Færslur: Bruni á Selfossi

Vigfús dæmdur í fimm ára fangelsi
Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða konu og manns þegar hann kveikti í húsi sínu að Kirkjuvegi á Selfossi í október í fyrra. Kona sem ákærð var fyrir almannahættubrot í sama máli var sýknuð. Dómurinn var kveðinn upp klukkan 13 og var hvorugt þeirra viðstatt.
09.07.2019 - 13:05
Saksóknari: Allt að 18 ára dómur fyrir bruna
Saksóknari telur að hæfilegt geti verið að Vigfús Ólafsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið karli og konu að bana með því að kveikja í húsi sínu á Selfossi í fyrra, sæti allt að 18 ára fangelsi.
26.06.2019 - 17:24
Létust bæði vegna reykeitrunar
Orsök andláts parsins sem lést á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í lok október var sú sama. Karlinn og konan létust bæði af völdum kolmónoxíðeitrunar sem var afleiðing þess að þau önduðu að sér reykgufum.
Heyrðu óp innan úr húsinu sem brann
Sjúkraflutningamenn og fyrstu lögreglumenn sem komu að húsinu að Kirkjuvegi 18, þegar það brann í lok október, heyrðu hróp innan úr húsinu. Lögreglumennirnir segja hins vegar að það hafi verið ómögulegt að fara inn í húsið til að bjarga fólkinu sem þar var.
Myndskeið
Kvaðst ekki muna eftir öðru fólki í húsinu
Karlmaður sem sakaður er um að hafa valdið bruna á Kirkjuvegi 18 í október á síðasta ári með þeim afleiðingum að par lést í húsinu segist hafa verið að fikta með eld.
06.06.2019 - 10:17
Aðalmeðferð vegna brunans á Selfossi seinkað
Aðalmeðferð í máli karls og konu sem ákærð eru fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi við Kirkjuveg á Selfossi í fyrra fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Kona og karl létust í eldsvoðanum. Aðalmeðferð málsins átti að hefjast upp úr klukkan níu en fresta þurfti þinghaldi. Þegar dómari gekk inn í salinn vantaði annan sakborninginn í málinu og verjanda hans.
Áframhaldandi gæsluvarðhald staðfest
Landsréttur hefur fallist á kröfu héraðssaksóknara um fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir manndráp á Selfossi í október í fyrra.
„Hefði í för með sér hættu á sakarspjöllum“
Bæði manninum og konunni, sem voru í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans á Selfossi, var gert að sæta einangrun. Fréttastofa óskaði eftir því við Héraðsdóm Suðurlands að fá gæsluvarðhaldsúrskurðina afhenta og fékk þá síðdegis. Allur texti úrskurðanna hafði verið afmáður þar sem dómari taldi að þar væru atriði sem, kæmust þau til vitundar almennings, „hefðu í för með sér hættu á sakarspjöllum.“
„Afleitur kokteill fyrir slökkvistarf“
Það er tiltölulega algengt að slökkviliðsmenn geti ekki farið inn í brennandi hús. Þetta segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Stundum eru aðstæður einfaldlega óviðráðanlegar og ekki verjandi að senda fólk inn. Það skiptir máli úr hverju hús eru og hvernig þau eru einangruð en skortur á búnaði getur líka hindrað aðgerðir. Tvær manneskjur létu lífið í bruna á Selfossi í gær. Húsið sem brann var forskalað timburhús, einangrað með frauðplasti, dagblöðum og sagi. 
01.11.2018 - 18:57