Færslur: Chicago

Ákæra í 117 liðum vegna skotárásar í Highland Park
Ungi maðurinn sem gerði skotárás á þjóðhátíðarskrúðgöngu í bænum Highland Park nærri Chicago 4. júlí hefur verið ákærður í 117 liðum. Þar á meðal er tuttugu og ein ákæra fyrir morð af yfirlögðu ráði.
28.07.2022 - 00:30
Árásarmaðurinn í Highland Park
Íhugaði að gera aðra skotárás á flóttanum
Maðurinn sem handtekinn var í bænum Highland Park nærri Chicago í Bandaríkjunum á mánudag, grunaður um að hafa myrt sjö og sært tugi til viðbótar þegar hann skaut á þjóðhátíðarskrúðgöngu í bænum, hefur viðurkennt að hafa verið að verki. Hann hefur líka viðurkennt að hafa íhugað það af alvöru að gera aðra árás á samskonar samkomu sem hann ók fram hjá þegar hann var á flótta undan lögreglu.
Byssumaðurinn ræddi fjöldamorð á netinu fyrir árásina
Robert E. Crimo, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Chicago vegna skotárásar á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, birti myndbönd af fjöldamorðum á netinu skömmu fyrir ódæðisverkið.
05.07.2022 - 17:14
Sá grunaði handtekinn nærri árásarstaðnum
Lögregla hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa myrt og sært fjölda fólks við skrúðgöngu í Highland Park, úthverfi Chicago í dag. Sá grunaði heitir Robert „Bobby“ Crimo III, er 22 ára og var handtekinn skammt þaðan sem skrúðgangan fór um samkvæmt upplýsingum lögreglu í Highland Park.
Myndskeið
Minnst sex látnir í skotárás í úthverfi Chicago
Minnst sex eru látnir eftir skorárás í skrúðgöngu í úthverfi Chicago rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Árásin átti sér stað í Highland Park þar sem þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna var fagnað. Yfir þrjátíu eru særðir eftir árásina.
04.07.2022 - 18:32
Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Fjölda flugferða aflýst vegna veðurs vestanhafs
Miklar tafir urðu á flugferðum innan Bandaríkjanna í gær gamlársdag og einnig raskaðist millilandaflug talsvert. Aflýsa þurfti mjög mörgum ferðum sem rekja má til illviðris víða um land sem bætist við mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Skyndiárásir stórra og bíræfinna þjófahópa til vandræða
Verslunarrekendur í Kalifornínu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna hamast nú við að bæta öryggisgæslu í verslunum sínum og læsa verðmætasta varning sinn inni í traustum hirslum. Þetta gera þeir í kjölfar fjölda bíræfinna rána um hábjartan dag, þar sem tugir þjófa hafa rottað sig saman á samfélagsmiðlum og stormað í stórhópum inn í búðir sem einkum selja dýra merkjavöru og látið þar greipar sópa án þess að öryggisverðir og annað starfsfólk fái rönd við reist.
25.11.2021 - 03:34
Pistill
Barnfóstra og götuljósmyndari
Vivian Maier starfaði lengst af sem barnfóstra í Chicago. Fáir vissu af ljósmyndunaráhuga hennar, en eftir hana liggja um 150.000 negatífur. Hún lést án viðurkenningar árið 2009, en er í dag einn þekktasti götuljósmyndari heims.
10.07.2021 - 10:00
United Airlines hefur áætlunarflug til tveggja borga
Daglegt áætlunarflug bandaríska flugfélagsins United Airlines til Íslands hefst að nýju 3. júní næstkomandi. Þann dag verður flogið milli New York og Íslands líkt og félagið gerði áður. Skömmu síðar hefst áætlunarflug milli Íslands og Chicago í Illinois.
Yfir tólf milljón kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum
Kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum fóru yfir tólf milljónir í dag samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Alls hafa 255.414 Bandaríkjamenn endað ævina af völdum COVID-19.
Á annað hundrað handtekin í óeirðum í Chicago
Yfir eitt hundrað voru handtekin í fjölmennum óeirðum í miðborg Chicago í gærkvöld. Þrettán lögreglumenn slösuðust.
10.08.2020 - 18:00
„Mikill heiður að vera valinn“
Stefán Ragnar Höskuldsson er fyrsti flautuleikari hinnar virtu Chicago sinfóníuhljómsveitar í Bandaríkjunum. Hann leikur einleik í flautukonsert Jacques Ibert á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, þar sem aðalhljómsveitarstjórinn, Yan Pascal Tortelier, stjórnar litríkri fransk-pólskri efnisskrá.

Mest lesið