Færslur: Chile

Spegillinn
Ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð
Riksdagen - sænska þingið - fól ríkisstjórninni í vikunni að rannsaka alþjóðlegar ættleiðingar til Svíþjóðar undanfarna áratugi. Ákvörðunin kemur í kjölfar á ítarlegri fjölmiðlaumfjöllun um ættleiðingar erlendis frá, þar sem sterkar vísbendingar eru um blekkingar, þvinganir, lögbrot og í sumum tilfellum hrein og klár mannrán.
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
AstraZeneca: Ný rannsókn lofar góðu
Virkni bóluefnis AstraZeneca gagnvart COVID-19 eru 79 prósent samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum, Chile og Perú. Þetta sagði í tilkynningu frá AstraZeneca í morgun.
22.03.2021 - 10:30
Margir vilja sitja á stjórnlagaþingi í Chile
Mikill áhugi er á því að fá sæti á stjórnlagaþingi í Chile sem ætlað er að skrifa nýja stjórnarskrá landsins.
12.01.2021 - 09:14
Bólusetning hafin í Rómönsku Ameríku
Bólusetning gegn COVID-19 hófst í Rómönsku Ameríku í gær, aðfangadag, þegar heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó, Chile og Kostaríka hrintu bólusetningarherferðum sínum af stokkunum. Ekki verður byrjað að bóluetja í Brasilíu fyrr en um miðjan febrúar.
Landamæri Chile opnuð á ný eftir 8 mánaða lokun
Stjórnvöld í Chile hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir erlendum ferðalöngum eftir átta mánaða langt ferðabann, sem innleitt var til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirufarsóttarinnar í landinu. Sebastián Piñera, forseti Chile, tilkynnti afnám ferðabannsins og sagði það mikilvægan áfanga í áætlun stjórnvalda um opnun landsins og tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum.
Chileskir þingmenn í sóttkví
Um það bil helmingur fimmtíu þingmanna í efri deild þingsins í Chile er í sóttkví eftir að hafa umgengist að minnsta kosti þrjá þingmenn sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Fjórir ráðherrar eru einnig í sóttkví, þar á meðal fjármálaráðherrann, Ignacio Briones. Enginn þeirra hefur smitast samkvæmt fyrstu sýnatöku.
19.05.2020 - 14:46
Mótmæli á tímamótum í Chile
Til átaka kom milli námsmanna og lögreglu í Santiago, höfuðborg Chile, í gærkvöld. Þau bar upp á sama dag og Sebastian Pinera, forseti landsins, tók við embætti fyrir tveimur árum og lýðræði var endurreist í Chile fyrir þrjátíu árum. 
12.03.2020 - 09:36
Gróðureldar ógna stórborginni Valparaiso í Chile
Á annað hundrað bygginga hafa brunnið til grunna í gróðureldum sem geisa í og við hafnarborgina Valparaiso í Chile. Fjölda borgarbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, sem fara hratt yfir og illa gengur að hemja, og rafmagn var tekið af um 90.000 heimilum og fyrirtækjum í borginni til að fyrirbyggja enn meira tjón.
25.12.2019 - 02:24
Kosið um nýja stjórnarskrá í Chile
Sebastián Piñera, forseti Chile, staðfesti ný lög í dag sem heimila að landsmenn greiði atkvæði um nýja stjórnarskrá 26. apríl. Sú gamla er mörgum þyrnir í augum, þar sem hún er frá þeim tíma þegar Augusto Pinochet einræðisherra og herforingjastjórn hans voru við völd.
23.12.2019 - 16:33
Saka öryggissveitir í Chile um aftökur án dóms og laga
Her- og lögreglumenn í Chile eru ásakaðar um nauðganir, pyntingar og manndráp. Ásakanirnar eru settar fram í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna um margvíslega glæpi og mannréttindabrot öryggis- og óeirðasveita hers og lögreglu gagnvart mótmælendum á síðustu vikum. Í skýrslunni er farið í saumana á dauða 26 mótmælenda og fullyrt að í mörgum tilfellum verði vart annað séð, en að um aftökur án dóms og laga hafi verið að ræða.
Fundu líkast til brak úr horfnu herflugvélinni
Brak fannst í gær á hafinu milli Eldlands og Suðurheimskautslandsins, sem talið er vera úr flutningavél Chile-hers sem hvarf á mánudagskvöld. Vélin var rúma 500 kólómetra suður af Eldlandi þegar fjarskiptasamband rofnaði við hana. 38 manns voru um borð. Áhöfn chileska togarans Antarctic Endeavour fann í gær brak „sem gæti verið hluti af eldsneytistönkum" flugvélarinnar sagði foringi í chileska flughernum á fréttamannafundi í gærkvöld.
12.12.2019 - 04:38
Herflugvélar leitað við Suðurskautslandið
Hafin er leit að herflugvél frá Chile sem hvarf af ratsjám á leið frá Punta Arenas til Suðurskautslandsins í gær. Samkvæmt tilkynningu frá flughernum í Chile eru 38 í vélinni, 17 manna áhöfn og 21 farþegi.
10.12.2019 - 08:20
Lögregla sökuð um mannréttindabrot
Lögreglan í Chile hefur gerst sek um alvarleg mannréttindabrot í aðgerðum gegn mótmælendum í landinu undanfarnar vikur. Þetta segir í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Tuttugu og fimm hafa látið lífið í mótmælunum í Chile og hundruð særst. 
27.11.2019 - 08:53
Útilokar ekki að grípa til mannréttindabrota í Chile
Ekkert lát er á mótmælum í Chile og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu í höfuðborginni Santiago í gærkvöld. Mótmælin hafa nú staðið í meira en mánuð. Minnst 26 hafa látið lítið í mótmælunum í Chile og meira 2.300 hafa særst.
26.11.2019 - 09:15
Chileforseti fordæmdi lögregluofbeldi
Sebastián Piñera, forseti Chile, fordæmdi í dag óhóflega valdbeitingu og ofbeldi lögreglunnar gagnvart borgurum landsins sem tekið hafa þátt í fjöldamótmælum og, á stundum, óeirðum, undanfarnar vikur. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn hnjóðar í lögregluna, sem hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hörku sína og vægðarleysi gagnvart mótmælendum.
Atkvæðagreiðsla um stjórnarskrá Chile í apríl
Stjórnvöld í Chile hafa ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá landsins og var ákvörðun þess efnis tilkynnt í nótt.
15.11.2019 - 08:28
Ný stjórnarskrá í burðarliðnum í Chile
Stjórnvöld í Chile tilkynntu í gær að þau ætli að leggja drög að nýrri stjórnarskrá. Sú á að taka við þeirri gömlu, sem rekja má aftur til einræðisstjórnar Augusto Pinochet. Ný stjórnarskrá var helsta krafa mótmælenda sem hafa látið vel í sér heyra síðustu þrjár vikur.
11.11.2019 - 05:32
Viðtal
Mótmælendur í Chile hylla syngjandi þjóðhetju
Fingur söngvaskáldsins og gítaleikarans Victors Jara voru brotnir um leið og gítar hans var kastað í hann með skilaboðunum: „Já, spilaðu nú.“ En þó að þaggað hafi verið í skáldinu lifir söngur hans og kyrja mótmælendur í Santiago lög hans á götum borgarinnar enn í dag.
06.11.2019 - 16:35
Spánarstjórn býður Gretu Thunberg aðstoð
Ríkisstjórn Spánar býðst til að aðstoða hina sænsku Gretu Thunberg við að komast yfir Atlantshafið á umhverfisvænan hátt, svo hún geti mætt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eins og til stóð.
Milljón mótmæltu forseta Chile
Nærri milljón manns komu saman á götum Santiago í dag til að krefjast afsagnar Sebastian Pinera, forseta Chile. Mótmælin eru talin þau fjölmennustu í sögu landsins. Mótmælendur sungu saman lög andspyrnuhreyfinga áranna 1973 til 1990, þegar einræðisstjórn Augusto Pinochet réði ríkjum í landinu.
26.10.2019 - 00:30
Forseti Chile reynir að miðla málum
Forseti Chile lagði í gærkvöld til félagslegar umbætur til þess að mæta kröfum mótmælenda í landinu. 15 hafa látið lífið í mótmælum undanfarinna daga. Sebastian Pinera forseti hélt  fund með leiðtogum nokkurra stjórnarandstöðuflokka í gærkvöld. Þrír flokkar sendu ekki fulltrúa til fundarins, þar á meðal Sósíalistaflokkurinn, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi Chile.
23.10.2019 - 04:36
Fimmtán hafa látist í Chile
Fimmtán hafa látið lífið í mótmælum og óeirðum í Chile undanfarna daga. Rodrigo Ubilla, innanríkisráðherra landsins, greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í dag.
22.10.2019 - 13:28
Ellefu látin í óeirðum í Chile
Alls hafa ellefu látið lífið í óeirðum í Chile síðan á föstudag. Karla Rubilar borgarstjóri í Santíagó greindi fréttamönnum frá því í dag að alls hefðu átta dáið í gær og þrír á laugardag. Þar á meðal eru fimm manns sem dóu þegar kveikt var í fataverksmiðju skammt frá höfuðborginni í gær. Útgöngubann var í Santíagó í nótt og neyðarástand í gildi.
21.10.2019 - 14:01
Sjö látin í óeirðum í Chile, útgöngubann áfram
Fimm létu lífið þegar kveikt var í fataverksmiðju nærri Santíagó, höfuðborg Chile, í óeirðum í dag. Þar með hafa samtals sjö látið lífið í óeirðum helgarinnar. Útgöngubann var sett á í höfuðborginni í nótt, aðra nóttina í röð, og neyðarástand er þar enn í gildi. Þá lýstu stjórnvöld yfir neyðarástandi í fleiri borgum í kvöld. Hátt í 1.500 manns hafa verið handtekin síðan á föstudag.
21.10.2019 - 01:45