Færslur: COP26

Myndband
Hröð bráðnun Breiðamerkurjökuls kom á óvart
Breiðamerkurjökull virðist hopa hraðar en vísindamenn reiknuðu með. Þetta sýna niðurstöður frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði, sem hafa myndað jaðar jökulsins með skeiðmyndum. Þorvarður Árnason forstöðumaður rannsóknarsetursins segir ljóst að jökullinn bráðni hraðar með hverju árinu.
Segja áríðandi að samkeppni ríkjanna valdi ekki ófriði
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir áríðandi að tryggja að samkeppni við Kína komi ekki af stað ófriði. Þetta er meðal þess sem hann sagði á stafrænum fundi hans og Xi Jinping forseta Kína sem hófst í dag.
Olíu- og kolaframleiðendur óhræddir eftir COP26
Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow um helgina virðist hafa lítil áhrif á orkugeirann og stórfyrirtæki í orkugeiranum virðast óhrædd við niðurstöðuna. Virði hlutabréfa í kínverskum kolafyrirtækjum hefur afar lítið lækkað og ríkisolíufélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna gerir ráð fyrir 600 milljarða dala fjárfestingum í olíugeiranum næsta áratuginn.
15.11.2021 - 14:27
Erlent · Asía · Stjórnmál · Umhverfismál · COP26 · Kol · Olía · jarðgas · Loftslagsmál
Mjög lítið skref þegar þróunin þarf að vera mjög hröð
Stefán Gíslason umhverfisfræðingur segir að niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Glasgow marki mjög lítið skref og hægfara þróun á tímum þegar þróunin þurfi að vera mjög hröð. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að samvinna atvinnulífs og stjórnvalda verði að vera skýr og vonast eftir að sjá meiri metnað í nýjum stjórnarsáttmála.
Viðtal
„Það náðist árangur en bara ekki nægilega mikill“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að árangur hafi náðst á loftlagsráðstefnunni í Glasgow, þótt hann hafi ekki verið nægilega mikill. Hann segist bera með sér kyndil vonarinnar frá Skotlandi.
14.11.2021 - 11:37
Viðtal
1,5 gráða möguleg með pólitískum vilja og forystu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir að hægt sé að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðu með pólitískum vilja og forystu. Í viðtali við fréttstofu RÚV í gær sagðist hún vonast til þess að drögin sem rædd voru þann daginn yrðu efld og bætt svo hægt væri að halda í markmiðið um 1,5 gráður. Viðtalið við Sturgeon má sjá í fullri lengd í spilaranum hér að ofan.
Myndband
Lokadrög samþykkt með breyttu orðalagi um kol
Fulltrúar tæplega 200 þjóða samþykktu lokadrög samnings á 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Viðræður um lokaútgáfuna drógust á langinn og var þá orðalag ýmissa ákvæða sem flæktist fyrir leiðtogunum. Lokadrögin sem nú hafa verið samþykkt, voru mest megnis óbreytt frá því sem kynnt var fyrr í dag, en þó vekur athygli breyting á ákvæði um kolaiðnað, sem var gerð nú á lokasprettinum.
Sjónvarpsfrétt
Niðurstaðan ásættanleg, en hefði mátt ganga lengra
Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs segir að niðurstaða loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, sem nú fer senn að ljúka, virðist ásættanleg. Hann segir þó það hefði hefði mátt ganga lengra.
Framkvæmdastjóri Greenpeace lítt hrifin
Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Greenpeace, er ekki ýkja hrifin af textanum í lokaskjalinu sem ráðstefnugestir á COP26 virðast í þann mund að samþykkja. Hún kallar eftir háleitari markmiðum þegar næsta loftslagsráðstefna verður haldin.
13.11.2021 - 18:59
Legið yfir lokaútgáfunni
Fulltrúar tæplega 200 þjóða ræða nú orðalag lokaútgáfu yfirlýsingar þjóðanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Fundarmenn liggja yfir einstökum málsgreinum og rýna í orðalag sem varðar hagsmuni þeirra. Ráðstefnunni átti að ljúka í gær en þá náðist ekki sátt um drögin.
13.11.2021 - 18:32
Jarðefnaeldsneytið fyrirferðarmest á COP26
Reynt er til þrautar í þessum töluðu orðum að lenda lokayfirlýsingu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Sumir hafa furðað sig á hve treglega gangi að klára málið en eins og umhverfisráðherra Íslands sagði í samtali við fréttastofu koma margs konar hagsmunir að málinu.
13.11.2021 - 15:17
Jákvæðar umræður, óljóst með aðgerðir í Glasgow
Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, segir sitthvað jákvætt í umræðunum á 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow og lýkur að öllum líkindum síðar í dag. Þó sé orðalag víða óljóst og skilgreiningar á aðgerðum of mikið á reiki.
Neyðarástand vegna mengunar í Nýju Delí
Indverska mengunarvarnarstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýju Delí og hvetur borgarbúa til að halda sig innan dyra. Í morgun mældist loftmengun í borginni tíu sinnum meiri en skilgreind hættumörk Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Engin niðurstaða á loftslagsráðstefnunni í kvöld
Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar í Glasgow í Skotlandi, tilkynnti í kvöld að engin niðurstaða fáist á ráðstefnunni í dag. Tilkynning hans birtist þremur klukkustundum eftir að upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að ráðstefnan kláraðist. Sharma sagði að textar fyrirhugaðrar yfirlýsingar yrðu yfirfarnir í nótt og endurskoðað skjal birt klukkan átta í fyrramálið. Síðan yrðu óformleg fundahöld klukkan tíu til að meta stöðuna. Stefnt er að því að ljúka ráðstefnunni síðdegis á morgun.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að halda 1,5 gráðu markmiði inni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði mikilvægt að halda 1,5 gráðu markmiði inni í ályktun loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Nú styttist í endann á ráðstefnunni og sagði Guðmundur Ingi jákvætt að talað væri um að fasa út kolanotkun og draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Spegilinn
Hefur enga trú á að lausnirnar komi frá nýlenduherrum
Loftslagsvandinn er afleiðing nýlendustefnunnar og röskunar á tengslum fólks við landið. Þetta eru skilaboð ungrar konu, Ta'Kaiya Blaney, sem hóf upp raust sína ásamt nokkrum öðrum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, fréttamaður, ræddi við hana í dag.
Mikilvægt augnablik en aðeins lágmarks áfangi
Fulltrúar frá Greanpeace og Evrópsku loftslagshugveitunni komu askvaðandi inn á fjölmiðlaaðstöðuna á ráðstefnusvæðinu í Glasgow í gær og héldu stuttan blaðamannafund, þar sem tugir fjölmiðlafólks hópuðust að þeim eins og mýflugnager.
12.11.2021 - 14:50
Sjónvarpsfrétt
Situr í samninganefnd Breta: „Ég sef í desember“
Það fer að síga á seinni hluta loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Tími sendinefnda til að ná samningum um lokayfirlýsingu þingsins er að renna út.
12.11.2021 - 10:03
Veikara orðalag í nýjum drögum að samkomulagi
Ný drög að samkomulagi loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow voru birt í morgun og þykir orðalagið í þeim ekki jafnt metnaðarfullt þegar kemur að umræðu um jarðefnaeldsneyti.
Hófleg gleði með samkomulag Bandaríkjanna og Kína
Loftslagsbaráttufólk og stjórnmálamenn hafa lýst hóflegri ánægju með samkomulag sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína sögðu í gær að hafi náðst um samvinnu í loftslagsmálum. Ríkin tvö eru ábyrg fyrir um fjörutíu prósentum af losun gróðurhúsalofttegunda og losa mest allra ríkja.
11.11.2021 - 11:33
Myndskeið
Góður skriður á samningaviðræðum í Glasgow
Aukin bjartsýni ríkir í Glasgow í Skotlandi um að samningur náist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir sem gangi nógu langt til að markmið Parísarsamkomulagsins náist. Bandaríkin og Kína kynntu samstarf í loftslagsmálum í gær og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir það diplómatískt afrek ef samkomulag þjóðanna dugi til að tryggja samkomulag um mjög hertar aðgerðir í loftslagsmálum.
Bandaríkin og Kína vinna saman í loftslagsmálum
Xie Zhenhua loftslagssérfræðingur kínversku ríkisstjórnarinnar lýsti því óvænt yfir í dag að Kína og Bandaríkin ætluðu að leggja fram sameiginlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
10.11.2021 - 19:17
Kalla eftir metnaðarfyllri markmiðum á COP26
Ríki heims eru hvött til þess að efla verulega aðgerðir og setja sér metnaðarfyllri markmið í baráttunni við loftslagsbreytingar í drögum að samkomulagi ríkja sem sækja loftslagsráðstefnuna COP26. Í drögunum segir að ríki í viðkvæmri stöðu þurfi á aðstoð að halda til að takast á við hættulegar afleiðingar hlýnunar.
Fréttaskýring
Liggur styrkur Parísarsamkomulagsins í veikleikum þess?
Parísarsamningurinn er langtímasamningur sem viðurkennir að heimurinn er á byrjunarreit, þetta segir sérfræðingur í loftslagsrétti. Samningurinn hefur verið gagnrýndur fyrir veikar lagalegar skuldbindingar en reynslan sýnir að hjá ríkjum heims er lítil stemmning fyrir strangari kvöðum. Burt séð frá öllu bla, bla, bla-i kann að vera að helsti styrkur samningsins liggi í hversu lítið það bindur hendur aðildarríkja.
Loforð um loftslagsbetrun skila litlu
Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að ráðstafanir sem lofað var að grípa til á loftslagsráðstefnunni í Glasgow, - þar á meðal fyrirheit Indverja að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 - skili litlu sem engu til að draga úr hlýnun jarðar.