Færslur: Daði og gagnamagnið

„Við stöndum 100% með þessum flutningi“
Það er skammt stórra högga á milli í Rotterdam þessa dagana. Þar dvelja íslensku Eurovison-fararnir nú í sóttkví eftir að smit var staðfest í hópi listamannanna. Daði Freyr og aðrir í Gagnamagninu hafa tekið fréttunum af sinni alkunni, sunnlensku stóísku ró. „Við stöndum 100% með þessum flutningi,“ segir hann um upptöku af síðustu æfingu hópsins, sem verður á sjónvarpsskjám um allan heim í kvöld.
20.05.2021 - 08:43
„Eins og að bíða eftir sjúkdómsniðurstöðu hjá ástvini“
Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari FÁSES, segir að félagar hafi lítið sofið vegna síðustu vendinga í Eurovision-heiminum. Öll hafi þau legið á „refresh“-takkanum og beðið fregna af Gagnamagninu sem greindist covid-neikvætt í gær. Hún býst við rosalegum fyrri riðli í sjónvarpinu í kvöld. 
18.05.2021 - 11:04
Engin fleiri smit hjá íslenska Eurovision-hópnum
Engin ný kórónuveirusmit greindust hjá íslenska Eurovision-hópnum eftir sýnatöku í Rotterdam í gær. Beðið var eftir niðurstöðum í um þrjátíu klukkustundir, en allir fóru í skimun eftir að einn úr hópnum greindist jákvæður í gær. Viðkomandi var ekki einn þeirra sem stíga á svið á fimmtudag.
17.05.2021 - 19:55
Kálfar á bæ Árnýjar fengu nöfnin Gagna og Magna
Kýrin Taug á bæ fjölskyldu Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttir Gagnarmagnara frá Norðurgarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, bar tveimur kálfum um hádegisbil í dag. Kvígurnar hafa fengið nöfnin Gagna og Magna. Ýmsar hugmyndir voru uppi um nafngiftir en þetta var niðurstaðan, tvö íslensk og góð nöfn, sem hæfa þeim vel.
Viðtal
„Ég var ekkert vinsæl í skólanum“
Það þekkja hana flestir Evrópubúar á bláa hárinu, Huldu Kristínu Kolbrúnardóttur söngkonu Gagnamagnsins og Kiriyama family. Hún er alin upp á Stokkseyri, var ekki vinsæl í grunnskóla en kynntist Gagnamagninu í FSU þar sem Stefán, dansari Gagnamagnsins, kenndi henni íslensku á lokaárinu. Í dag gæti hún ekki ímyndað sér að vera ekki partur af hópnum sem keppir í Rotterdam.
„Við tökum niðurstöðunum þegar þær koma“
Greinist ekki fleiri smit í íslenska hópnum aukast líkurnar á að Daði og Gagnamagnið stígi á svið á fimmtudagskvöld. Þetta kom fram í máli Felixar Bergssonar í hádegsifréttum útvarps. Öllum líður vel en honum fannst leitt að missa af opnunarhátíð Eurovision-keppninnar í gær.
Gagnamagnshljóðfærin verða á sviðinu, sama hvað
Hljóðfærin í íslenska Eurovision-atriðinu eru heimasmíðuð og runnin undan Suðurlandi, eins og Gagnamagnið allt. Árný Fjóla Ásmundsdóttir átti hugmyndina að hinu þrískipta píanói sem er áberandi í atriðinu og sameinast í hring. Lagið er samið sérstaklega útfrá hljóðfærunum. 
17.05.2021 - 11:52
Spennan eykst í Rotterdam - stífar æfingar fram undan
Eurovision-vikan er hafin, fyrri undankeppnin er annað kvöld, sú síðari á fimmtudagskvöld og svo nær fjörið hámarki á laugardagskvöld þegar 26 keppendur gera hvað þeir geta til að heilla Evrópu með söng, dansi, vindvélablæstri og eldglæringum.
Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil
Vonast er til að niðurstöður skimana íslenska hópsins í Rotterdam berist upp úr hádeginu í dag. Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri hópsins í samtali við fréttastofu. Íslenski hópurinn dvelur nú í fimm daga sóttkví.
17.05.2021 - 07:36
Mynd með færslu
Í BEINNI
Opnunarhátíð Eurovision: Grænblái dregillinn í beinni
Eurovision-vikan í Rotterdam hefst formlega í dag með glæsilegri opnunarhátíð.
16.05.2021 - 15:30
Bannað að stressa sig í herbergi 524
Í herbergi 524 á nH Atlanta hótelinu í miðborg Rotterdam eru í gildi ákveðnar siðareglur. Reglurnar eru samdar af gestunum tveimur og meðlimum Gagnamagnsins, þeim Jóhanni Sigurði Jóhannssyni og Stefáni Hannessyni. Inntak reglnanna er í grunninn að það er harðbannað að stressa sig á hlutunum. Herbergið hefur fengið nafnið Slakir max.
15.05.2021 - 09:48
Tvö ný Daða-lög og glænýtt remix í pípunum
Daði Freyr lék á alls oddi á blaðamannafundi eftir aðra sviðsæfingu í Ahoy höllinni í dag.
13.05.2021 - 14:48
Myndir
Hækkað í vindvélinni á seinni æfingu Daða
Önnur sviðsæfing Daða og Gagnamagnsins fór fram í dag í Ahoy-höllinni í Rotterdam. Lagið heldur áfram að færast ofar á lista veðbanka.
13.05.2021 - 13:51
Erlenda pressan spennt fyrir Daða og Gagnamagninu
Í dag er fimmti dagur æfinga fyrir Eurovision í Rotterdam. Stóra sviðinu í Ahoy-höllinni er skipulega skipt upp á milli þeirra 39 landa sem flytja framlög sín þar í næstu viku. Ásókn fjölmiðlafólks hvaðanæva að í Daða Frey og Gagnamagnið er mikil og stemningin í íslenska hópnum er mjög góð.
12.05.2021 - 13:43
Myndskeið
Nýtt myndskeið frá fyrsta æfingadegi Daða
Íslenski hópurinn fylgdi Gagnamagninu á fyrstu æfingunni í gær og meðfylgjandi myndskeið sýnir það sem fram fór baksviðs fyrir og eftir æfingu, og á meðan á henni stóð. Æ fleiri spá Daða sigri eftir æfinguna þar sem margir voru sammála um að allt hefði smollið saman.
11.05.2021 - 13:18
10 years er lag vikunnar á BBC
Eurovision-lag Íslands þetta árið, 10 years, í flutningi Daða og Gagnamagnsins er lag vikunnar eða Tune of the week á BBC Radio 1. Þetta er annað lag Daða Freys sem hlýtur þennan virðingarsess en Think About Things, Eurovision-lagið frá 2020, var lag vikunnar á sama vettvangi síðasta sumar. 
11.05.2021 - 09:08
Myndskeið
Daði klífur upp veðbankann eftir fyrstu æfingu
Fyrsta æfing Daða og Gagnamagnsins fór fram í Ahoy höllinni í Rotterdam eftir hádegi í dag. Eftir æfinguna fór lagið aftur í 5. sæti veðbanka eftir að hafa vermt það 6. í nokkra daga. Örfáum klukkutímum eftir æfinguna var lagið komið í 4. sæti.
10.05.2021 - 16:17
Óljóst hvort Daði kemst inn í Gagnamagnsbílinn
Tveir sérmerktir Daða- og Gagnamagnsbílar standa nú beint fyrir utan Ahoy höllina í Rotterdam þar sem Eurovision söngvakeppnin fer fram. Bílunum var lagt fyrir utan fyrr í dag og hafa vakið mikla lukku vegfarenda en á þeim eru tölvugerð andlit Daða og Gagnamagnsmeðlima.
09.05.2021 - 15:09
Alla leið
Helga Möller var efins um að senda ætti Daða út aftur
Álitsgjafar Alla leið á RÚV leggja mat sitt á framlag Íslands til Eurovision í ár. Helga Möller þurfti að hlusta á lagið tvisvar til að sannfærast um að rétt ákvörðun hefði verið tekin.
01.05.2021 - 20:48
Daði fær breska silfurplötu fyrir Think About Things
Daði Freyr Pétursson fær viðurkenningu breskra plötuútgefenda fyrir sölu á Eurovision-laginu Think About Things.
27.04.2021 - 15:12
Myndskeið
Barist við geimverur með Daða og Gagnamagninu
Hægt er að bregða sér í hlutverk Daða og Gagnamagnsins og berjast við geimverur sem hata tónlist í nýjum tölvuleik sem kom út í dag. Tæpur mánuður er þangað til íslenski hópurinn stígur á stokk í Eurovision keppninni í Rotterdam.
Viðtal
Árný býður upp á rímur og prjónaskap í Rotterdam
Íslenski Eurovision-hópurinn er byrjaður að undirbúa ferðalag til Rotterdam þar sem Daði og Gagnamagnið stíga á svið í fyrri undanúrslitum 20. maí. Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins, segir að enn sé mjög óljóst hver komi til með að sigra keppnina í ár. Daða er spáð sjöunda sæti með lagið 10 years sem gæti auðveldlega skriðið ofar þegar fólk hefur lært dansinn.
14.04.2021 - 13:46
Myndskeið
Bolaðu skrímslum í burtu með dansinum hans Daða
Daði Freyr fer yfir danssporin í Eurovision-laginu 10 Years í nýju kennslumyndbandi.
12.04.2021 - 15:29
Daði og gagnamagnið áttundu á svið í Rotterdam
Daði og Gagnamagnið verða áttundu í röðinni upp á svið á síðara Eurovision-undanúrslitakvöldinu í Rotterdam í maí, en röðun keppenda var gerð opinber í morgun.
30.03.2021 - 11:32
Myndskeið
Daði og Gagnamagnið frumsýna myndbandið við 10 Years
Daði og Gagnamagnið eru eina von mannkyns í myndbandinu við Eurovision-lagið 10 Years, þar sem skrímsli, eldfjöll og Ólafur Darri Ólafsson koma við sögu.
29.03.2021 - 11:17

Mest lesið