Færslur: Chia

Græn jógúrt úr avókadó
Græn jógúrt er ennþá borðuð heima hjá mér, þó engin smábörn séu á heimilinu lengur. Þetta er fljótlegur og einfaldur morgunmatur, sem fer sérlega vel í maga og er kærkomin tilbreyting frá morgunmat sem inniheldur korn.
26.11.2015 - 20:30
Lífræn AB-jógúrt með chia-fræjum og hörfræolíu
Það skiptir miklu máli að hafa hægðirnar í lagi, fyrir ungabörn, jafnt sem okkur hin. Þar að auki skiptir miklu máli að borða fitu í hverri máltíð og að fá nægilegt magn af omega-3 fitusýrum. Frábært er að venja börn á lífræna jógúrt, hrærða saman við hörfræolíu og chia-fræ. Það er gott fyrir bæði heilann og meltinguna. Auk þess tek ég sjálf acidophilus-kúra oft yfir árið en það eru nauðsynlegir góðgerlar fyrir heilbrigðt ónæmiskerfi, meltingu, næringarupptöku og hægðalosun
26.11.2015 - 20:30
Chia-grunnur (fyrir einn)
Chia-fræ eru endalaus uppspretta næringar og vellíðunar. Kannski halda einhverjir að chia-fræ séu bara fyrir einhverja sérkennilega heilsufrömuði, en þau eru fyrir alla þá sem langar til að borða hollan, ljúffengan, fljótlegan og auðmeltan morgunmat. Mér líður langbest eftir að hafa borðað chia-fræ í morgunmat og mér líkar svo vel áferðin á þeim þegar þau eru búin að liggja í bleyti og eru orðin að búðingi.
19.11.2015 - 20:30
 · Matur · Eldað með Ebbu · Chia