Færslur: Byggðakvóti

Vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í Grímsey
Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir því að veitt verði undanþága frá reglugerð um úthlutun byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Vinnsluskylda á byggðakvóta verði felld niður í sérreglum Akureyrarbæjar um úthlutun byggðakvóta í Grímsey.
17.01.2022 - 16:24
„Það væri hægt að tryggja strandveiðar út ágúst“
Strandveiðar við Íslandsstrendur verða að óbreyttu stöðvaðar á morgun þegar aflaheimildir klárast, er fram kemur í tilkynningu frá Fiskistofu. Óvenju vel hefur veiðst af þorski í ágúst eða um 70% meira en á sama tíma í fyrra. Örn Pálsson formaður Félags íslenskra smábátaeigenda hefur kallað eftir því að byggðakvóti verði notaður svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar.
Vilja sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker
Byggðastofnun getur ekki orðið við ósk byggðarráðs Norðurþings um að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til Kópaskers. Mikilvægt þykir að auka aflaheimildir á Kópaskeri, en almennur byggðakvóti þar fari minnkandi.
12.10.2020 - 11:57
Almennum byggðakvóta fiskveiðiársins úthlutað
Almennur byggðakvóti yfirstandandi fiskveiðiárs verður tæp fimm þúsund og fjögur hundruð þorskígildistonn. Fjörutíu og fimm byggðarlög fá úthlutað byggðakvóta.
Byggðastofnun ráðstafar aflamarki Flateyrar
Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að úthluta sérstöku aflamarki sem er eyrnamerkt Flateyri til Íslandssögu ehf. og nokkurra samstarfsaðila.
19.12.2019 - 18:15
Viðtal
„Það er ofboðslegur kraftur í fólkinu þarna“
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir mikinn hug í íbúum Grímseyjar þrátt fyrir erfiða stöðu. Hún hefur undanfarnar vikur átt fundi með öllum fjölskyldum Grímseyjar um stöðu byggðarinnar.
13.11.2019 - 14:08
Grímseyingar áhyggjufullir
Íbúar í Grímsey hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn á eynni en allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf., hefur verið selt. Með sölunni fer nær helmingur þeirra aflaheimilda, sem útgerðarfyrirtæki í Grímsey ráða yfir, frá eyjunni. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
15.10.2019 - 19:30
Byggðakvótinn til endurskoðunar
Á næstu vikum skilar hópur um endurskoðun byggðakvótans tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra. Endurskoðunin á bæði við um almenna byggðakvótann og sértækan kvóta Byggðastofnunar. Til greina kemur að sameina kerfin tvö.
30.05.2017 - 16:25
Byggðakvótinn seldur á almennum markaði
Útgerðaraðilar á Vopnafirði selja megnið af bolfiskafla í kvóta á almennum markaði vegna skorts á vinnslu í bæjarfélaginu. 550 tonnum af byggðakvóta var úthlutað í bæjarfélaginu á síðasta fiskveiðiári. Fiskistofa sinnir eftirliti illa að mati sveitarstjóra Vopnafjarðar en grásleppuafli bæjarins er væntanlega misskráður á Akranesi. Þrátt fyrir að vinnsla sé ekki tryggð í bæjarfélaginu fær Vopnafjarðarhreppur tæp 200 tonn í úthlutun Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins á byggðakvóta í ár.
15.12.2015 - 18:05
Aukinn byggðakvóti í Þorlákshöfn
Byggðakvóti til sunnlenskra sveitarfélaga eykst um nærri 150 þorskígildistonn á næsta fiskveiðiári. Sunnlenskar hafnir eru fáar, svo þetta þýðir meira en tvöföldun byggðakvóta í sunnlenskum höfnum samanlagt. Aukningin er einkum í Ölfusi, 152 tonn ganga til Þorlákshafnar þar sem enginn byggðakvóti var síðasta ár.
13.11.2015 - 16:08