á landi, með pródúsera og lagahöfunda í forgrunni.
01.08.2020 - 09:02
 · rúv núll efni · RÚV núll · Ra:tio · Dans
Viðtal
Jóga við Sólfarið og afró í Hljómskálagarðinum í sumar
Kramhúsið mun í sumar standa fyrir danstímum víðs vegar um Reykjavík. Fyrsti tíminn fór fram á Arnarhóli í hádeginu í dag þar sem gestir og gangandi dönsuðu kampakátir við afríska tónlist.
05.06.2020 - 15:20
Menningin
Stöðugt „catcalling“ í New York varð innblástur
„Það þurfa ekki að vera dansspor til að það sé kóreógrafía fyrir mér. Í dag skoða ég kóreógrafíu frekar sem eitthvert afl, að búa til orku og vinna með þá orku sem skapast milli flytjenda og áhorfenda,“ segir danshöfundurinn Anna Kolfinna Kuran. Hún á að baki fjölbreyttan feril sem hófst í klassískum ballett. 
08.05.2020 - 09:34
Mynd með færslu
Í beinni
RIG í beinni: Úrslit í dansi
Úrslit fara fram í dansi á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll klukkan 15:30. Sýnt er beint frá keppninni á RÚV og hér á vefnum.
25.01.2020 - 19:40
Líklega óþolandi með danssýningar í fjölskylduboðum
Rósa Ómarsdóttir er dansari og danshöfundur sem búið hefur í Brussel í níu ár og sett upp verk út um allan heim. Hún segir dans vera eins konar pönk listformanna, óræðan og geti verið ótrúlega margt.
22.01.2020 - 15:16
Sporið
Dansa til að vera sterk en ekki kynþokkafull
Í Eurovision atriði gjörningasveitarinnar Hatara gengdi dansinn engu síðra hlutverki en tónlistin við að miðla boðskap og gagnrýni. Hreyfingar dansaranna sögðu sína eigin sögu með tilheyrandi persónusköpun og tjáningu. 
27.10.2019 - 09:24
Breikdansaði með Ólafi Elíassyni
Mikið breikdansæði reið yfir Ísland á níunda áratugnum og þar voru fremstir meðal jafningja félagarnir Einar Snorri og Eiður Snorri sem áttu síðar eftir að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stofna framleiðslufyrirtækið Snorri Bros.
11.10.2019 - 15:02
Barnamenningarhátíð í beinni
Í dag verður Barnamenningarhátíð 2019 sett með opnunarviðburði í Eldborgarsal Hörpu. Viðburðum verður streymt í beinni á vef KrakkaRÚV, en með útsendingunni er öllum börnum víðs vegar um landið gert kleift að fylgjast með.
09.04.2019 - 09:26
Áhugaverð tilraun í skemmtilegri sýningu
„Um er að ræða fjölbreytta og skemmtilega sýningu sem nær að draga fram hæfileika Unnar bæði sem flytjanda og listræns stjórnanda,“ segir sviðslistarýnir Víðsjár um aðra seríu listahátíðarinnar Ég býð mig fram.
02.03.2019 - 10:00
Pistill
Þegar dansinn verður banvænn
Dans er eitthvað sem heillar, alltaf og alls staðar, en hann er líka hættulegur. Í sumum tilvikum er hann jafnvel banvænn. Heimildir um stjórnlausa dansara eru til víða úr álfunni, þar sem í dag eru Ítalía, Frakkland og Þýskaland.
20.01.2019 - 10:00
Menningarefni · Dans · Pistlar · Dans · dauði · Víðsjá · Pistlar
Verkið sem Beyoncé stal
„Verkið er eiginlega bara trans, sem maður horfir á, ef maður kemst inn í það. Ég veit að margir áhorfendur löbbuðu út. Það er eitthvað sem gerist,“ segir Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, um sitt uppáhalds listaverk.
19.09.2018 - 16:00
Túlkar verk Virginiu Woolf með tónlist
Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Það er í það minnsta er enginn beygur í þýsk-breska tónskáldinu Max Richter sem fenginn var til þess að semja tónlist fyrir dansverk sem túlkar þrjár skáldsögur Virginiu Woolf, The Waves, Orlando og Mrs Dalloway. Dansinn er eftir Wayne McGregor og ber verkið nafnið Woolf Works. Það var frumsýnt í Konunglegu óperunni í London árið 2015 en tónlist Richters er nú komin út á plötu.
23.07.2017 - 09:40
Voguing – dans hinna jaðarsettu
„Þetta er einstakt samfélag. Það sem maður gerir sér ekki grein fyrir, og veit ekki, er að okkar helstu fyrirmyndir innan popptónlistar dagsins í dag eru undir áhrifum þessa menningarkima. Þetta eru samkynhneigðir karlmenn sem eru búnir að hanna og móta stefnu poppkúltúrsins í dag,“ segir Brynja Pétursdóttir um voguing-dansinn sem má rekja til ball-menningar 9. áratugarins.
13.03.2017 - 09:13