Færslur: Colorado

Bandaríkin
Skæð hitabylgja og ógnarmiklir skógareldar
Hitabylgja geisar víða í sunnanverðum Bandaríkjunum og í Nýja Mexíkó loga mestu skógareldar sem sögur fara af í ríkinu. Kaliforníubúar fá í dag eilitla hvíld frá hitabylgju sem þar hefur geisað inn til landsins um hríð, en spár gera ráð fyrir að hitinn nái fyrri hæðum á þriðjudag.
67 milljarðar fuðruðu upp í sinueldum í Colorado
Tjónið sem varð af miklum gróðureldi sem logaði í Coloradoríki í Bandaríkjunum í liðinni viku er metið á 513 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 67 milljarða króna. Hartnær 1.100 íbúðarhús og aðrar byggingar eyðilögðust í eldinum, sem er sá sinueldur sem mestu eignatjóni hefur valdið í sögu ríkisins samkvæmt frétt bandaríska almannaútvarpsins PBS.
07.01.2022 - 07:02
Einn fundinn heill á húfi í Colorado en tveggja leitað
Einn þeirra sem saknað var eftir gróðureldana miklu í Colorado í Bandaríkjum er fundinn heill á húfi. Tveggja er enn saknað. Rannsókn stendur yfir á upptökum eldanna.
03.01.2022 - 01:14
Þriggja saknað eftir gróðureldana í Colorado
Þriggja er saknað eftir að gróðureldar ollu gríðarlegu tjóni í Colorado í Bandaríkjunum. Þykkt snjólag þekur nú jörð sem torveldar leit og tefur rannsókn á því hve mikið tjónið varð.
02.01.2022 - 00:26
Myndskeið
Tugþúsundir flýja gróðurelda í Colorado
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Colorado í Bandaríkjunum vegna gróðurelda sem brenna stjórnlaust í miklu hvassviðri. Tugþúsundir íbúa í tveimur bæjum í ríkinu hafa verið fluttar á brott. Fjöldi íbúðarhúsa og annarra bygginga er brunninn til grunna.
31.12.2021 - 11:50
Fangavist stytt úr 110 árum í tíu
Fangavist flutningabílstjóra sem sakfelldur var fyrir að hafa valdið banaslysi í Colorado í Bandaríkjunum árið 2019 var stytt í gær úr 110 árum í tíu. Ríkisstjóri Colorado tók þá ákvörðun að eigin sögn til að efla trú á réttarkerfið í ríkinu.
Gríðarmiklir gróðureldar geisa í Colorado-ríki
Víðfeðmir gróðureldar geisa nú í Colorado í Bandaríkjunum og óttast er að fólk hafi farist. Þegar hafa hundruð húsa, hótel og verslanamiðstöðvar orðið eldinum að bráð. Þúsundir eru á flótta undan eldhafinu en veðurfræðingur segir óvanalegt að gróðureldar kvikni þar um slóðir á þessum árstíma.
31.12.2021 - 02:07
Fimm féllu í skotárásum í Colorado-ríki
Byssumaður varð fimm að bana í borgunum Denver og Lakewood í Colorado í Bandaríkjunum á mánudaginn. Árásarmaðurinn féll sjálfur fyrir byssukúlum lögreglumanns.
29.12.2021 - 06:59
Skortur á þybbnum, rauðklæddum og skeggjuðum körlum
Skortur er á þriflegum, hvítskeggjuðum og rauðklæddum karlmönnum í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur orðið til þess að mun færri jólasveinar fást til starfa fyrir þessi jól en oft áður. Þem sem nema jólasveinafræðin hefur einnig fækkað.
16.12.2021 - 04:31
Skotmaðurinn í Boulder of veikur fyrir réttarhöld
Ahmad Alissa sem ákærður er fyrir að hafa orðið tíu manns að bana í stórverslun í Colorado í Bandaríkjunum er að sögn dómara ófær um mæta fyrir rétt af heilsufarsástæðum.
04.12.2021 - 00:19
Fyrsta úlfagotið í 80 ár
Yfirvöld í Colorado hafa greint frá fyrsta goti af gráum ylfingum í ein 80 ár. Þetta þykir marka þáttaskil í baráttu ríkisins við að koma tegundinni á legg en hún stendur höllum fæti víða um Bandaríkin.
10.06.2021 - 22:51
„Breska afbrigðið“ finnst í Bandaríkjunum
Maður á þrítugsaldri greindist með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í dag.
Stærsti gróðureldur í sögu Colorado
Stærsti gróðureldur í Colorado sem sögur fara af hefur brunnið síðan 13. ágúst og fer enn stækkandi. Fyrra met var líka sett í sumar; sá eldur brann frá júlílokum fram í miðjan september. Eldurinn sem nú logar í norðanverðu Coloradoríki er kenndur við Cameronhnúk og er farinn að teygja sig hættulega nærri borginni Fort Collins, segir í frétt Washington Post.
16.10.2020 - 05:41