Færslur: COVID göngudeild
Covid smituðum fækkar á Landspítala
Covid smituðum á Landspítala hefur farið fækkandi síðustu daga, inniliggjandi sjúklingar eru nú 26, en voru 27 í gær og 31 í fyrradag. Þá fækkar um 62 sem skráðir eru í eftirlit göngudeildar Covid-19. Meðalaldur innlagðra er 59 ár.
03.02.2022 - 10:40
Enginn liggur inni á Akureyri vegna covid
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggur enginn covid-sjúklingur inni og hefur ekki gert í tvær vikur. Aðal áskorunin er að manna stöður sjúkrahússins vegna einangrunar og sóttkvíar starfsfólks. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa þó undanfarnar vikur fært sig yfir á Landspítalann til að létta undir þar.
21.01.2022 - 11:31
Nokkrir fengið covid 3svar sinnum - 3 vikur milli smita
Nokkur dæmi eru um að fólk hafi smitast þrisvar sinnum af kórónuveirunni. Fólk sem hefur verið útskrifað úr einangrun hringir unnvörpum í covid-göngudeildina og biður um að komast aftur í einangrun vegna þess að því slær niður. Aldrei hafa fleiri börn greinst með covid en í gær þegar fjöldinn fór yfir fjögur hundruð.
11.01.2022 - 18:22
Hvetur vinnuveitendur til að bjóða bólusetningu
Töluvert er um að fólk sem kemur frá útlöndum til að vinna hérlendis sé óbólusett og verði mikið veikt af covid. Deildarstjóri covid-göngudeildar segir mikið álag á deildinni.
19.11.2021 - 12:38
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona.
10.11.2021 - 12:36
Gætu farið aftur á hættustig
Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala segir til skoðunar að færa spítalann aftur á hættustig. Hún kallar eftir hertum sóttvarnaaðgerðum, að minnsta kosti grímuskyldu.
30.10.2021 - 19:00
Líklegast að sjúklingurinn hafi smitast af aðstandanda
Fjórir sjúklingar á hjartaskurðdeild Landspítalans greindust með COVID-19 í gær. Már Kristjánsson yfirlæknir segir líklegast að heimsóknargestur hafi smitað sjúklingana, sem allir gengust nýlega undir opna hjartaaðgerð.
26.10.2021 - 08:15
291 smit innanlands það sem af er vikunni
Í gær greindust 66 COVID-19 smit innanlands og var meirihluti þeirra utan sóttkvíar, eða um 52%. Frá mánudegi hafa greinst 291 smit innanlands. Sjö fullorðnir liggja nú inni á Landspítala með veiruna, en enginn þeirra er á gjörgæslu. Meðalaldur sjúklinganna er 49 ár. Í COVID göngudeild Landspítalans voru skráðir í morgun 654 sjúklingar, þar af 189 börn. Nýskráðir í gær voru 51 fullorðinn og 19 börn. Frá upphafi fjórðu bylgju faraldursins hafa verið 129 innlagnir á spítalann vegna veirunnar.
22.10.2021 - 10:55
„Heilt yfir hefur staðan batnað mjög mikið”
Yfirlæknir COVID-göngudeildar Landspítalans býst við afléttingum takmarkana í takt við þróun faraldursins sem er á niðurleið. Skimanir með hraðprófum hefjast við Suðurlandsbraut á næstunni. Fjórða bylgja faraldursins er í rénun og allt á réttri leið. Smitum, innlögnum og alvarlegum veikindum fækkar.
05.09.2021 - 17:32
Reyna að fá íslenska hjúkrunarfræðinga heim
Landspítali hefur sent starfsmannaleigum í Evrópu fyrirspurnir og óskað eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega sérhæfðum hjúkrunarfræðingum. Auk þess er til skoðunar að ráða erlenda heilbrigðisstarfsmenn.
18.08.2021 - 16:55
124 smit en fækkar á sjúkrahúsi
124 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 54 utan sóttkvíar eða 43% prósent smitaðra. 25 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er fimm sjúklingum færra en í gær. Fimm eru á gjörgæsludeild, en þeir voru sex í gær.
18.08.2021 - 11:03
Allar sjúkrastofur á covid-göngudeild fullnýttar
Iðulega eru allar sjúkrastofur á covid-göngudeild Landspítalans fullnýttar. Hún hefur verið sérútbúin fyrir sjúklinga með veiruna þannig að þeir ganga beint inn í sjúkrastofurnar og fara aldrei inn á deildina sjálfa. Hjúkrunarfræðingur segir að erfitt geti verið að sinna sjúklingum í sveittum hlífðarfatnaðinum, sem hún þarf stundum að klæða sig í 25 sinnum á dag.
16.08.2021 - 19:58
Þrír af sex á gjörgæslu þurfa öndunarvél
Landspítalinn er sem fyrr á hættustigi vegna stöðu faraldursins. Nú liggja þrjátíu sjúklingar á deildum Landspítala með COVID-19 sýkingu, þar af eru sex á gjörgæsludeild og þurfa þrír stuðning öndunarvélar. Það er fækkun um einn á öndunarvél því gær voru fjórir sem þurftu á slíku að halda.
16.08.2021 - 16:48
„Staðan nálgast neyðarástand“
„Staðan á Landspítala nálgast neyðarástand núna“ sagði Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Spurður um muninn á veikindum Covid smitaðs fólks í þessari bylgju samanborið við fyrri bylgjur, sagði Tómas veikindin mjög svipuð og inniliggjandi sjúklingar væru margir mjög veikir.
14.08.2021 - 10:12
Líður eins og eitt maraþonhlaup taki við af öðru
„Við erum svolítið aftur komin þar sem við vorum fyrir einu og hálfi ári síðan, á stað sem maður óskaði þess að vera aldrei aftur, við erum að sjá aukningu dag frá degi,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæslunni, sem er sprungin af álagi.
13.08.2021 - 20:06
Matsatriði hvenær gengið er of langt
Álag vegna faraldursins veldur því að helmingi færri skurðstofur eru í rekstri núna en í venjulegu ári á Landspítalanum. Yfirmaður farsóttarnefndar segir það matsatriði hvenær of langt sé gengið á aðra starfsemi spítalans.
11.08.2021 - 19:42
Vinna í 15-16 tíma á dag í símaveri covid-göngudeildar
Erfitt er að ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar Landspítalans. Sumir starfsmanna vinna til 15-16 klukkustundavinnudag, til klukkan ellefu eða tólf á kvöldin. Starfsmenn hringja og taka á móti hundruðum símtala á dag. Hjúkrunarfræðingur í forsvari hefur ekki farið í sumarfrí í tvö ár.
11.08.2021 - 18:59
Öryggi sjúklinga og starfsfólks ekki tryggt vegna álags
Sólveig Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild Landspítala segir nýleg dæmi um að fólk hafi hætt vegna álags og manneklu. Sjálf hlýddi hún kallinu og mætti á vaktina þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi. Hún segir að oft á tíðum sé öryggi sjúklinga og starfsfólks ekki tryggt.
06.08.2021 - 19:59
Býst við svipuðum tölum smita á morgun
Metfjöldi kórónuveirusmita á einum degi frá upphafi faraldursins greindist innanlands í gær og tók fram á miðjan dag í dag að greina sýnin vegna bilunar í tölvukerfi. Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segist búast við að svipaðar tölur yfir smit verði kynntar á morgun.
27.07.2021 - 19:55
Starfsfólk LSH langþreytt og langar að vera í fríi
Deildarstjóri covid-göngudeildarinnar segir að bregðast þurfi við langvarandi manneklu á spítalanum. Starfsfólk sem hafi verið kallað úr sumarfríi til að sinna fjórðu bylgjunni sé orðið langþreytt. Tveir covid smitaðir voru lagðir inn á spítalann í dag.
27.07.2021 - 19:53
Langflestir á göngudeild COVID með væg einkenni
Yfir 600 manns eru nú í einangrun með COVID-19 og því hefur róðurinn tekið að þyngjast hjá göngudeild COVID sem hefur eftirlit með smituðum. Runólfur Pálsson, einn af yfirmönnum deildarinnar, segir stöðuna þó vera allt aðra en í fyrri bylgjum faraldursins þar sem að langflestir hinna smituðu séu með væg einkenni þökk sé bólusetningum.
26.07.2021 - 18:36
Segir ástandið tvísýnt og hvetur til varkárni
Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mesta áherslu nú lagða á að koma útsettum í sóttkví. Í gær greindust 76 smituð af COVID-19, 54 þeirra teljast fullbólusett. Smit eru dreifð um allt land, sem er ólíkt fyrri bylgjum faraldursins.
23.07.2021 - 12:42
Þrír af fjórum sem veiktust alvarlega eru bólusettir
Enn fjölgar á COVID-göngudeild Landspítalans, en spítalinn var í gærkvöld færður á hættustig. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir það vonbrigði en að minna virðist um alvarleg veikindi en í fyrri bylgjum.
23.07.2021 - 09:31
Aukið álag á Covid-göngudeildinni
Álagið á Covid-göngudeild Landspítalans hefur aukist mikið síðustu daga eftir að innanlandssmitum tók að fjölga á ný. Yfirmaður deildarinnar telur þó ekki ástæðu til að herða sóttvarnaraðgerðir. Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er við það að fyllast.
17.07.2021 - 19:25
55 börn í umsjón COVID göngudeildar
Tveir COVID sjúklingar voru útskrifaðir af Landspítalanum í dag og eru því tveir inniliggjandi núna. Óvenju mörg börn eru í umsjá COVID göngudeildar spítalans, en ástandið er vel viðráðanlegt að sögn eins yfirmanns deildarinnar því veikindin eru ekki mjög alvarleg.
27.04.2021 - 16:12