Færslur: dagskrá RÚV

Truflanir í útvarpi, sjónvarpi, neti og síma
Sjónvarpsútsendingar í gegnum Vodafone liggja niðri þessa stundina vegna viðhaldsvinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þessi vinna veldur einnig truflunum á internet-, farsíma- og símaþjónustu víða um land, auk þess sem útvarpsnotendur gætu fundið fyrir truflunum af þessum völdum.
12.05.2021 - 01:14
Nokkurra mínútna truflun á útvarpsútsendingu
Vegna neyðarviðhalds verður stutt rof á útsendingum Rásar 1 og Rásar 2 milli 14:05 og 14:15 í dag. Gert er ráð fyrir að truflunin vari í um þrjár mínútur. Unnið er að viðhaldi á sendi á Skálafelli.
02.02.2021 - 13:14
Bjóða landsmönnum á gamlárstónleika sem hliðarsjálf
Tónlistarmennirnir Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Grýlurnar, Auður, Bríet og Friðrik Dór munu öll stíga á svið á gamlárskvöld á áramótafögnuði sem fer fram í þrívíðum ævintýraheimi á RÚV að loknu áramótaskaupi. Um er að ræða fyrsta gagnvirka sjónvarpsviðburð sinnar tegundar hér á landi og þótt víðar væri leitað samkvæmt framleiðendum viðburðarins.
26.12.2020 - 17:29
Útsending frá Vatnsenda komin í lag
Útsending Rásar 1 og Rásar 2 frá Vatnsenda er komin í lag. Útsending lá niðri um tíma í morgun á hluta höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesjum, Grindavík og hluta Borgarfjarðar.
06.12.2020 - 07:38
Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins í ár
Höfundar Áramótaskaupsins í ár eru Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyngdal leikstýrir Skaupinu líkt og í fyrra. Tökur hefjast í nóvember og Republik sér um framleiðsluna.
04.09.2020 - 11:24
Viðgerð lokið vegna bilunar í vefútsendingu RÚV
Viðgerð er lokið vegna bilunar sem kom fram í netkerfum stórra aðila erlendis fyrr í dag. Útsendingar útvarps og sjónvarps á vef og í öppum RÚV eru því komnar í samt lag.
30.08.2020 - 12:06