Færslur: Chile

Chile-menn hafna nýrri stjórnarskrá
Íbúar Chile hafa kosið að taka ekki upp nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Chile í gær, sunnudag, um hvort ætti að skipta út stjórnarskránni sem er frá 1980, eða síðan Augusto Pinochet var einræðisherra í landinu.
Hundruð snjóteppt eftir hríðarbyl í Andesfjöllum
Yfir 400 manns, þar á meðal ferðafólk og vöruflutningabílstjórar, eru snjóteppt nærri landamærum Argentínu og Chile í Andesfjöllunum, þar sem köld heimskautalægð gekk yfir á laugardagskvöld með hríðarbyl og gaddi. Landamærastöðinni Los Libertadores, sem er í miðjum jarðgöngum í 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli, hefur verið lokað vegna fannfergis og ófærðar beggja vegna landamæranna.
11.07.2022 - 03:19
Heimsglugginn
Lagaval Merkel vekur athygli
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdir litfilmunni.
Kona lést þegar frumbyggjar kröfðust sjálfstjórnar
Kona lést og sautján óeirðarlögreglumenn í Chile slösuðust í átökum í miðborg Santiago í gær. Um þúsund manns af ættum Mapuche-þjóðarinnar var saman komin í miðborginni til að krefjast sjálfstjórnar. Lögregla beitti öflugum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendunum, sem svöruðu með því að kasta spreki og grjóti í átt að lögreglunni.
11.10.2021 - 01:46
Spegillinn
Ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð
Riksdagen - sænska þingið - fól ríkisstjórninni í vikunni að rannsaka alþjóðlegar ættleiðingar til Svíþjóðar undanfarna áratugi. Ákvörðunin kemur í kjölfar á ítarlegri fjölmiðlaumfjöllun um ættleiðingar erlendis frá, þar sem sterkar vísbendingar eru um blekkingar, þvinganir, lögbrot og í sumum tilfellum hrein og klár mannrán.
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
AstraZeneca: Ný rannsókn lofar góðu
Virkni bóluefnis AstraZeneca gagnvart COVID-19 eru 79 prósent samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum, Chile og Perú. Þetta sagði í tilkynningu frá AstraZeneca í morgun.
22.03.2021 - 10:30
Margir vilja sitja á stjórnlagaþingi í Chile
Mikill áhugi er á því að fá sæti á stjórnlagaþingi í Chile sem ætlað er að skrifa nýja stjórnarskrá landsins.
12.01.2021 - 09:14
Bólusetning hafin í Rómönsku Ameríku
Bólusetning gegn COVID-19 hófst í Rómönsku Ameríku í gær, aðfangadag, þegar heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó, Chile og Kostaríka hrintu bólusetningarherferðum sínum af stokkunum. Ekki verður byrjað að bóluetja í Brasilíu fyrr en um miðjan febrúar.
Landamæri Chile opnuð á ný eftir 8 mánaða lokun
Stjórnvöld í Chile hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir erlendum ferðalöngum eftir átta mánaða langt ferðabann, sem innleitt var til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirufarsóttarinnar í landinu. Sebastián Piñera, forseti Chile, tilkynnti afnám ferðabannsins og sagði það mikilvægan áfanga í áætlun stjórnvalda um opnun landsins og tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum.
Chileskir þingmenn í sóttkví
Um það bil helmingur fimmtíu þingmanna í efri deild þingsins í Chile er í sóttkví eftir að hafa umgengist að minnsta kosti þrjá þingmenn sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Fjórir ráðherrar eru einnig í sóttkví, þar á meðal fjármálaráðherrann, Ignacio Briones. Enginn þeirra hefur smitast samkvæmt fyrstu sýnatöku.
19.05.2020 - 14:46
Mótmæli á tímamótum í Chile
Til átaka kom milli námsmanna og lögreglu í Santiago, höfuðborg Chile, í gærkvöld. Þau bar upp á sama dag og Sebastian Pinera, forseti landsins, tók við embætti fyrir tveimur árum og lýðræði var endurreist í Chile fyrir þrjátíu árum. 
12.03.2020 - 09:36
Gróðureldar ógna stórborginni Valparaiso í Chile
Á annað hundrað bygginga hafa brunnið til grunna í gróðureldum sem geisa í og við hafnarborgina Valparaiso í Chile. Fjölda borgarbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, sem fara hratt yfir og illa gengur að hemja, og rafmagn var tekið af um 90.000 heimilum og fyrirtækjum í borginni til að fyrirbyggja enn meira tjón.
25.12.2019 - 02:24
Kosið um nýja stjórnarskrá í Chile
Sebastián Piñera, forseti Chile, staðfesti ný lög í dag sem heimila að landsmenn greiði atkvæði um nýja stjórnarskrá 26. apríl. Sú gamla er mörgum þyrnir í augum, þar sem hún er frá þeim tíma þegar Augusto Pinochet einræðisherra og herforingjastjórn hans voru við völd.
23.12.2019 - 16:33
Saka öryggissveitir í Chile um aftökur án dóms og laga
Her- og lögreglumenn í Chile eru ásakaðar um nauðganir, pyntingar og manndráp. Ásakanirnar eru settar fram í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna um margvíslega glæpi og mannréttindabrot öryggis- og óeirðasveita hers og lögreglu gagnvart mótmælendum á síðustu vikum. Í skýrslunni er farið í saumana á dauða 26 mótmælenda og fullyrt að í mörgum tilfellum verði vart annað séð, en að um aftökur án dóms og laga hafi verið að ræða.
Fundu líkast til brak úr horfnu herflugvélinni
Brak fannst í gær á hafinu milli Eldlands og Suðurheimskautslandsins, sem talið er vera úr flutningavél Chile-hers sem hvarf á mánudagskvöld. Vélin var rúma 500 kólómetra suður af Eldlandi þegar fjarskiptasamband rofnaði við hana. 38 manns voru um borð. Áhöfn chileska togarans Antarctic Endeavour fann í gær brak „sem gæti verið hluti af eldsneytistönkum" flugvélarinnar sagði foringi í chileska flughernum á fréttamannafundi í gærkvöld.
12.12.2019 - 04:38
Herflugvélar leitað við Suðurskautslandið
Hafin er leit að herflugvél frá Chile sem hvarf af ratsjám á leið frá Punta Arenas til Suðurskautslandsins í gær. Samkvæmt tilkynningu frá flughernum í Chile eru 38 í vélinni, 17 manna áhöfn og 21 farþegi.
10.12.2019 - 08:20
Lögregla sökuð um mannréttindabrot
Lögreglan í Chile hefur gerst sek um alvarleg mannréttindabrot í aðgerðum gegn mótmælendum í landinu undanfarnar vikur. Þetta segir í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Tuttugu og fimm hafa látið lífið í mótmælunum í Chile og hundruð særst. 
27.11.2019 - 08:53
Útilokar ekki að grípa til mannréttindabrota í Chile
Ekkert lát er á mótmælum í Chile og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu í höfuðborginni Santiago í gærkvöld. Mótmælin hafa nú staðið í meira en mánuð. Minnst 26 hafa látið lítið í mótmælunum í Chile og meira 2.300 hafa særst.
26.11.2019 - 09:15
Chileforseti fordæmdi lögregluofbeldi
Sebastián Piñera, forseti Chile, fordæmdi í dag óhóflega valdbeitingu og ofbeldi lögreglunnar gagnvart borgurum landsins sem tekið hafa þátt í fjöldamótmælum og, á stundum, óeirðum, undanfarnar vikur. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn hnjóðar í lögregluna, sem hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hörku sína og vægðarleysi gagnvart mótmælendum.
Atkvæðagreiðsla um stjórnarskrá Chile í apríl
Stjórnvöld í Chile hafa ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá landsins og var ákvörðun þess efnis tilkynnt í nótt.
15.11.2019 - 08:28
Ný stjórnarskrá í burðarliðnum í Chile
Stjórnvöld í Chile tilkynntu í gær að þau ætli að leggja drög að nýrri stjórnarskrá. Sú á að taka við þeirri gömlu, sem rekja má aftur til einræðisstjórnar Augusto Pinochet. Ný stjórnarskrá var helsta krafa mótmælenda sem hafa látið vel í sér heyra síðustu þrjár vikur.
11.11.2019 - 05:32
Viðtal
Mótmælendur í Chile hylla syngjandi þjóðhetju
Fingur söngvaskáldsins og gítaleikarans Victors Jara voru brotnir um leið og gítar hans var kastað í hann með skilaboðunum: „Já, spilaðu nú.“ En þó að þaggað hafi verið í skáldinu lifir söngur hans og kyrja mótmælendur í Santiago lög hans á götum borgarinnar enn í dag.
06.11.2019 - 16:35
Spánarstjórn býður Gretu Thunberg aðstoð
Ríkisstjórn Spánar býðst til að aðstoða hina sænsku Gretu Thunberg við að komast yfir Atlantshafið á umhverfisvænan hátt, svo hún geti mætt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eins og til stóð.
Milljón mótmæltu forseta Chile
Nærri milljón manns komu saman á götum Santiago í dag til að krefjast afsagnar Sebastian Pinera, forseta Chile. Mótmælin eru talin þau fjölmennustu í sögu landsins. Mótmælendur sungu saman lög andspyrnuhreyfinga áranna 1973 til 1990, þegar einræðisstjórn Augusto Pinochet réði ríkjum í landinu.
26.10.2019 - 00:30