Færslur: Cyril Ramaphosa

Biden og Ramaphosa ræddu málefni Úkraínu
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddu saman í síma fyrr í dag, sólarhring eftir að fulltrúi Suður-Afríku sat hjá við atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um brottrekstur Rússa úr mannréttindaráðinu.
Höfðaborg: Eldur blossaði aftur upp í þinghúsinu
Eldur blossaði upp að nýju í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg nokkrum klukkustundum eftir að talið var að náðst hefði að hemja bálið. Elsti hluti þinghússins, sem var reistur árið 1884, er gjörónýtur.
04.01.2022 - 00:37
Forseti Suður Afríku með COVID-19
Cyril Ramaphosa, forseti Suður Afríku, greindist með COVID-19 á sunnudag. Skrifstofa forsetaembættisins greinir frá þessu. Forsetinn er í einangrun á heimili sínu þar sem honum er veitt meðferð við því sem sögð eru væg einkenni sjúkdómsins.
Skyldubólusetning til umræðu í Suður-Afríku
Smitstuðullinn hefur hækkað gífurlega í Suður-Afríku undanfarnar vikur. Þarlend stjórnvöld íhuga nú að taka upp þá reglu að fólki beri að vera bólusett hyggist það taka þátt í fjölmennum viðburðum.
Nýkjörinn borgarstjóri Jóhannesarborgar lést í bílslysi
Jolidee Matongo, nýkjprinn borgarstjóri Jóhannesarborgar í Suður-Afríku lést í bílslysi í gær á leið heim af kosningafundi í Soweto með Cyril Ramaphosa forseta landsins.
19.09.2021 - 05:22
Fréttaskýring
Zuma neitar að segja af sér
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hefur hundsað samþykkt Afríska þjóðarráðsins, sem er flokkur hans, um að víkja úr embætti. Miðstjórn Afríska þjóðarráðssins samþykkti á löngum fundi í gærkvöld og nótt að biðja Zuma um að segja af sér forsetaembættinu. Afríska þjóðarráðið er núverandi stjórnarflokkur og hefur ráðið lögum og lofum í Suður-Afríku frá því minnihlutastjórn hvítra vék fyrir lýðræðislega kjörinni stjórn á tíunda áratug síðustu aldar. Nelson Mandela varð þá forseti.
Ramaphosa eftirmaður Jacobs Zuma
Cyril Ramaphosa var kjörinn leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, ANC, í Suður-Afríku nú síðdegis. Hann tekur við leiðtogaembættinu af Jacob Zuma, forseta landsins. Ramaphosa er núverandi varaforseti Suður-Afríku og að öllum líkindum næsti forseti því Afríska þjóðarráðið ræður lögum og lofum í stjórnmálum landsins frá því að lýðræði komst á 1994.
18.12.2017 - 18:59