Færslur: Byggðakvóti
Vilja sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker
Byggðastofnun getur ekki orðið við ósk byggðarráðs Norðurþings um að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til Kópaskers. Mikilvægt þykir að auka aflaheimildir á Kópaskeri, en almennur byggðakvóti þar fari minnkandi.
12.10.2020 - 11:57
Almennum byggðakvóta fiskveiðiársins úthlutað
Almennur byggðakvóti yfirstandandi fiskveiðiárs verður tæp fimm þúsund og fjögur hundruð þorskígildistonn. Fjörutíu og fimm byggðarlög fá úthlutað byggðakvóta.
09.01.2020 - 12:34
Byggðastofnun ráðstafar aflamarki Flateyrar
Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að úthluta sérstöku aflamarki sem er eyrnamerkt Flateyri til Íslandssögu ehf. og nokkurra samstarfsaðila.
19.12.2019 - 18:15
„Það er ofboðslegur kraftur í fólkinu þarna“
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir mikinn hug í íbúum Grímseyjar þrátt fyrir erfiða stöðu. Hún hefur undanfarnar vikur átt fundi með öllum fjölskyldum Grímseyjar um stöðu byggðarinnar.
13.11.2019 - 14:08
Grímseyingar áhyggjufullir
Íbúar í Grímsey hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn á eynni en allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf., hefur verið selt. Með sölunni fer nær helmingur þeirra aflaheimilda, sem útgerðarfyrirtæki í Grímsey ráða yfir, frá eyjunni. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
15.10.2019 - 19:30
Byggðakvótinn til endurskoðunar
Á næstu vikum skilar hópur um endurskoðun byggðakvótans tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra. Endurskoðunin á bæði við um almenna byggðakvótann og sértækan kvóta Byggðastofnunar. Til greina kemur að sameina kerfin tvö.
30.05.2017 - 16:25
Byggðakvótinn seldur á almennum markaði
Útgerðaraðilar á Vopnafirði selja megnið af bolfiskafla í kvóta á almennum markaði vegna skorts á vinnslu í bæjarfélaginu. 550 tonnum af byggðakvóta var úthlutað í bæjarfélaginu á síðasta fiskveiðiári. Fiskistofa sinnir eftirliti illa að mati sveitarstjóra Vopnafjarðar en grásleppuafli bæjarins er væntanlega misskráður á Akranesi. Þrátt fyrir að vinnsla sé ekki tryggð í bæjarfélaginu fær Vopnafjarðarhreppur tæp 200 tonn í úthlutun Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins á byggðakvóta í ár.
15.12.2015 - 18:05
Aukinn byggðakvóti í Þorlákshöfn
Byggðakvóti til sunnlenskra sveitarfélaga eykst um nærri 150 þorskígildistonn á næsta fiskveiðiári. Sunnlenskar hafnir eru fáar, svo þetta þýðir meira en tvöföldun byggðakvóta í sunnlenskum höfnum samanlagt. Aukningin er einkum í Ölfusi, 152 tonn ganga til Þorlákshafnar þar sem enginn byggðakvóti var síðasta ár.
13.11.2015 - 16:08