Færslur: Byggðasafn Skagfirðinga

Landinn
Maður með þrjá hatta
„Þetta er annar af tveimur legsteinum sem sagt er að Myllu-Kobbi hafi gert fyrir sitt eigið leiði," segir Inga Katrín D. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga. „Það er líklegt að hann hafi ekki verið sáttur við hann vegna þess að það hefur ekki verið pláss fyrir allan textannn framan á steininum og þvi þurfti hann að klára verkið aftan á honum, sem þótti kannski ekki nógu fínt."