Færslur: covid

Sjónvarpsfrétt
Nokkrir fengið covid 3svar sinnum - 3 vikur milli smita
Nokkur dæmi eru um að fólk hafi smitast þrisvar sinnum af kórónuveirunni. Fólk sem hefur verið útskrifað úr einangrun hringir unnvörpum í covid-göngudeildina og biður um að komast aftur í einangrun vegna þess að því slær niður. Aldrei hafa fleiri börn greinst með covid en í gær þegar fjöldinn fór yfir fjögur hundruð.
Sjónvarpsfrétt
Allt að 90 verða inniliggjandi vegna covid
Landspítalinn býst við að allt að níutíu manns verði inniliggjandi vegna covid eftir hálfan mánuð. Fjöldinn varð mestur í apríl í fyrra þegar tólf covid-sjúklingar voru á gjörgæslu. Sjúklingur smitaður af omíkron-afbrigðinu hefur legið á gjörgæslu.
Um eða yfir 1000 smit á dag næstu daga
Það er óþarfi að trúa svartsýnustu spám um hversu lengi núverandi bylgja faraldursins stendur, segir prófessor í líftölfræði. Hann telur þó að áfram verði yfir þúsund smit á dag fram í miðja næstu viku. Langmesti fjöldi sem greinst hefur á landamærunum greindist í gær, þrjú hundruð og fjórtán smit. Yfir þúsund smit voru innanlands.
Sjónvarpsfrétt
Pirrandi að fá covid í annað skiptið
Tveir ungir menn, sem eru í einangrun með covid í annað skipti, finna fyrir litlum einkennum. Báðir fengu þeir Janssen-bóluefnið og annar þeirra örvunarskammt fyrir þremur vikum. „Ah, meira pirrandi en eitthvað annað. Við erum báðir einkennalausir og búnir að vera frá degi eitt,“ segir Helgi Gunnar Ásmundarson.
Sjónvarpsfrétt
Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þríbólusettum
Sóttvarnalæknir skoðar nú að hætta að krefja þríbólusetta um sóttkví verði þeir útsettir fyrir smiti. Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þessum hópi. Langflest smit af delta-afbrigðinu eru hjá börnum undir tólf ára aldri, segir læknir hjá landlæknisembættinu. Því geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Þá sé einangrunin börnunum afar erfið. Hún biðlar til foreldra að þiggja bólusetningu í næstu viku. 
Viðtal
Vel yfir 200 hafa smitast tvisvar af covid
Vel yfir tvö hundruð Íslendingar hafa smitast tvisvar sinnum af kórónuveirunni. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir flesta veikjast minna í seinna skiptið. „Það virðist vera þannig að ónæmissvarið sem framkallast við frumsýkingu það nær ekki að vernda fólk fyllilega fyrir sýkingum í framtíðinni, kannski eftir einhverja mánuði eða ár,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala.
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningar í grunnskólum hefjast á mánudag
„Undanfarna daga og í dag hafa verið margvísleg samtöl bæði við yfirvöld fræðslumála, yfirvöld sveitastjórna, menntamálaráðuneytið þar sem við höfum útskýrt okkar sjónarmið og við fáum mjög góðan hljómgrunn fyrir okkar rökum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bólusetningar hefjast í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu og lýkur fyrir vikulok.
Viðtal
Býst við sama smitfjölda út janúar
Viðbúið er að fjöldi nýrra kórónuveirusmita haldist óbreyttur út mánuðinn og að það dragi mjög hægt úr fjölguninni. Þetta er mat sérfræðings í smitsjúkdómum. Metfjöldi smita greindist á landamærum í gær og samkvæmt upplýsingum eru þau flest hjá fólki sem eru að koma frá Kanaríeyjum, þar á meðal Tenerife.
Sjónvarpsfrétt
Fleiri smitast nú í annað sinn af kórónuveirunni
Sífellt fleiri smitast tvisvar sinnum af kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem eldra smit verndi ekki vel gegn omíkron-afbrigðinu. „Þannig að það má búast við því að sjá fleiri sem smitast núna af omíkron, sérstaklega ef það er langt liðið frá covid-sýkingu. Þess vegna höfum við verið að bjóða þeim sem hafa fengið covid bólusetningu,“ segir Þórólfur.
Viðtal
Þórólfur vildi bólusetningu áður en skólar hæfust
„Ég held að það hefði verið ákjósanlegt að bíða með að setja skólana af stað núna meðan við erum að átta okkur á útbreiðslunni í þessari viku og síðan að hefja bólusetningu. Ég held að það hefði verið ágætt fyrirkomulag. En auðvitað þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Viðtal
Forseti hvetur landsmenn til einingar í faraldrinum
Forseti Íslands segir brýnt að þjóðin haldi í þá einingu sem hafi skapast í faraldrinum. Hann hvetur landsmenn til þess að nota grímur, spritta sig og gæta að fjarlægð á mannamótum. „Auðvitað skilur maður þreytu, pirring, gremju en veiran er bara þess eðlis að hún hverfur ekki á braut þótt við verðum gröm,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
31.12.2021 - 09:56
Viðtal
Smitað starfsfólk Landspítala gæti þurft að vinna
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir að staðan á spítalanum sé þung. Þónokkuð hafi verið um að starfsfólk hafi sagt upp vegna langvarandi álags. Núna starfar fólk á spítalanum sem er í sóttkví vegna COVID-19. Már segir að til greina komi að fylgja fordæmi Kanada, Bandaríkjanna og Svíþjóðar og fá starfsfólk í einangrun til starfa.
Sjónvarpsfrétt
Byrjað að flytja sjúklinga frá Landspítala út á land
Sex heilbrigðisstofnanir víðs vegar um landið hafa boðist til að taka á móti hátt í fjörutíu sjúklingum af Landspítalanum til að bregðast við erfiðum aðstæðum þar. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir að nokkrar tilfæringar hafi þurft að gera svo þetta væri hægt.
Smitin ná hámarki fljótlega upp úr áramótum telur Már
Viðbúið er að kórónuveirusmit verði í kringum 700 á dag fram í marsmánuð. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala, segir að með því muni hlaðast upp tugir þúsunda smita. Staðan á spítalanum er erfið einkum vegna þess að fjöldi starfsfólks sem greinst hefur með veiruna sinnti meðferð sjúklinga. 
29.12.2021 - 16:06
Einkennasýnataka vegna covid á tveimur stöðum
Nokkuð löng röð myndaðist í morgun við Suðurlandsbraut eftir PCR-sýnatökum. Röðin kláraðist hálftíma eftir að opnað var. Tekin var upp sú nýbreytni í morgun að taka sýni á tveimur stöðum að Suðurlandsbraut 34. Fimmtán nýir starfsmenn eru í sýnatökum og því var hægt að manna tvær stöðvar fyrir einkennasýnatöku eða PCR. Hraðprófin hafa verið færð upp á 2. hæð en minni eftirspurn er eftir þeim.
29.12.2021 - 12:52
Viðtal
Héraðsdómur staðfestir 10 daga einangrunarákvörðun
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um að fimm einstaklingar í sömu fjölskyldunni skyldu sæta einangrun í tíu daga vegna covid smita. Arnar Þór Jónsson, lögmaður fólksins, krafðist þess að einangrun þeirra yrði aflétt á þeim forsendum að þau væru einkennalaus og sagði PCR-próf ekki nægjanlega áreiðanleg til að halda fólki frelsissviptu. Ráðherra býst við tillögum frá sóttvarnalækni í dag um lengd einangrunar.
Þríeykið með upplýsingafund klukkan 11
Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra halda upplýsingafund í dag klukkan ellefu. Upplýsingafundur Almannavarna verður sendur út á ruv.is og í sjónvarpinu klukkan ellefu. Sóttvarnalæknir hefur til skoðunar hvort unnt sé að stytta sóttkví vegna covid og einangrun. 
29.12.2021 - 08:18
Myndskeið
Bíða á aðra klukkustund hóstandi í sýnatökuröðinni
Margir hafa látið taka úr sér sýni á Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag og hefur röðin eftir PCR-prófi náð mörg hundruð metrum, hlykkjast um bílaplanið og eftir Ármúlanum. Þeir sem bætast við röðina núna fara í hana við höfuðstöðvar Símans. Napurt er í höfuðborginni, hiti við frostmark og lítils háttar snjókoma. Þónokkur fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna og sagst hafa beðið í röðinni á aðra klukkustund. Eitthvað var um að fólk hefði gefist upp á biðinni og snúið við. 
Næstum þriðji hver í sýnatöku smitaður
Fimm liggja á gjörgæsludeild Landspítala með covid. Næstum þriðji hver sem fór í sýnatöku í gær reyndist vera smitaður af kórónuveirunni. Hátt í níu þúsund manns eru í einangrun eða sóttkví. Smitsjúkdómalæknir á Landspítala segir að þó svo að innlögnum á spítalann hafi ekki fjölgað vegna veirunnar séu þeir sem liggi inni veikari en verið hefur.
Sjónvarpsfrétt
Smit í hópi starfsfólks Landspítala helsta ógnin
Helsta ógn við starfsemi Landspítalans er fjöldi smita og sóttkvíar hjá starfsfólki, segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Hátt í hundrað starfsmenn eru frá vinnu. Viðbúið er að álag aukist eftir morgundaginn, bæði vegna jólaveikinda og covid. Ekki er völ á fleira fólki úr bakvarðasveit. 
25.12.2021 - 19:25
Þurftu að bíða í geymslum og bílskúrum eftir plássi
Starfsfólk farsóttarhúsa var langt fram eftir kvöldi að hringja í fólk til að bjóða því pláss. Sumir þurftu að bíða úti í bílskúr eða geymslu eftir að komast í einangrun í farsóttarhúsi. Fjöldi nýrra innanlandssmita af kórónuveirunni slagar hátt í fimm hunduð eða 493. Sjötíu prósent voru ekki í sóttkví. Samtals greindust 522 smit í gær.
Sjónvarpsfrétt
Jól út í garði vegna einangrunar
Fjölskyldur þurfa að grípa til ýmissa ráða til að vera saman á jólunum á tímum heimsfaraldurs. Fjölskylda í Hlíðunum í Reykjavík ætlar sér að borða jólamatinn út í garði í kvöld til að geta verið saman.
24.12.2021 - 12:55
Innlent · covid · Jól · Einangrun
Hætta að hringja í einkennalitla covid-sjúklinga
Þeir sem smitast af kórónuveirunni og veikjast lítið fá ekki lengur símtöl frá covid-göngudeild Landspítalans. Runólfur Pálsson yfirlæknir segir starfsfólk deildarinnar búa sig undir verulega aukinn fjölda sjúklinga en metfjöldi smita greindust í gær.
20.12.2021 - 15:52
Viðtal
Leggur til hertar fjöldatakmarkanir
220 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, sem er met. Sóttvarnalæknir leggur til að fjöldatakmarkanir verði hertar. Ekkert er um jólakúlur í minnisblaðinu en sóttvarnalæknir vill að fólk hitti eins fáa og unnt er um jólin.
Smitrakningarappið hefur ekki nýst sem skyldi
Smitrakningarappið, sem á að auðvelda smitrakningarteymi Almannavarna störf sín, hefur ekki nýst sem skyldi. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins. Uppfærsla er væntanleg.