Færslur: covid

Rúmlega 6000 af 7000 börnum og unglingum hafa mætt
Um 80 prósent barna og unglinga hafa þegar mætt í seinni COVID sprautuna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgasvæðisins segir það svipað hlutfall og í öðrum aldurshópum. Áfram verði unnt að mæta í bólusetninguna.
Mannlegi þátturinn
Dóttirin spurði: „Dey ég ef ég fer út?“
Sigríður Eir Zophaníusardóttir er frelsinu fegin eftir 26 daga innilokun í bæði sóttkví og einangrun. Hún segir að einangrunin hafi reynt mikið á sálartetur sitt, en hún var sérstaklega erfið fyrir dætur hennar sem skildu ekki að þær mættu ekki fara út og upplifðu bæði heiminn og sig sjálfar sem hættulegar.
12.09.2021 - 09:00
Tilslakanir í kortunum
Núverandi reglur um takmarkanir vegna COVID faraldursins gilda til 16. september. Af orðum ráðherra í dag má ráða að tilslakanir reglna verði  fyrr á ferðinni. Fagna þeir fregnum um skýr merki þess að covid bylgjan sé á niðurleið.
07.09.2021 - 20:10
Sunnudagssögur
„Þetta var hræðilegt símtal að fá“
Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica var stödd í neðanjarðarlest í Mílanó þegar dóttir hennar hringdi og tilkynnti að faðir hennar væri meðvitundarlaus með krampa. Eiginmaður Júlíu var mættur á gjörgæslu skömmu síðar og fjölskyldunni sagt að kveðja hann. Hann er þó á fótum í dag en lifir með ólæknandi sjúkdóm.
26.08.2021 - 09:26
Djassþáttur
COVID-19 veitti tækifæri til að vera heima með barninu
„Það var mjög fínt að fá smá fæðingarorlof. Í Hollandi eru þau mjög aftarlega með þetta, móðirin fær þrjá mánuði en pabbinn ekki einn dag,“ segir Kristján Tryggvi Martinsson tónlistarmaður sem er búsettur í Amsterdam en kom heim til Íslands í heimsfaraldri og fékk kærkominn tíma með nýfæddu barni sínu.
04.08.2021 - 15:29
Skólar verða opnir - Engin breyting þar á frá fyrra ári
Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra segja að skólum verði haldið opnum í vetur, á því verði ekki breyting. Forsætisráðherra segir verða metið hvort þörf sé á frekari efnahagsaðgerðum. Fjármálaráðherra segir efnahagslegan skell ekkert í líkingu við þann fyrir ári síðan. 
03.08.2021 - 21:28