Færslur: Brunavarnir Árnessýslu

Myndskeið
Hellisheiði lokuð vegna elds í snjóruðningstæki
Hellisheiði er nú lokuð frá Hveragerði og upp Kambana vegna elds sem kviknaði í snjóruðningstæki. Slökkvistarfi er við það að vera lokið að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, en mikill reykur er á vettvangi að hans sögn. Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki vegna eldsvoðans.
11.02.2022 - 16:51
Sjónvarpsfrétt
Hundruð sinuelda af völdum skotelda
Þótt brennur væru bannaðar þessi áramót þá hefur sjaldan brunnið eins mikið á Suður- og Vesturlandi. Neistar úr skoteldum og óleyfisbrennum kveiktu þar hundruð sinuelda sem slökkvilið börðust við í alla nótt. 
Alvarlegt ástand vegna sinubruna á höfuðborgarsvæðinu
Sinueldar loga víða um höfuðborgarsvæðið og í nágrenni þess. Allt slökkvilið hefur sinnt útköllum vegna brunanna í kvöld og björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar.
Árnessýsla: 21 útkall vegna sinubruna í kvöld
Töluvert hefur verið um sinuelda í Árnessýslu bæði vegna flugelda og af völdum leyfislausra brenna á svæðinu. Mjög þurrt hefur verið þar um slóðir og höfðu Brunavarnir Árnessýslu varað við eldhættu vegna þess.
31.12.2021 - 22:45
Hætta á gróðureldum á Suðurlandi
Mikil hætta er á gróðureldum á Suðurlandi nú um áramótin. Þetta segir í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu.
31.12.2021 - 08:48
Glóð úr flugeldum talin hafa kveikt sinueld
Sinubruni varð við sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo tankbíla og þrjá dælubíla á vettvang. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að fleiri eldar gætu kviknað á gamlárskvöld, þar sem gróður á svæðinu sé mjög þurr.
Myndskeið
Svona áttu að koma í veg fyrir gróðurelda
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sumarbústaði á Suður- og Vesturlandi í dag. Slökkvilið þar eru í viðbragðsstöðu því hætt er við gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu æfðu rétt viðbrögð í dag. Mikill eldsmatur er víða þar sem gróður er skraufþurr. Slökkviliðsmenn sýndu fréttastofu hvernig unnt er að forðast það að eldur kvikni þegar kveikt er upp í grilli.
Eldur í áhaldageymslu í Hveragerði
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna eldsvoða í tækjageymslu á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði í kvöld. Tilkynning um eldinn barst rétt rúmlega níu í kvöld og gekk greiðlega að slökkva hann að sögn Sunnlenska.is.
07.05.2021 - 23:36
Þakka snarræði vegfaranda að ekki fór illa
Tveir gróðureldar kviknuðu á svæði Brunavarna Árnessýslu í dag, en fyrri átti upptök sín við trjálund austan við Þrastarlund um klukkan tíu í morgun. Þakka megi skjótum viðbrögðum vegfaranda að ekki fór verr að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra.
Eldur kviknaði í vörubíl á vinnusvæði við Gagnheiði
Eldur kviknaði í vörubíl á vinnusvæði við Gagnheiði á Selfossi fyrir stuttu. Verið er að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði í eldsvoðanum en eldurinn breiddist út í gámi fullum af brotajárni og leggur nokkurn reyk yfir svæðið samkvæmt varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.
10.11.2020 - 19:11
Vörubíll valt milli Hveragerðis og Selfoss
Vörubíll valt á Suðurlandsvegi við Kotströnd, á milli Hveragerðis og Selfoss, á þriðja tímanum í dag.
Handtekinn á vettvangi brunans
Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í landi Mýrarkots í gær. Hann var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.
Sumarhúsið rústir einar
Sumarhúsið sem brann í landi Kiðjabergs í gærkvöldi er gjörónýtt að sögn slökkviliðsstjóra. Eldsupptök eru ókunn.
Neistar kveiktu bál á Blómstrandi dögum
Neistar af flugeldum kveiktu eld í Hveragerði á ellefta tímanum í kvöld. Árleg flugeldasýning var haldin í bænum í kvöld í tilefni Blómstrandi daga. Mjög þurrt hefur verið í Hveragerði, líkt og víðar á sunnan- og vestanverðu landinu undanfarnar vikur. Því dugðu neistarnir til þess að kveikja nokkurn eld í skraufþurru grasinu.
18.08.2019 - 00:26
Eldur kviknaði við Írafossvirkjun
Eldur kviknaði í tengivirki Írafossvirkjunar upp úr klukkan þrjú í nótt. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu var eldurinn minniháttar. Slökkvistarf tók skamman tíma eftir að starfsmenn Landsvirkjunar höfðu jarðtengt svo hægt væri að hefja það.
25.12.2018 - 04:03
Pökkunarhús mikið skemmt eftir bruna
Slökkviliðsfólk frá Flúðum, Reykholti og Laugarvatni var kallað út vegna elds í garðyrkjustöð í Reykjaflöt fyrir ofan Flúðir rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Tvö hundruð fermetra pökkunarhús brann ljósum logum þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Þetta segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá brunavörnum Árnessýslu.
14.08.2018 - 22:27
Húsið gjörónýtt eftir eldsvoða á Stokkseyri
Kona var flutt á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í húsinu hennar á Stokkseyri í nótt, en hún komst út úr húsinu af sjálfsdáðum. Húsið er gjörónýtt, en það var aldelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Þegar slökkvilið Árnessýslu frá Hveragerði og Selfossi mætti á vettvang í morgun stóðu eldtungur út um dyr og glugga hússins.
16.07.2017 - 12:20
Slökkti sjálfur í Hrauneyjum
Snarráður starfsmaður slökkti eld sem kviknaði í djúpsteikingarpönnu í Hálendismiðstöðinni, Hótel Hrauneyjum, skömmu fyrir hádegi. Brunavarnir Árnessýslu, Slökkviliðið á Hellu og sjúkrabíll höfðu þá verið kölluð út, enda varð töluverður eldur. Flestum viðbragðsaðila var snúið við þegar eldurinn hafði verið slökktur.
08.04.2016 - 15:02
Varaslökkviliðsstjóri kemur frá Noregi
Stjórn Brunavarna Árnessýslu hefur ráðið Sverri Hauk Grönli í starf varaslökkviliðsstjóra. Hann var valinn úr hópi 8 umsækjenda. Sverrir Haukur er kennslustjóri slökkviliðsins í Björgvin í Noregi, þar sem hann hefur starfað í 6 ár. „Þetta er sannarlega búbót fyrir okkur. Við fáum nýja og ferska vinda í þjálfunina og örugglega fleira, glöggt er jú gestsaugað“, segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri.
29.02.2016 - 17:39
Eldur á Selfossi
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu slökkti um helgina eld sem kom upp í geymslu í íbúðarhúsi við Tjaldhóla á Selfossi. Talvert tjón varð vegna sóts. Það hjálpaði til við slökkvistarfið að eldurinn var í lokuðu rými og framboð á súrefni takmarkað. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni.
Kristjáni þakkað, Pétur tekur við
Pétur Pétursson aðstoðarslökkviliðsstjóri verður slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hann hefur sinnt starfinu síðan Kristjáni Einarssyni var sagt upp störfum um miðjan október vegna deilna um launagreiðslur. Í tilkynningu Brunavarna Árnessýslu kemur fram að B.Á., Héraðsnefnd Árnesinga og Kristján Einarsson hafi náð samkomulagi um starfslok Kristjáns.
26.01.2016 - 15:23
Átta sveitarfélög í einu liði
Átta sveitarfélög og Mannvirkjastofnun hafa samþykkt Brunavarnaáætlun fyrir Árnessýslu. Með áætluninni lýkur í raun sameiningu brunavarna og skyldra verkefna í sýslunni allri í Brunavarnir Árnessýslu.
Rætt við sjö um starf slökkviliðsstjóra
Nýr slökkviliðsstjóri verður ráðinn hjá Brunavörnum Árnessýslu á næstunni og tekur til starfa á nýju ári. Kristjáni Einarssyni slökkviliðsstjóra var sagt upp störfum fyrr í vetur. Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri var skipaður í starfið þar til nýr maður tekur við og er einn sjö umsækjenda.
Leki kom að dýpkunarskipi
Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu voru kallaðir til björgunarstarfa í Þorlákshöfn á áttunda tímanum í morgun. Þá var leki kominn að Dýpkunarskipinu Dísu og það orðið nokkuð sigið í höfninni. Vel gekk að dæla úr vélarrúmi og lest skipsins og björgunarstörfum lauk á ellefta tímanum.