Færslur: Costco

Spegillinn
Costco á Íslandi 5 ára
Það er óhætt að segja að íslenskur smásölumarkaður hafi titrað fyrir sjö til átta árum þegar fréttist að alþjóðlega verslanakeðjan Costco, sem upprunnin er í Bandaríkjunum, hygðist opna stórverslun hér á landi. Og almenningur beið spenntur.
23.05.2022 - 20:00
Fækkun stöðva ætti að þýða lægra eldsneytisverð
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda fagnar fyrirhugaðri fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Með því eigi neytendur frekar heimtingu á lægra eldsneytisverði en talið er að önnur þjónusta stöðvanna færist annað.
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.
Ár liðið frá opnun Costco: Breyttist eitthvað?
Líflegar umræður um verð og gæði í Facebook-hópum og hávær gagnrýni á það hvernig lambakjöt hefur verið skorið um árabil. Þetta er meðal þess sem Costco hefur haft í för með sér hér á landi. Nú er ár liðið síðan björgunarsveitir aðstoðuðu við opnun heildsölunnar við Kauptún í Garðabæ. Viðskiptavinir streymdu að, vopnaðir aðildarkortum, sumir töldu byltingu í aðsigi, aðrir voru bara forvitnir. 
24.05.2018 - 13:04
Verðhækkanir í Costco upp á síðkastið
Níu af fimmtán vörum í Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað í verði hjá versluninni Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta kemur fram í verðathugun Fréttablaðsins.
03.11.2017 - 06:56
Verð á dekkjum lægra eftir komu Costco
Dæmi eru um að verð á hjólbörðum hafi lækkað um rúm 50 prósent síðan í fyrra. Árleg könnun FÍB á vetrardekkjum leiðir í ljós að úrvalið er meira nú en oft áður og sömuleiðis er verðið hagstæðara. Tilkoma Costco og verslun á netinu eru meðal þess sem hefur áhrif á verð dekkja.
02.11.2017 - 17:23
Samgöngumál fyrir dóm náist ekki sátt
Ágreiningur er á milli VR og stjórnenda Costco um rétt starfsmanna til ferða til og frá vinnu á þeim tímum þegar Strætó gengur ekki. Formaður VR segir að farið verði með málið fyrir dómstóla náist ekki sættir.
17.10.2017 - 15:27
Grunnforsenda útflutnings ekki í höfn
Sala á íslensku grænmeti og berjum hefur nær aldrei verið meiri, þrátt fyrir Costco-skell í byrjun sumars. Sölufélag garðyrkjumanna stefnir að því að hefja útflutning á næsta ári. Krafa um lífræna vottun setur þó strik í reikninginn því að íslensk ræktun stenst ekki kröfur nýs samevrópsks staðals. Spegillinn tók stöðuna hjá Gunnlaugi Karlssyni, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna.
22.09.2017 - 16:41
Samruna hafnað vegna hreinlætis- og snyrtivara
Costco hefur ekki dregið verulega úr sterkri stöðu Haga á dagvörumarkaði. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem hefur ógilt samruna Haga og Lyfju. Hreinlætis- og snyrtivörumarkaðurinn eru helsta ástæða þess að Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann.
18.07.2017 - 19:26
Meiri og hraðari verðlækkanir með komu Costco
„Við finnum fyrir hlutdeild Costco að því leytinu til að dregið hefur saman hjá hinum og verðið hefur lækkað, sem er úr takt við það sem áður hefur verið,“ segir Emil B. Karlson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. „Við erum að sjá meiri og hraðari verðlækkanir en við höfum séð áður.“ Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní sem er úr takt við stöðugan vöxt sem hefur verið. Emil segist ekki kunna aðrar skýringar á samdrættinum en komu Costco. 
15.07.2017 - 12:08
Hagar lækkað um 15,2% frá opnun Costco
Hlutabréf í Högum, sem rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir, hafa lækkað um 15,2% frá því að Costco opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí. Hlutabréfin hafa lækkað um 13,9% frá ársbyrjun.
24.06.2017 - 14:21
Bætiefni blandað í eldsneyti frá Costco
Bensínið í Costco er öðruvísi en á öðrum bensínstöðvum. Í það er bætt örlitlu magni af efni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Heilbrigðiseftirlitið lét Umhverfisstofnun vita af málinu og greindi hún efnið og úrskurðaði það skaðlaust fyrir bíla. Sérfræðingur hjá stofnuninni vill þó ekkert fullyrða um gæði efnisins.
22.06.2017 - 18:00
Costco vill fjölga bensíndælum um þriðjung
Costco vill fjölga bensíndælum úr tólf í sextán. Félagið sendi erindi þess efnis til byggingafulltrúa Garðabæjar fyrir skömmu. Costco hefur hins vegar neitað að upplýsa fréttastofu um hversu mikið eldsneyti fyrirtækið selur. Í erindi fyrirtækisins er rakið að samkvæmt deiliskipulagi Kauptúns frá 15. apríl 2016 sé heimild fyrir fjórum dælueyjum, samtals sextán dæluslöngum, á lóðinni.
20.06.2017 - 10:59
Íslendingar tilraunadýr Costco?
Markmið Costco er kannski að nota Íslendinga sem tilraunadýr. Þetta er mat forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar. Costco opnar í Kauptúni í Garðabæ á þriðjudaginn. Hluti plansins fyrir utan verslunina er enn afgirtur vegna framkvæmda og svo virðist sem allt kapp sé lagt á að gera verslunarrýmið klárt fyrir opnun. Margir lögðu leið sína í verslunina í dag til þess að verða sér úti um aðildarkort. Væntingarnar eru miklar.
19.05.2017 - 19:01