Færslur: Byggðamál

Mikið byggt á Hvammstanga eftir langt hlé
Húsbyggingar eru hafnar af krafti á Hvammstanga, eftir langt hlé. 18 lóðum hefur verið úthlutað þar á einu ári og segir sveitarstjórinn að allt bendi til að framhald verði á.
24.04.2018 - 12:07
Lykilatriði að veiðarnar verði ekki stöðvaðar
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda tekur undir áhyggjur af því að fyrirhugaðar breytingar á strandveiðum geti bitnað á landsvæðum þar sem meginveiðin er seinni hluta sumars. Til að svo verði ekki þurfi að fella út ákvæði um að stöðva megi veiðarnar, fari þær yfir leyfilegan heildarafla.
13.04.2018 - 13:40
Telja frumvarpið geta kollvarpað strandveiðum
Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða geti kollvarpað strandveiðum og skaðað smærri sjárvarbyggðir. Breytingarnar geti þýtt að strandveiðar leggist af á landsvæðum þar sem megin veiðin er seinni hluta sumars.
12.04.2018 - 16:40
Góð mæting á íbúafundi um sameiningu
Talsverður áhugi virðist á meðal íbúa í Austur-Húnavatnssýslu á sameiningu sveitarfélaga í sýslunni. Á  þriðja hundrað mættu á kynningarfundi um sameininguna. Formaður sameiningarnefndar segir þó enn mikla vinnu eftir.
10.04.2018 - 12:56
Sveitafólki fjölgar í fyrsta sinn í 150 ár
Íbúum í sveitum landsins fer nú fjölgandi í fyrsta sinn í 150 ár. Prófessor í félagsfræði segir að fólk geti nú ráðið meira hvar það býr á tímum breyttrar tækni og með fjölgun ferðamanna. Fjöldi í strjálbýli við höfuðborgarsvæðið hefur nær tvöfaldast á sjö árum.
28.03.2018 - 12:00
„Nóg komið af skýrslum - látum verkin tala“
Fulltrúar sveitarfélagsins Langanesbyggðar ganga á fund Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í dag til að kynna hugmyndir til að bjarga byggðinni á Bakkafirði. Sveitarstjórinn segir nóg komið af því að tala um vandann, nú þurfi að framkvæma.
13.03.2018 - 12:32
Neita tugmilljarða ábyrgð vegna Finnafjarðar
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa hafnað því að taka á sig tugmilljarða króna ábyrgðir við uppbyggingu stórskipahafnar við Finnafjörð á Langanesi. Þess var krafist að sveitarfélögin tryggðu að óstofnað félag um framkvæmdina geti ekki orðið fyrir fjárhagslegum áföllum.
01.02.2018 - 14:19
Nýir samningar við atvinnuþróunarfélögin
Byggðastofnun hefur gert nýja samstarfssamninga við átta atvinnuþróunarfélög til næstu fimm ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir mikilvægt að efla byggðamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landið.
31.01.2018 - 15:58
Verkefni Byggðastofnunar lokið á Raufarhöfn
Um áramót lýkur verkefninu um brothættar byggðir á Raufarhöfn. Verkefnastjóri hjá Byggðastofnun segir æskilegt að heimamenn viðhaldi verkefninu, en forsvarsmenn Norðurþings vilja fyrst sjá hvernig Byggðastofnun skilar af sér.
28.12.2017 - 18:00
Skoðar námslánaafslátt til að efla byggðir
Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, hyggst kanna hvort rétt sé að nota námslánakerfið til að hvetja fólk til að setjast að í dreifðum byggðum landsins. Þannig gæti fólk sótt um afslátt af lánunum gegn því að búa í tiltekinn tíma, til dæmis tólf mánuði, á skilgreindum „aðgerðasvæðum“ þar sem sérfræðimenntað fólk skortir. Lilja horfir til Noregs eftir fyrirmynd að kerfinu og segir í Fréttablaðinu í dag að þar hafi það skilað talsverðum árangri.
05.12.2017 - 06:22
Þurfa sífellt að leita nýrra leiða í búskapnum
Bændur þurfa nú sífellt að leita nýrra leiða og aukinna tækifæra í búskapnum til að lifa af. Þetta segir bóndi í Víðidal sem í dag flytur erindi á ráðstefnu um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra. Verðfall til sauðfjárbænda í haust hafi ýtt undir þessa þróun.
20.10.2017 - 12:27
Mikið byggt af íbúðum á Húsavík
Tæplega fimmtíu íbúðir eru nú á teikniborðinu eða í byggingu á Húsavík. Talið er að annað eins þurfi að byggja til að fullnægja þörf fyrir íbúðarhúsnæði þar næstu ár.
09.10.2017 - 09:09
Grímsey enn í vanda þrátt fyrir aðgerðir
Aðgerðir sem gripið var til fyrir tæpum tveimur árum, og áttu að styðja við byggð í Grímsey, eru ekki taldar hafa borið tilætlaðan árangur. Fólki fækkar í eyjunni og þar skortir sérstaklega ungt fólk.
04.10.2017 - 19:11
Lóðir í nágrenni Akureyrar rjúka út
Eftirspurn er eftir byggingalóðum í nágrannasveitarfélögum Akureyrar hefur aukist mikið upp á síðkastið. Tugir lóða hafa nú verið skipulagðir á vegum sveitarfélaganna auk þess sem landeigendur bjóða íbúðalóðir í auknum mæli.
23.08.2017 - 11:57
Grunnstoðir Árneshrepps á ystu nöf
Óvíst er hvort skólastarf verði áfram í Árneshreppi í vetur. Eitt barn er skráð í Finnbogastaðaskóla, grunnskóla hreppsin. Þrjú til viðbótar eiga þar lögheimili en óljóst hvort þau búi þar í vetur. Ekki er búið að ráða skólastjóra til starfa fyrir veturinn. Sömuleiðis er verslun í Árneshreppi erfið og óljóst hvort útibú kaupfélagsins standi undir rekstri, vegna fólksfækkunar. Þannig eru tvær grunnstoðir sveitarfélagsins komnar á ystu nöf, segir Ingólfur Benediktsson, varaoddviti Árneshrepps.
28.07.2017 - 14:33
Ungt fólk á Austurlandi lætur til sín taka
Um helgina fer fram ráðstefna á Borgarfirði eystra þar sem ungu fólki á Austurlandi gefst tækifæri til að ræða byggðamál og framtíð fjórðungsins á eigin forsendum. Formaður félagsins Ungt Austurland segir að allt of margir telji að unga fólkinu komi slík málefni ekki við.
08.04.2017 - 15:33
„Við trúum ekki öðru en að þessu verði breytt“
Sveitarstjórnarmaður á Borgarfirði eystra segir að erfitt sé að standa í uppbyggingu sem byggist á góðum samgöngum ef ekki er hægt að treysta samþykktum áætlunum í vegamálum. Undirbúningur vatnsverksmiðju á Borgarfirði krefjist þess að fyrirhugaðar vegabætur verði að veruleika.
06.03.2017 - 12:34
Unnið að stofnun menntaseturs í Hrísey
Unnið er að því að koma á stofn menntasetri í Hrísey. Í því felst að fólk hvaðanæva af landinu geti dvalið tímabundið í Hrísey og sinnt sínu fjarnámi þaðan. Þá opnist ýmsir námsmöguleikar fyrir heimafólk í eynni.
09.12.2016 - 19:29
Telja úthlutun byggðakvóta „stórundarlega“
Sveitarstjórn Skagastrandar mótmælir harðlega úthlutun á byggðakvóta til sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur úthlutunina með öllu óásættanlega og finnst hún „stórundarleg“.
23.11.2016 - 15:42
Almenni byggðakvótinn dregst saman
Almennur byggðakvóti fiskveiðiársins dregst saman um rúm 22% frá síðasta fiskveiðiári. Ástæðan er m.a. aukning á sértækum byggðakvóta og loðnubrestur á síðustu vertíð.
10.11.2016 - 13:44
Meira ekið um Öxi en þrjá fjallvegi til samans
Oddviti Djúpavogshrepps segir að nýsamþykkt samgönguáætlun bindi hendur stjórnvalda í því að hefja undirbúning og útboð á nýjum vegi yfir Öxi. Umferðartölur sýni að malarvegurinn um Öxi sé meira ekinn en þrír uppbyggðir fjallvegir á Norðausturlandi til samans.
19.10.2016 - 14:47
Óvenju mikið byggt af íbúðum á Sauðárkróki
Á fjórða tug íbúða er ýmist í byggingu eða í undirbúningi á Sauðárkróki. Þar hefur ekki verið byggt meira í áratugi. Formaður byggðarráðs Skagafjarðar telur að barátta heimamanna í byggðamálum sé að skila árangri.
10.10.2016 - 09:40
Þriggja fasa rafmagn nauðsynlegt í dreifbýli
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir það standa atvinnuþróun í sveitum landsins fyrir þrifum að ekki sé aðgangur að þriggja fasa rafmagni. Það sé ekki síður áríðandi en gott gagnasamband um ljósleiðara.
19.09.2016 - 15:26
Þarf að loka ef ekki fæst þriggja fasa rafmagn
Ung hjón sem keyptu jörð á Austfjörðum og hófu þar matvælaframleiðslu gætu þurft að hætta við allt saman því ekkert þriggja fasa rafmagn er í sveitinni. Öll raftæki til framleiðslunnar eru gerð fyrir slíkt rafmagn.
16.09.2016 - 16:53
Karlar fleiri á áhrifasvæði Alcoa Fjarðaáls
Körlum hefur fölgað meira en konum á áhrifasvæði álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og hlutfall erlendra íbúa hefur aukist næst álverinu á rekstrartíma þess. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var á Byggðaráðstefnunni 2016 á Breiðdalsvík.
14.09.2016 - 22:00