Færslur: Danmörk kosningar 2019

Heimsglugginn
Fangar berjast fyrir Rússa í Úkraínu
Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ,,Wagner-hópinn" sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum.
Fréttaskýring
Ný ríkisstjórn í Danmörku á morgun
Ný ríkisstjórn Jafnaðarmanna tekur formlega við völdum í Danmörku á morgun er Mette Frederiksen gengur á fund Margrétar 2. drottningar í Amalíuborg og kynnir nýja ráðherra. Þær drottningin hittust í dag og fól Margrét Frederiksen að mynda stjórn. Nýja stjórnin nýtur stuðnings Radikale Venstre, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingslistans. Í stefnuyfirlýsingu er áhersla lögð á áhersla á umhverfis- og velferðarmál.
26.06.2019 - 14:59
Danmörk
Helstu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar kynnt
Mette Frederiksen, leiðtoga Jafnaðarmanna, tókst í gærkvöld að tryggja stuðning þriggja vinstriflokka, Sósíalíska þjóðarflokksins, Einingarlistans og Róttækra við minnihlutastjórn Jafnaðarmanna, undir hennar forsæti. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar er lögð mikil áhersla á umhverfis-, loftslags- og velferðarmál, auk málefna útlendinga og hælisleitenda.
26.06.2019 - 07:17
Myndskeið
Lengstu viðræður í þrjátíu ár
Nú í kvöld héldu stjórnarmyndunarviðræður áfram í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn þar sem vinstriflokkar reyna að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Mette Frederiksen. Þetta eru lengstu stjórnarmyndunarviðræður í Danmörku í þrjátíu ár.
25.06.2019 - 19:37
Fréttaskýring
Snúnar viðræður um stjórnarmyndun í Danmörku
Stjórnarmyndunarviðræður í Danmörku eru flóknar og erfiðar því flokkarnir, sem reyna stjórnarmyndun hafa ólíkar skoðanir og stefnu í mörgum málum. Stefnan í málefnum innflytjenda og útlendinga er afar ólík og hið sama gildir um efnahagsmál og skatta.
Frederiksen fær umboðið
Mette Frederiksen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, fékk í dag umboð drottningar til að leiða stjórnarmyndunarviðræður. Hún hyggst ræða við alla flokka.
06.06.2019 - 17:51
Lars Løkke biðst lausnar fyrir hádegi
Lars Løkke Rasmussen, fráfarandi forsætisráðherra Danmerkur, gengur á fund Margrétar Þórhildar drottningar klukkan ellefu að staðartíma og biðst lausnar fyrir sína hönd og ríkisstjórnarinnar. 
06.06.2019 - 08:13
Myndskeið
Vill stjórn jafnaðarmanna með breiðu samstarfi
Mette Frederiksen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, ítrekaði í kvöld vilja sinn til að mynda minnihlutastjórn jafnaðarmanna sem eigi samstarf við aðra flokka á þingi á breiðum grundvelli. „Við stöndum við það og höfum sagt það allan tímann.“
05.06.2019 - 22:49
Myndskeið
Játar ósigur en vill stýra nýrri ríkisstjórn
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Venstre, játaði í kvöld ósigur hægriblokkarinnar í dönsku þingkosningunum. Hann sagðist myndu fara á fund drottningar á morgun og beiðast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Hann vill þó vera forsætisráðherra áfram í ríkisstjórn sem nái yfir miðjuna.
05.06.2019 - 22:10
Afhroð Danska þjóðarflokksins
Útlit er fyrir að vinstriblokkin fái meirihluta á danska þinginu þegar öll atkvæði hafa verið talin í þingkosningunum í dag. Þingsætafjöldi blokkarinnar hefur þó sveiflast í talningu í kvöld. Samkvæmt útreikningum DR hefur vinstriblokkin haft frá 88 upp í 91 þingsæti eftir því sem talningu hefur fleygt fram. 90 sæti þarf til að ná meirihluta í danska þinginu. Hægri fylkingin hefur verið með 73 til 75 þingsæti. Þar munar mestu um að Danski þjóðarflokkurinn býður afhroð.
05.06.2019 - 20:47
Myndskeið
Vinstriblokkin með meirihluta á þingi
Samkvæmt útgönguspám í Danmörku fær vinstriblokkin 90 þingsæti í þingkosningunum sem fram fóru í Danmörku í dag. Það er fjöldinn sem þarf til að tryggja meirihluta í þinginu. Þetta er niðurstaða útgönguspár sem Danske Radio birti klukkan sex, þegar kjörstöðum hafði verið lokað. Hægriblokkin fær 75 þingsæti.
05.06.2019 - 18:15
Betri kjörsókn kosningum í Danmörku en síðast
Kosningaþátttaka í þingkosningunum í Danmörku var betri þegar tvær klukkustundir voru þar til kjörstöðum lokar, en árið 2015. Þrír fjórðu kosningabærra Dana hafa þegar greitt atkvæði í kosningunum, sem er töluvert meira en á sama tíma fyrir fjórum árum.
05.06.2019 - 17:01
Myndskeið
Kjörfundur hafinn í Danmörku
Danir ganga að kjörborði í dag og kjósa nýtt þing. Kannanir benda til að vinstri flokkarnir fari með sigur af hólmi og fái hreinan meirihluta á þingi.
05.06.2019 - 07:46
Pistill
Kannanir benda til meirihluta vinstriflokka
Leiðtogar þrettán flokka sem bjóða fram í þingkosningunum í Danmörku á morgun öttu kappi í sjónvarpssal í gærkvöld. Ekki er þó talið líklegt að kappræðurnar hafi breytt miklu frekar en einvígi forsætisráðherraefnanna, Mette Frederiksen og Lars Løkkes Rasmussen í fyrrakvöld. 
04.06.2019 - 10:08
Kosningar í Danmörku
Sambandsflokkurinn tekur sæti Þjóðveldisflokks
Jafnaðarmannaflokkurinn í Færeyjum heldur sínu sæti á danska þinginu í kosningunum á morgun en Þjóðveldisflokkurinn missir sitt sæti til Sambandsflokksins, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir færeyska ríkisútvarpið, Kringvarp Føroya (KVF). Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun og þá er líka kosið á Grænlandi og í Færeyjum, sem hvort um sig á tvo fulltrúa á danska þinginu.
04.06.2019 - 03:37
Myndskeið
Dönsku forsætisráðherraefnin tókust á
Danir ganga til kosninga á miðvikudag og kannanir benda til þess að ríkisstjórnarskipti verði og Lars Løkke Rasmussen þurfi að láta af embætti forsætisráðherra.
Spegillinn
Pía fórnarlamb eigin árangurs
Stjórnmálafræðingur segir að Danski þjóðarflokkurinn sé að einhverju leyti fórnarlamb eigin árangurs. Aðrar flokkar hafi að stórum hluta tekið upp stefnu flokksins í innflytjendamálum. Hörð stefna, Stram kurs, hafi nú tekið við keflinu sem áður var í höndum Mogens Glistrup og Píu Kjærsgaard.
03.06.2019 - 17:00
Danmörk
Spá nokkuð öruggum sigri rauðu blokkarinnar
Danskir vinstriflokkar bæta við sig töluverðu fylgi í nýrri skoðanakönnun sem Norstat gerði fyrir Jótlandspóstinn. Samkvæmt henni fá vinstriflokkarnir þrír sem búist er við að veita muni Jafnaðarmönnum atfylgi sitt við stjórnarmyndun með einum eða öðrum hætti, samtals 42 þingmenn í kosningunum á miðvikudaginn. Flokkarnir; Róttæki vinstriflokkurinn, Einingarlistinn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, fengu 29 þingmenn í kosningunum 2015. Jafnaðarmenn fá samkvæmt sömu könnun 51 þingmann nú í stað 46.
03.06.2019 - 06:18
Spegillinn
Mette Frederiksen líklegast forsætisráðherra
Mesta líkur eru nú taldar á því að vinstriflokkarnir sigri í dönsku þingkosningunum og að Mette Frederiksen formaður Sósíaldemókrata verði næsti forsætisráðherra. Óljóst er hvernig stjórn henni tekst að mynda ef þetta verður niðurstaðan. Kosið verður á miðvikudaginn í næstu viku.
31.05.2019 - 17:00
„Kjóstu! Annars læt ég þig borða plastpoka!“
Frank Hvam, annar leikaranna í tvíeykinu sem ratar í endalaus vandræði í dönsku gamanþáttunum Trúður (Klovn), hótar dönskum kjósendum því að ef þeir ekki kjósi í kosningum til Evrópuþingsins þá láti hann þá borða plastpoka sem fundist hafa í maga dauðra höfrunga.
23.05.2019 - 09:56
Fréttaskýring
Vill reka alla múslima frá Danmörku
Rasmus Paludan er dæmdur eltihrellir og að margra mati hreinn og klár fasisti. Hann vill banna íslamstrú og reka alla innflytjendur úr landi. Kannanir sýna að nýr flokkur hans fær fimm þingmenn í kosningunum í Danmörku. Paludan er leiðtogi annars af tveimur nýjum flokkum sem eru hægra megin við Danska þjóðarflokkinn sem tapar stórt á kostnað þeirra.
Hægri flokkarnir í Danmörku tapa fylgi
Hægri flokkarnir í Danmörku, bláa blokkin svonefnda, hafa tapað sjö þingsætum frá því að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti fyrr í þessum mánuði að kosuð yrði til þings í landinu 5. júní næstkomandi. Ný skoðanakönnun Epinion fyrir danska ríkisútvarpið leiðir þetta í ljós.
21.05.2019 - 14:47
Lars Løkke gefur Jafnaðarmönnum undir fótinn
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, lætur í það skína í nýrri viðtalsbók að hann geti vel hugsað sér að mynda ríkisstjórn með flokki Jafnaðarmanna. Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmanna, gefur lítið fyrir þá hugmynd.
17.05.2019 - 06:39
Enn tapar Danski þjóðarflokkurinn fylgi
Kosningabaráttan í Danmörku er á fullu, þrjár vikur eru til kosninga og útlit fyrir að hægri stjórn Lars Løkke Rasmussen falli í kosningunum. Þar ræður mestu um að stuðningsflokkur stjórnarinnar, Danski þjóðarflokkurinn (DF), virðist stefna í að tapa helming þess fylgis sem flokkurinn fékk í kosningunum árið 2015.
16.05.2019 - 10:03
Fylgi Danska þjóðarflokksins nær helmingast
Danski þjóðarflokkurinn mun bíða afhroð í þingkosningunum 5. júní verði úrslitin eitthvað í námunda við niðurstöðu nýjustu skoðanakönnunarinnar sem gerð var fyrir fréttastofu danska ríkisútvarpsins, DR. Samkvæmt henni minnkar fylgi flokksins um nær helming; fer úr 21,1 prósenti í síðustu kosningum niður í 11,6 prósent, og þingmönnum fækkar úr 37 í 20. Vinstri blokkin bætir við sig fylgi.
15.05.2019 - 06:15