Færslur: Byggingareglugerð

Sjónvarpsfrétt
Ákvæði um birtuskilyrði hornreka í regluverki bygginga
Allt er opið fyrir hræðileg skilyrði birtu og skugga á nýbyggingasvæðum, segir sérfræðingur í lýsingu, því að hvorki sé kveðið á um slíkt í skipulagi eða byggingareglugerð. Hann hefur áhyggjur af hæð húsa og þéttri byggð. Sjálfstæðismenn gagnrýndu skuggavarp þegar deiliskipulag Heklureits í Reykjavík var samþykkt í liðinni viku.
OECD: Kröfur um aðgengi fyrir alla verði endurskoðaðar
OECD telur að endurskoða þurfi kröfur um aðgengi fyrir alla í byggingaregluverki, til dæmis reglur um að húsnæði með lyftu þurfi að lúta reglum um algilda hönnun. Þetta kemur fram í nýju samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi.
Að byggja sjálfur
Fyrrum ráðherra færir fórnir fyrir drauminn
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, ákvað að hlusta ekki á þá sem sögðu henni að það væri liðin tíð að það væri hægt að byggja sjálfur á Íslandi. Hún og maðurinn hennar, sem er framhaldsskólakennari, keyptu lóð í Mosfellsbæ árið 2016 og tóku fyrstu skóflustunguna að rúmlega 150 fermetra, íslenskum burstabæ árið 2017. Torfþakið verður klárað í sumar. Þau gerðu margt sjálf og færðu ýmsar fórnir fyrir drauminn, bjuggu um tíma í hjólhýsi á lóðinni og voru án sturtu í fimm mánuði.
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: Í garðinum hjá M og P
Fjölskylda á Kjalarnesi gekk með hugmyndina í maganum í nokkur ár, ákvað svo, eftir að byggingareglugerðin var rýmkuð, að láta slag standa og reisti 35 fermetra hús í garðinum. Í haust flutti elsti sonurinn, 19 ára, inn. Í Reykjavík er þetta sjaldnast möguleiki, það er of lítið pláss á lóðunum. Borgin horfir til annarra leiða til að fjölga íbúðum í grónum hverfum og nýtt hverfisskipulag í Árbæ gerir ráð fyrir að fólk geti breytt bílskúrum í leiguíbúðir.