Færslur: Byssur

Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Fyrrum leyniskytta framdi fjöldamorð í Flórída
Fyrrverandi leyniskytta í Bandaríkjaher skaut fernt til bana í Flórída í Bandaríkjunum í gær. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann framdi ódæðið.
06.09.2021 - 04:49
Spegillinn
Mexíkóstjórn í mál við bandaríska byssuframleiðendur
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. 
01.09.2021 - 14:12
Höfða mál á hendur bandarískum byssuframleiðendum
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur sex bandarískum byssuframleiðendum, með það fyrir augum að knýja fram breytingar sem torvelda mexíkóskum glæpagengjum að komast yfir morðtólin sem þeir framleiða. Fara Mexíkóar fram á allt að 10 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur af byssuframleiðendunum og strangara eftirlit með útflutningi og sölu á byssum þeirra.
Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.
18.06.2021 - 00:43
Texasbúar mega bera byssur á almannafæri án byssuleyfis
Greg Abbott ríkisstjóri í Texas hefur staðfest lög sem heimila íbúum að bera skotvopn án sérstaks byssuleyfis. Andstæðingar löggjafarinnar segja hættu á ofbeldi aukast með slíkum reglum.
17.06.2021 - 04:49
Skotárásum fjölgað verulega í Svíþjóð frá aldamótum
Dauðsföllum vegna skotárása hefur fjölgað verulega í Svíþjóð frá aldamótum. Landið er það eina í Evrópu þar sem mælst hefur aukning skotárása.
Myndskeið
Aldrei fleiri skotvopn seld í Bandaríkjunum en í fyrra
Yfir fjögur þúsund Bandaríkjamenn hafa verið skotnir til bana það sem af er þessu ári. Aldrei hafa fleiri skotvopn verið seld þar í landi en í fyrra eða tuttugu og þrjár milljónir vopna. Lagabreytingar um bakgrunnsupplýsingar byssukaupenda bíða nú samþykktar öldungadeildar Bandaríkjaþings.
28.03.2021 - 19:24