Færslur: Búnaðarbankinn

Myndskeið
MDE skoðar rannsóknarnefnd
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhauser að einkavæðingu Búnaðarbankans til skoðunar. Ríkið þarf meðal annars að svara því hvort störf nefndarinnar hafi haft ígildi sakamálarannsóknar og hvort Ólafur hafi notið réttarverndar samkvæmt því.
Viðtal
Bakkavararbræður taldir eiga Dekhill Advisors
Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir voru að líkindum eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors, sem hagnaðist um milljarða á einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Þetta er mat starfsmanna Skattrannsóknastjóra, að því er fullyrt er í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking.
15.11.2018 - 08:51
Fréttaskýring
Telja ólíklegt að nýjar upplýsingar komi fram
Ólíklegt er að rannsókn á einkavæðingu bankanna myndi leiða eitthvað nýtt í ljós nema fram kæmu ný gögn eða að einhverjir þeirra sem tóku þátt í henni kæmu fram með nýjar upplýsingar. Þetta segja fyrrverandi nefndarmaður í rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna og fyrrverandi starfsmaður þeirrar nefndar og rannsóknarnefndarinnar sem rannsakaði aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum. Þeir leggja þó áherslu á að slíkt sé ekki hægt að útiloka.
01.03.2018 - 15:57
Ný undirnefnd fer yfir Búnaðarbankaskýrslu
Ný undirnefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var kosin á fundi nefndarinnar í síðustu viku. Hún fær það verkefni að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar um Búnaðarbankann sem kynnt var í mars í fyrra. Ekki tókst að klára þá vinnu áður en síðasta ríkisstjórn sprakk og efnt var til kosninga síðastliðið haust.
23.01.2018 - 17:25
Fundurinn í heild
Ólafur og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Ólafur Ólafsson í Samskipum var lykilmaður í þeim blekkingum sem íslensk stjórnvöld og almenningur voru beitt við þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum af ríkinu. Ólafur kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 17. maí til að greina frá sinni hlið málsins. Hér birtir fréttastofa upptöku af fundinum í heild sinni.
01.06.2017 - 09:58
Viðtalið við Ólaf Ólafsson í heild
Ólafur Ólafsson segist ekki hafa hugmynd um hver eigi félagið Dekhill Advisors sem fékk hinn helminginn af hagnaðinum af viðskiptum með hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. „Spurðu stjórnendur Kaupþings eða forsvarsmenn þýska bankans,“ sagði Ólafur í viðtali sem birtist í Kastljósi í gærkvöld. Hér er viðtalið í heild sinni.
18.05.2017 - 13:02
Segir þátttöku Finns engin áhrif hafa haft
Ólafur Ólafsson fjárfestir segir S-hópinn ekki hafa notið þess að hafa Finn Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknarflokksins, innan sinna raða þegar hópurinn keypti tæplega helmingshlut í Búnaðarbankanum 2003.
17.05.2017 - 23:02
Viðtal
Ólafur:„Spurðu stjórnendur Kaupþings“
Ólafur Ólafsson segir það ekki vera eftirsóknarvert að vera spurður spjörunum úr óundirbúinn, eins og hann hafi gert á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í dag. Hann ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann hefði ekki hugmynd hver ætti félagið Dekhill sem fékk hinn helminginn af hagnaðinum af þessum viðskiptum. „Spurðu stjórnendur Kaupþings eða forsvarsmenn þýska bankans.“
17.05.2017 - 20:06
Lilja: „Ólafur gat ekki hrakið blekkinguna“
Vilhjálmur Bjarnason, sem sat fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með Ólafi Ólafssyni í dag í fjarveru Brynjars Níelssonar, segir fundinn í dag hafa verið algjörlega tilgangslausan. Lilja Alfreðsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, er þessu ekki sammála. Í ljós hafi komið að Ólafur gat ekki hrakið niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis - að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser hafi verið blekking.
17.05.2017 - 19:34
Ótrúverðugt að H&A hafi verið eigandi
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, spurði hvort Ólafi Ólafssyni þætti trúverðugt að þýski bankinn Hauck & Aufhauser hafi verið raunverulegur eigandi að hlut í Búnaðarbankanum þegar hann fær eina milljón evra úr krafsinu en Welling & Partner fær 111 milljónir bandaríkjadala. Ólafur sagði að ávinningur tengist áhættu en þetta hafi ekki verið blekking.
17.05.2017 - 17:38
Segist ekki vita hver á Dekhill Advisors
Ólafur Ólafsson segist ekki hafa hugmynd um hver er eigandi Dekhill advisors, félagið sem virðist enn vera til í svissneska Julius Bär-bankanum. Hann var spurður hvers vegna hann hafi ekki viljað mæta fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Hann segist hafa viljað láta á það reyna fyrir dómstólum hvort hann þyrfti að mæta. 
17.05.2017 - 16:44
„Ég átti von á nýjum gögnum“
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti vara­for­maður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, furðaði sig á því að Ólafur Ólafsson leggði ekki fram ný gögn í máli á fundi nefndarinnar. Ólafur segir mikilvægt að huga að túlkun rannsóknarnefndar Alþingis á þeim gögnum sem fyrir liggja.
17.05.2017 - 16:22
Ringulreið á nefndarsviði Alþingis
Fyrirhuguðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis með Ólafi Ólafssyni fjárfesti hefur verið frestað vegna ágangs fjölmiðla. Svo virðist sem að starfsmenn Alþingis hafi vanmetið áhuga fjölmiðla á framsögu Ólafs Ólafssonar, þannig að nokkrum fjölmiðlum var vísað úr nefndarherberginu þar sem fundurinn átti að fara fram, vegna plássleysis.
17.05.2017 - 15:32
Bein lýsing
Ólafur á fund þingnefndar
Kaupsýslumaðurinn Ólafur Ólafsson mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem hann hyggst greina frá sinni hlið varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum. Ný skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýndi fram á að allir hefðu verið blekktir þegar 45,8% hlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur í janúar 2003. Og að þýski bankinn hefði aldrei verið fjárfestir, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi.
17.05.2017 - 13:28
Ólafur birtir ávarp á vefsíðu sinni
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur birt á vefsíðu sinni 45 mínútna ávarp þar sem hann skýrir sína hlið á einkavæðingu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003.
17.05.2017 - 12:18
Ný gögn
Leynifélag sem fékk milljarða virðist enn til
Leynifélagið Dekhill Advisors, sem fékk milljarða króna inn á svissneskan bankareikning vegna viðskipta með hlutabréf í Búnaðarbankanum 2006, virðist enn vera til. Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá Julius Bär-bankanum í Sviss. Ekki er útilokað að íslensk yfirvöld geti fengið þær upplýsingar.
16.05.2017 - 18:00
Ólafur búinn að skila gögnum til nefndarinnar
Ólafur Ólafsson hefur afhent stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis þau gögn sem hann hyggst kynna á fundi með nefndinni á morgun. Algjör trúnaður ríkir um gögnin og engar upplýsingar fást hvort þau varpi nýju ljósi á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum.
16.05.2017 - 17:00
Búnaðarbankinn
Segir óhugsandi að hann hafi blekkt ríkið
Ólafur Ólafsson í Samskipum segir óhugsandi að hann hafi blekkt ríkið við kaup á hlut í Búnaðarbankanum 2003. Þetta kemur fram í bréfi hans til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann fullyrðir að hann hafi ekki notið andmælaréttar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
11.05.2017 - 12:16
Búnaðarbankinn
Ólafur fyrir þingnefnd á miðvikudaginn
Ólafur Ólafsson í Samskipum kemur á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudaginn. Þetta staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, framsögumaður nefndarinnar í umfjöllun um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans.
10.05.2017 - 12:28
Ólafur fær fund sem verður opinn fjölmiðlum
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að verða við beiðni Ólafs Ólafssonar um fund með nefndinni. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum. Nefndin ákvað þetta á fundi sínum í morgun, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar, sem fer fyrir nefndinni í umfjöllun hennar um einkavæðingu Búnaðarbankans.
04.05.2017 - 11:50
Ólafur búinn að óska eftir fundi með nefndinni
Ólafur Ólafsson hefur formlega farið þess á leit við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hann fái að mæta á fund hennar til að ræða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum árið 2003.
04.05.2017 - 08:46
Búnaðarbankinn
Brynjar rukkaði Ólaf um frekari upplýsingar
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnar Alþingis, segir að engin formleg beiðni hafi enn borist frá Ólafi Ólafssyni fjárfesti um að fá að koma fyrir nefndina. Í samtali við fréttastofu segir Brynjar að hann hafi hringt í Ólaf eftir síðasta fund nefndarinnar á þriðjudaginn til að fá frekari upplýsingar hjá honum um hverju hann vill koma á framfæri við nefndina.
27.04.2017 - 09:47
Fréttaskýring
Rannsóknin á einkavæðingu bankanna
Uppljóstranir rannsóknarnefndar Alþingis um leikinn sem settur var á svið við kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafa orðið til að aftur er kallað eftir rannsókn. Að þessu sinni heildarrannsókn á því hvernig staðið var að sölu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2002; stefnumótun, ákvarðanatöku, framkvæmd og afleiðingum. Þeirri spurningu er þó enn ósvarað hvort slíkt sé líklegt til árangurs.
15.04.2017 - 18:38
Búnaðarbankinn
Finnst líklegt að erindi Ólafs verði vel tekið
Jón Steindór Valdimarsson, sem fer fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis við umfjöllun um einkavæðingu Búnaðarbankans, telur að ósk Ólafs Ólafssonar um að hann fái að koma fyrir nefndina og tjá sig um málið verði vel tekið.
12.04.2017 - 18:19
Búnaðarbankinn
Ólafur vill mæta fyrir stjórnskipunarnefnd
Ólafur Ólafsson hefur óskað eftir því að fá að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og tjá sig þar um einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands fyrir fimmtán árum. Hann segist telja mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem hann hafi ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður séu dregnar af í rannsóknarskýrslunni.
12.04.2017 - 17:28