Færslur: Comirnaty

Ávinningurinn vegur þyngra en aukaverkanirnar
Ávinningurinn af bólusetningu með Comirnaty, kórónuveirubóluefni Pfizer/BioNTech er meiri en þær hugsanlegu aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um á þeim rúma mánuði sem liðinn er síðan byrjað var að bólusetja með lyfinu. Engin ástæða er til að breyta leiðbeiningum um notkun þess. Þetta kemur fram í nýrri öryggisskýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um Comirnaty.
Mistök að hafa Þórólf ekki með í viðræðum við Pfizer
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist hafa gert mistök þegar hann hafði Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, ekki með í viðræðum við lyfjarisann Pfizer, um að útvega Íslendingum bóluefnið þeirra gegn COVID-19, Comirnaty. Þórólfur hafði samband við Pfizer sjálfur 15. desember. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, einnig fundað með fulltrúa Pfizer um að útvega Íslendingum bóluefni.
26.12.2020 - 14:34
Fylgiseðill Comirnaty á íslensku tilbúinn
Lyfjastofnun hefir lokið við þýðingu á fylgiseðli Comirnaty, mRNA bóluefni Pfizer og BioNTech gegn COVID-19 sem er væntanlegt til landsins þann 28. desember. Lyfjastofnun mun halda úti sérstakri upplýsingasíðu fyrir hvert og eitt bóluefni sem hlýtur íslenskt markaðsleyfi.
22.12.2020 - 21:26
Lyfjastofnun veitir bóluefni Pfizer markaðsleyfi
Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefninu Comirnaty frá BioNTech og Pfizer skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Byggir markaðsleyfið á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en leyfisveiting hennar byggir á meðmælum Lyfjastofnunar Evrópu, segir í tilkynningu Lyfjastofnunar.
21.12.2020 - 23:24