Færslur: Byssur

Árásarmanna leitað eftir skotárás á Tøyen-torgi í Osló
Mikið lögreglulið leitar nú árásarmanns eða -manna eftir skotárás á Tøyen-torgi í Osló, höfuðborg Noregs. Ungur maður særðist alvarlega í árásinni og var fluttur í skyndingu á sjúkrahús.
22.10.2022 - 22:23
Baldwin nær samkomulagi við fjölskyldu Hutchins
Alec Baldwin og fjölskylda Halynu Hutchins hafa náð samkomulagi í máli sem höfðað var vegna andláts Hutchins á tökustað í fyrra. Baldwin varð Hutchins að bana þegar hann hleypti af leikmunabyssu sem innihélt venjulegt skot í stað púðurskots. Til stendur að halda framleiðslu vestrans Rust áfram.
Ekki útilokað að Baldwin verði ákærður vegna voðaskots
Svo kann að fara að bandaríski leikarinn Alec Baldwin verði ákærður ásamt þremur öðrum vegna voðaskotsins sem banaði tökustjóranum Halynu Hutchins við tökur á kvikmynd í október í fyrra.
Viðtal
Enginn prentar byssur í geðshræringu
Það er ekki raunveruleg ógn að fólk sé að prenta byssur úr plasti heima hjá sér, að sögn eiganda fyrirtækisins 3D Verk sem selur þrívíddarprentara. Enginn prenti byssur í geðshræringu. Það taki tíma og fólki þurfi að kunna vel á prentarann.
23.09.2022 - 09:26
Átta létust þegar flugvél full af hergögnum brotlenti
Átta flugverjar um borð í vöruflutningaflugvél létust þegar vélin brotlenti í Grikklandi á laugardagskvöld. Frá þessu greindi Nebojsa Stefanovic, varnarmálaráðherra Serbíu í morgun. Vélin var á leið með farm frá Serbíu til Bangladess.
17.07.2022 - 23:01
Kæra bann við byssuauglýsingum
Útgáfufyrirtæki í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur kært stjórnvöld í Kaliforníu fyrir að banna vopnaframleiðeindum að beina auglýsingum til barna. Telja kærendur þetta ganga í bága við stjórnarskrá landsins.
09.07.2022 - 08:40
Sjónvarpsfrétt
Telur að þurfi að endurmeta eftirlit með skotvopnum
Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningadeildar, segir að þurfi að huga ætti betur að eftirliti með skotvopnum hér á landi. Reynt sé að fylgjast með torkennilegri hegðun á samfélagsmiðlum.
Biden ávarpar þjóð sína vegna skotárása – „Nóg komið!“
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina í dag í tilfinningaþrunginni ræðu. Hann ítrekaði ákall til löggjafans um að herða skotvopnalög í landinu og minnti á fórnarlömb mannskæðra skotárása á síðustu vikum.
Fjórir látnir eftir skotárás á sjúkrahúsi í Oklahoma
Fjórir létust eftir skotárás í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld, miðvikudag. Maður vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu er sagður hafa hafið skothríð inni í Sankti Francis sjúkrahúsinu í borginni Tulsa og skotið þrjá til bana.
02.06.2022 - 00:34
Trudeau vill herða lög um byssueign í Kanada
Stjórnvöld í Kanada kynntu í gær, mánudag, tillögu að hertri löggjöf um byssueign þar í landi. Verði frumvarpið að lögum verður óheimilt að kaupa, selja eða flytja skambyssur inn til landsins. Að auki verður takmarkað verulega aðgengi að eftirlíkingum af byssum eða leikföngum sem líta út eins og skotvopn.
31.05.2022 - 01:12
Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.
Krefst fangelsis yfir lögreglumönnum sem bönuðu stúlku
Faðir fjórtán ára stúlku sem lögreglumenn skutu til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum krefst þess að þeir verði dæmdir í fangavist fyrir verknaðinn.
Eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu í flugstöð
Maður á fimmtugsaldri er eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu sem hann hafði í fórum sínum á flugvelli við Atlantaborg í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað meðan starfsmaður í flugstöðinni var að gegnumlýsa tösku byssueigandans.
Baldwin um voðaskotið: „Einn á móti billjón“
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin, sem skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana á dögunum og særði leikstjóra myndarinnar sem þau unnu að, ræddi voðaskotið við fréttamenn í fyrsta sinn í dag og sagði hafa verið fullvissaður um að byssan sem hann hleypti af væri tóm. Líkurnar á svona atburði væru stjarnfræðilega litlar. Gerð kvikmyndarinnar hefur verið hætt.
30.10.2021 - 23:08
Hefur ekki hugmynd um hvers vegna skot var í byssunni
Hannah Gutierrez-Reed, vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana 21. október síðastliðinn.
Viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vel
Aðstoðarleikstjórinn sem rétti leikaranum Alec Baldwin byssu við gerð kvikmyndarinnar Rust á dögunum hefur viðurkennt að hafa ekki kannað fyllilega hvort hún væri hlaðin. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar sem unnin er upp úr gögnum rannsóknar málsins.
27.10.2021 - 23:53
Halls sagt upp vegna brota á skotvopnareglum árið 2019
Dave Halls, aðstoðarleikstjóra vestrans Rust var sagt upp störfum við kvikmyndaverkefni árið 2019 vegna brota á öryggisreglum varðandi skotvopn. Mjög strangar reglur gilda um notkun skotvopna á tökustöðum kvikmynda.
25.10.2021 - 23:54
Minningarathöfn um Halynu Hutchins haldin í dag
Minningarathöfn var haldin í Bandaríkjunum í dag um kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins sem lést af völdum voðaskots á fimmtudaginn var, 42 ára að aldri.
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Fyrrum leyniskytta framdi fjöldamorð í Flórída
Fyrrverandi leyniskytta í Bandaríkjaher skaut fernt til bana í Flórída í Bandaríkjunum í gær. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann framdi ódæðið.
06.09.2021 - 04:49
Spegillinn
Mexíkóstjórn í mál við bandaríska byssuframleiðendur
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. 
01.09.2021 - 14:12
Höfða mál á hendur bandarískum byssuframleiðendum
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur sex bandarískum byssuframleiðendum, með það fyrir augum að knýja fram breytingar sem torvelda mexíkóskum glæpagengjum að komast yfir morðtólin sem þeir framleiða. Fara Mexíkóar fram á allt að 10 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur af byssuframleiðendunum og strangara eftirlit með útflutningi og sölu á byssum þeirra.
Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.
18.06.2021 - 00:43
Texasbúar mega bera byssur á almannafæri án byssuleyfis
Greg Abbott ríkisstjóri í Texas hefur staðfest lög sem heimila íbúum að bera skotvopn án sérstaks byssuleyfis. Andstæðingar löggjafarinnar segja hættu á ofbeldi aukast með slíkum reglum.
17.06.2021 - 04:49
Skotárásum fjölgað verulega í Svíþjóð frá aldamótum
Dauðsföllum vegna skotárása hefur fjölgað verulega í Svíþjóð frá aldamótum. Landið er það eina í Evrópu þar sem mælst hefur aukning skotárása.

Mest lesið