Færslur: Brunavarnir Árnessýslu
Eldur kviknaði í vörubíl á vinnusvæði við Gagnheiði
Eldur kviknaði í vörubíl á vinnusvæði við Gagnheiði á Selfossi fyrir stuttu. Verið er að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði í eldsvoðanum en eldurinn breiddist út í gámi fullum af brotajárni og leggur nokkurn reyk yfir svæðið samkvæmt varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.
10.11.2020 - 19:11
Vörubíll valt milli Hveragerðis og Selfoss
Vörubíll valt á Suðurlandsvegi við Kotströnd, á milli Hveragerðis og Selfoss, á þriðja tímanum í dag.
15.10.2020 - 15:43
Handtekinn á vettvangi brunans
Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í landi Mýrarkots í gær. Hann var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.
23.12.2019 - 11:02
Sumarhúsið rústir einar
Sumarhúsið sem brann í landi Kiðjabergs í gærkvöldi er gjörónýtt að sögn slökkviliðsstjóra. Eldsupptök eru ókunn.
23.12.2019 - 08:22
Neistar kveiktu bál á Blómstrandi dögum
Neistar af flugeldum kveiktu eld í Hveragerði á ellefta tímanum í kvöld. Árleg flugeldasýning var haldin í bænum í kvöld í tilefni Blómstrandi daga. Mjög þurrt hefur verið í Hveragerði, líkt og víðar á sunnan- og vestanverðu landinu undanfarnar vikur. Því dugðu neistarnir til þess að kveikja nokkurn eld í skraufþurru grasinu.
18.08.2019 - 00:26
Eldur kviknaði við Írafossvirkjun
Eldur kviknaði í tengivirki Írafossvirkjunar upp úr klukkan þrjú í nótt. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu var eldurinn minniháttar. Slökkvistarf tók skamman tíma eftir að starfsmenn Landsvirkjunar höfðu jarðtengt svo hægt væri að hefja það.
25.12.2018 - 04:03
Pökkunarhús mikið skemmt eftir bruna
Slökkviliðsfólk frá Flúðum, Reykholti og Laugarvatni var kallað út vegna elds í garðyrkjustöð í Reykjaflöt fyrir ofan Flúðir rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Tvö hundruð fermetra pökkunarhús brann ljósum logum þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Þetta segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá brunavörnum Árnessýslu.
14.08.2018 - 22:27
Húsið gjörónýtt eftir eldsvoða á Stokkseyri
Kona var flutt á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í húsinu hennar á Stokkseyri í nótt, en hún komst út úr húsinu af sjálfsdáðum. Húsið er gjörónýtt, en það var aldelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Þegar slökkvilið Árnessýslu frá Hveragerði og Selfossi mætti á vettvang í morgun stóðu eldtungur út um dyr og glugga hússins.
16.07.2017 - 12:20
Slökkti sjálfur í Hrauneyjum
Snarráður starfsmaður slökkti eld sem kviknaði í djúpsteikingarpönnu í Hálendismiðstöðinni, Hótel Hrauneyjum, skömmu fyrir hádegi. Brunavarnir Árnessýslu, Slökkviliðið á Hellu og sjúkrabíll höfðu þá verið kölluð út, enda varð töluverður eldur. Flestum viðbragðsaðila var snúið við þegar eldurinn hafði verið slökktur.
08.04.2016 - 15:02
Varaslökkviliðsstjóri kemur frá Noregi
Stjórn Brunavarna Árnessýslu hefur ráðið Sverri Hauk Grönli í starf varaslökkviliðsstjóra. Hann var valinn úr hópi 8 umsækjenda. Sverrir Haukur er kennslustjóri slökkviliðsins í Björgvin í Noregi, þar sem hann hefur starfað í 6 ár. „Þetta er sannarlega búbót fyrir okkur. Við fáum nýja og ferska vinda í þjálfunina og örugglega fleira, glöggt er jú gestsaugað“, segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri.
29.02.2016 - 17:39
Eldur á Selfossi
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu slökkti um helgina eld sem kom upp í geymslu í íbúðarhúsi við Tjaldhóla á Selfossi. Talvert tjón varð vegna sóts. Það hjálpaði til við slökkvistarfið að eldurinn var í lokuðu rými og framboð á súrefni takmarkað. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni.
22.02.2016 - 14:24
Kristjáni þakkað, Pétur tekur við
Pétur Pétursson aðstoðarslökkviliðsstjóri verður slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Hann hefur sinnt starfinu síðan Kristjáni Einarssyni var sagt upp störfum um miðjan október vegna deilna um launagreiðslur. Í tilkynningu Brunavarna Árnessýslu kemur fram að B.Á., Héraðsnefnd Árnesinga og Kristján Einarsson hafi náð samkomulagi um starfslok Kristjáns.
26.01.2016 - 15:23
Átta sveitarfélög í einu liði
Átta sveitarfélög og Mannvirkjastofnun hafa samþykkt Brunavarnaáætlun fyrir Árnessýslu. Með áætluninni lýkur í raun sameiningu brunavarna og skyldra verkefna í sýslunni allri í Brunavarnir Árnessýslu.
19.12.2015 - 13:13
Rætt við sjö um starf slökkviliðsstjóra
Nýr slökkviliðsstjóri verður ráðinn hjá Brunavörnum Árnessýslu á næstunni og tekur til starfa á nýju ári. Kristjáni Einarssyni slökkviliðsstjóra var sagt upp störfum fyrr í vetur. Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri var skipaður í starfið þar til nýr maður tekur við og er einn sjö umsækjenda.
15.12.2015 - 15:54
Leki kom að dýpkunarskipi
Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu voru kallaðir til björgunarstarfa í Þorlákshöfn á áttunda tímanum í morgun. Þá var leki kominn að Dýpkunarskipinu Dísu og það orðið nokkuð sigið í höfninni. Vel gekk að dæla úr vélarrúmi og lest skipsins og björgunarstörfum lauk á ellefta tímanum.
28.10.2015 - 15:47