Færslur: CIA

Sakar Navalny um að vinna með CIA
Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sakar stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny um að starfa með bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Ásökunin er svar Kremlar við þeirri yfirlýsingu Navalnys, að hann gruni Pútín Rússlandsforseta um að vera ábyrgan fyrir því að honum var byrlað eitur á dögunum.
02.10.2020 - 05:39
Lestin
Samsæriskenning um CIA og Scorpions skekur heiminn
Stóð bandaríska leyniþjónustan CIA á bak við kraftballöðuna Wind of Change með vesturþýsku rokksveitinni Scorpions, sem naut mikilla vinsælda í heiminum um það leyti sem Sovétríkin liðuðust í sundur? Þessi kenning er rannsökuð í hlaðvarpsþáttaröðinni Wind of change eftir bandaríska rannsóknarblaðamanninn Patrick Keefe sem skrifar fyrir The New Yorker.
01.06.2020 - 08:35