Færslur: covid

Þrjátíu og tveir á Landspítala með COVID-19
Þrjátíu og tveir liggja á Landspítalanum með COVID-19, á tólf starfstöðvum. Sjúklingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Yfirlæknir sýkingavarnadeildar segir að árangur af bólusetningum sé þó greinilegur.
Covid smit í portúgalska atriðinu
Bakrödd í portúgalska atriðinu í Eurovision greindist jákvæð á Covid prófi í Pala Olimpico höllinni í dag. Samkvæmt reglum keppninnar fer viðkomandi rakleiðis í 7 daga einangrun en aðrir úr portúgölsku sendinefndinni sleppa við einangrun, svo lengi sem þau greinist neikvæð á hraðprófi. 
04.05.2022 - 13:59
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Menningarefni · Eurovision · covid · Maro · Saudade
Sýnataka færist í Mjóddina á morgun
Suðurlandsbraut verður ekki lengur áfangastaður þeirra sem vilja fara í sýnatöku vegna Covid einkenna á höfuðborgarsvæðinu eða til að fá vottorð vegna ferðalaga. Starfsemin færist í höfuðstöðvar heilsugæslunnar í Mjódd. Þegar mest var voru tekin allt að átta þúsund sýni á dag. 
28.04.2022 - 08:11
Sjónvarpsfrétt
Heilsugæsla undirbýr læknisskoðun úkraínsks flóttafólks
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins undirbýr nú læknisskoðun á flóttafólki frá Úkraínu. Fólkið verður skimað fyrir berklum, sárasótt, lifrarbólgu, HIV og líklega einnig fyrir covid. Gert er ráð fyrir að fjöldi fólks frá Úkraínu sæki um dvalarleyfi á Íslands. Talið er að fjöldinn gæti hlaupið á þúsundum. 
Viðtal
Takmarkanir fækki ekki smitum eins og staðan er nú
Heilbrigðisráðherra hvetur fólk til þess að gæta vel að sóttvörnum í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á  heilbrigðiskerfið. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að það myndi ekki skila árangri að taka á ný upp sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir.
Gríðarlega mikið álag á allar stöðvar heilsugæslunnar
Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru undir miklu álagi nú þegar verkefni covid-göngudeildar hafa færst þangað. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdstjóri lækninga, segir að margir þurfi að bíða eftir svörum við erindum. 
Sóttvarnalæknir: Of snemmt að spá endalokum faraldurs
Í gær greindust 4.333 kórónuveirusmit innanlands, bæði með hraðgreiningarprófum og PCR-prófum. „Þannig að það er mjög mikill fjöldi sem er með smit núna úti í samfélaginu. Það er alveg augljóst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ekki sjái enn fyrir endann á faraldrinum. „Nei, við getum ekki gert það. Við getum ekki sagt það með vissu fyrr en við sjáum að við séum búin að ná einhverjum toppi.“
Sjónvarpsfrétt
Öryggi sjúklinga í hættu - stjórnvöld skoði aðgerðir
Öryggi í sjúklinga í hættu vegna manneklu á Landspítala, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala,Stjórnendur spítalans eru í stökustu vandræðum með að manna vaktir um helgina. Staðan er erfið á mörgum deildum, bæði vegna covid-veikinda hjá sjúklingum og starfsfólki. Sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld verði að íhuga að herða aðgerðir áður en allt fer í óefni.
17.02.2022 - 19:23
Afléttingar á landamærum næstu daga
Heilbrigðisráðherra segir vel mögulegt að aflétta takmörkunum á landamærunum jafnvel næstu daga og í það minnsta fyrir næstu mánaðamót. Að óbreyttu gæti Ísland verið án sóttvarnatakmarkana um 25.febrúar.
Til skoðunar að covid-smitaðir verði kallaðir til vinnu
Til skoðunar er að heimila einkennalausum covid-smituðum heilbrigðis- og umönnunarstarfsmönnum að mæta til vinnu. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir eiga í erfiðleikum með að manna vaktir. Þrjú hundruð og tveir starfsmenn Landspítala eru í einangrum með covid. 
„Óásættanleg hindrun“ að krefja ferðamenn um PCR-próf
Samtök ferðaþjónustunnar skora á yfirvöld að slaka á sóttvarnaraðgerðum við landamærin, samhliða afléttingum innanlandsaðgerða. Þau segja skýr efnahagsleg rök fyrir því og það sé „óásættanleg aukahindrun“ að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komuna til landsins.
Opna deild á Eiri eftir hópsýkingu
Yfir þrjátíu hafa greinst með Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi, tengt hópsmiti sem kom upp á heimilinu í síðustu viku. Einn íbúi lést eftir að greinast smitaður af veirunni. Enn eru 12 íbúar með virkt smit.
1.367 smit í gær og 30 á Landspítala
1.367 greindust smitaðir af COVID-19 hérlendis í gær, þar af greindust 132 á landamærunum. Af þeim sem greinust í gær var tæpur helmingur í sóttkví. Þrjátíu liggja nú inni á Landspítala smitaðir af veirunni og hefur fjölgað lítillega milli daga. Tveir eru á gjörgæslu.
07.02.2022 - 11:33
Einangrun 5 dagar og afléttingar í næstu viku
Willum Þór Þórsson tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að einangrun vegna COVID-19 yrði stytt úr sjö dögum í fimm, frá og með mánudegi. Það mun einnig gilda fyrir þá sem verða þegar í einangrun á þeim degi.
Andlát vegna COVID-19 á Sunnuhlíð
Einn heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi lést af völdum Covid-19 í morgun. Þrír heimilismenn hafa látist vegna covid eftir að hópsmit kom upp á heimilinu í byrjun mánaðar.
04.02.2022 - 12:09
Einangrun verði stytt og stefnir að afléttingum fyrr
Heilbrigðisráðherra segir að honum beri skylda til að stefna að því að hægt verði að aflétta sóttvarnatakmörkunum fyrr en 14. mars og hann voni að svo verði. Einangrun verður stytt úr sjö í fimm daga.
Sjónvarpsfrétt
Holskefla af smitum þegar verður ráðist í afléttingar
Búast má við holskeflu af kórónuveirusmitum þegar ráðist verður í afléttingu á sóttvarnatakmörkunum, segir umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Hún óttast að smitin lami heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni.
Helmingi færri í sýnatöku eftir breytingu á sóttkví
Helmingi færri fara nú í einkenna- eða sóttkvíarsýnatöku á höfuðborgarsvæðinu eftir að reglum um sóttkví var breytt. Sýnatökufólk hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst þó við að þeim fjölgi á ný eftir helgi því viðbúið sé að fleiri smitist þar sem færri eru í sóttkví en áður. Landspítalinn hyggst ekki fara af neyðarstigi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir formaður farsóttarnefndar spítalans.
27.01.2022 - 12:30
Faraldurinn í hæstu hæðum hjá EM-gestgjöfunum
Nýjasta bylgja kórónuveirufaraldursins ríður yfir í Ungverjalandi og mun fleiri hafa smitast en eingöngu leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sem keppa leiki sína á Evrópumótinu í landinu. 
23.01.2022 - 14:06
Kennarar vilja fá greitt - sveitarfélög segja nei
Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar kröfu Félags grunnskólakennara um að greiða kennurum útkall samkvæmt kjarasamningi fyrir smitrakningu. Félagið er þegar með tvö mál gegn sveitarfélögunum fyrir félagsdómi tengd covid-vinnu. Formaður Félags grunnskólakennara segir útkallsgreiðslur líka enda fyrir dómi, takist ekki að semja. 
Sjónvarpsfrétt
Nokkrir fengið covid 3svar sinnum - 3 vikur milli smita
Nokkur dæmi eru um að fólk hafi smitast þrisvar sinnum af kórónuveirunni. Fólk sem hefur verið útskrifað úr einangrun hringir unnvörpum í covid-göngudeildina og biður um að komast aftur í einangrun vegna þess að því slær niður. Aldrei hafa fleiri börn greinst með covid en í gær þegar fjöldinn fór yfir fjögur hundruð.
Sjónvarpsfrétt
Allt að 90 verða inniliggjandi vegna covid
Landspítalinn býst við að allt að níutíu manns verði inniliggjandi vegna covid eftir hálfan mánuð. Fjöldinn varð mestur í apríl í fyrra þegar tólf covid-sjúklingar voru á gjörgæslu. Sjúklingur smitaður af omíkron-afbrigðinu hefur legið á gjörgæslu.
Um eða yfir 1000 smit á dag næstu daga
Það er óþarfi að trúa svartsýnustu spám um hversu lengi núverandi bylgja faraldursins stendur, segir prófessor í líftölfræði. Hann telur þó að áfram verði yfir þúsund smit á dag fram í miðja næstu viku. Langmesti fjöldi sem greinst hefur á landamærunum greindist í gær, þrjú hundruð og fjórtán smit. Yfir þúsund smit voru innanlands.
Sjónvarpsfrétt
Pirrandi að fá covid í annað skiptið
Tveir ungir menn, sem eru í einangrun með covid í annað skipti, finna fyrir litlum einkennum. Báðir fengu þeir Janssen-bóluefnið og annar þeirra örvunarskammt fyrir þremur vikum. „Ah, meira pirrandi en eitthvað annað. Við erum báðir einkennalausir og búnir að vera frá degi eitt,“ segir Helgi Gunnar Ásmundarson.
Sjónvarpsfrétt
Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þríbólusettum
Sóttvarnalæknir skoðar nú að hætta að krefja þríbólusetta um sóttkví verði þeir útsettir fyrir smiti. Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þessum hópi. Langflest smit af delta-afbrigðinu eru hjá börnum undir tólf ára aldri, segir læknir hjá landlæknisembættinu. Því geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Þá sé einangrunin börnunum afar erfið. Hún biðlar til foreldra að þiggja bólusetningu í næstu viku.