Færslur: Bryndís Haraldsdóttir

Sjónvarpsfrétt
Aðkoma Alþingis skýlaus krafa
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé afar næmur fyrir öllum aðgerðum sem stjórnvöld boði. Þingmenn gagnrýndu harðlega litla aðkomu Alþingis að ákvörðunum stjórnvalda, það ætti að vera skýlaus krafa þingmanna að fjalla um þær aðgerðir.
Nánast ómögulegt að fá að renna saman við haf eða fjöll
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir nánast ómögulegt hér á landi að fá að ráða sínum næturstað inn í eilífðina. Ríkisvaldið ákveði að jarðsett skuli í kirkjugarði eða hægt sé að sækja um að brenna líkamsleifar, um þetta gildi strangar reglur. Hún segist hafa lítinn skilning á aðkomu stjórnsýslunnar að þessum málum.
Spegillinn
Dauðvona eigi kost á dánaraðstoð
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð mikilvægt innlegg í umræðuna um þetta mál. Hún ásamt átta öðrum þingmönnum óskaði eftir skýrslunni. Bryndís segir mikilvægt að dauðvona sjúklingar geti valið þessa leið.
04.09.2020 - 13:32