Færslur: Bruninn á Bræðraborgarstíg

HD Verk fékk ekki myndasafn lögreglu af eldsvoðanum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hafnað kröfu lögmanns HD verks, sem átti Bræðraborgarstíg 1, um aðgang að tilteknum viðaukum við skýrslu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar um eldsvoðann. Þetta voru meðal annars myndir sem starfsfólk HMS tók á síma, myndasafn og skýrsla um eldsupptök frá lögreglu og gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var hins vegar falið að taka til efnislegrar meðferðar beiðni HD Verks um nöfn starfsfólksins sem vann skýrsluna.
Kyrrsetja eignir HD Verk að kröfu aðstandenda
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi fyrr í sumar ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja framgang kyrrsetningar í eigum HD verks hf. úr gildi.
Myndskeið
Gagnrýnir að þurfa að horfa á rústirnar á hverjum degi
Marek Moszczynski, sem var ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, var í dag sýknaður af kröfu um refsingu. Hann var metinn ósakhæfur og verður vistaður á öryggisgeðdeild.
Marek Moszczynski ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun
Marek Moszczynski, sem var meðal annars ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, var rétt í þessu sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var metinn ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun.
Húsið við Bræðraborgarstíg 1 rifið í lok vikunnar
Rífa á það sem eftir stendur af húsinu við Bræðraborgarstíg 1 annað hvort á morgun eða á föstudaginn. Íbúar í hverfinu eru orðnir langþreyttir á að hafa rústirnar fyrir augunum.
02.06.2021 - 16:32
Fer fram á að Marek verði dæmdur í ævilangt fangelsi
Saksóknari fer fram á að Marek Moszczynski, sem er meðal annars ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, verði dæmdur í ævilangt fangelsi. Til vara er þess krafist að hann sæti fangelsisvist í 20 ár og telji dómurinn hann ósakhæfan, eins og þeir geðlæknar sem lögðu mat á andlegt ástand hans telja hann vera, verði hann vistaður á öryggisgeðdeild.
05.05.2021 - 11:34
Skoðuðu upptökur af bensínkaupendum
Lögreglan skoðaði myndbandsupptökur frá bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg með það fyrir augum að kanna hverjir hefðu keypt bensínbrúsa í aðdragandanum. Ekki er talið að Marek Moszczynski sjáist á upptökunum.
Málflutningi frestað vegna veikinda
Síðasta degi aðalmeðferðar í máli gegn Marek Moszczynski, sem er ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku vegna veikinda.
30.04.2021 - 11:56
Taldi sig vera með illkynja æxli þegar bruninn varð
Geðlæknir sem lagði mat á sakhæfi Mareks Moszczynski, sem er ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, segir engan vafa um að Marek sé ósakhæfur. Hann hafi mögulega farið í geðrofsástand eftir að hafa fengið fregnir um að hann gæti verið með illkynja æxli í maga.
28.04.2021 - 12:09
„Komst út á hnjánum með brennd hné og brennt bak“
Íbúi á annarri hæð á Bræðraborgarstíg 1, sem brann síðasta sumar, lýsti því fyrir dómi í dag að hann hefði komist út úr brennandi húsinu á hnjánum og brunnið á baki hnjám og höndum. Hann þurfti húðágræðslu og lá á spítala í um tvo mánuði á spítala. Þar af var honum haldið sofandi í einn mánuð.
28.04.2021 - 10:25
Íkveikja „eina rökrétta skýringin“
Lögreglumennirnir sem voru fyrstir á vettvang að Bræðraborgarstíg 1 síðasta sumar lýstu mikilli ringulreið og erfiðum aðstæðum í brunanum í vitnaleiðslum í dag. Lögreglumaðurinn sem ræddi við fyrstu vitni sagði að fljótlega hafi verið talið að um íkveikju væri að ræða og að nágranni hafi um leið talið sig vita hver kveikti í.
​​​​​​​„Snýst á hlið og fer með hausinn utan í gáminn“
Íslenskt par, sem bjó á neðstu hæð á Bræðraborgarstíg 1, segist ekki hafa átt þátt í því að kveikja í húsinu síðasta sumar. Þau hjálpuðust að við að setja ruslagám upp að húsinu til að fólk gæti stokkið út af efri hæðum.
27.04.2021 - 10:13
Myndskeið
Birtist á glugganum „alveg trítilóður“
Vinnuveitandi Marek Moszczynskis til nokkurra mánaða, segir hann hafa verið trítilóðan og reiðan daginn sem bruninn varð. Hann hafi gjörbreyst eftir sjúkrahúsdvöl vegna magasárs nokkrum dögum fyrir brunann. Marek sem 64 ára, er ákærður fyrir að bana þremur og tilraun til manndráps á tíu öðrum fyrir að hafa kveikt í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar.
Viðamesta morðmál Íslands: „Ég er saklaus“
Marek Moszczynski, 64 ára gamall Pólverji, sem ákærður er fyrir þrefalt morð og tífalda manndrápstilraun eftir að hafa kveikt í húsi að Bræðrabrogarstíg 1 síðasta sumar, sagðist saklaus í dag þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem maður er ákærður fyrir að bana þremur á Íslandi.
Kalla eftir ítarlegri kortlagningu óleyfisbúsetu
Samráðsvettvangur um brunavarnir í íbúðum telur að draga megi mikinn lærdóm af brunanum við Bræðraborgarstíg 1 og kallar eftir því að óleyfisbúseta verði kortlögð með ítarlegum hætti. Þá skuli endurskoða heimildir til fjöldaskráningar lögheimilis í íbúðarhúsnæði og meta hvort heimila skuli tímabundna aðsetursskráningu í atvinnuhúsnæði sem uppfyllir kröfur um öryggi.
Myndskeið
Bræðraborgarstígsbruninn: Metinn ósakhæfur
Karlmaður á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa kveikt í húsi á Bræðraborgarstíg síðasta sumar þar sem þrír létust, er metinn ósakhæfur, samkvæmt yfirmati geðlækna, sem staðfestu fyrra mat. 
Brunavarnir á Bræðraborgarstíg ekki í samræmi við lög
Brunavarnir voru í ólestri á Bræðraborgarstíg 1, þar sem eldsvoði kostaði þrjá lífið í sumar, og ekki í samræmi við lög. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um brunann leiðir í ljós að yfirgnæfandi líkur séu á því að kveikt hafi verið í húsinu á tveimur stöðum og ýmsir samverkandi þættir gert það að verkum að eldsvoðinn varð jafnmannskæður og raun ber vitni.
18.12.2020 - 13:55