Færslur: Brunavarnir

Sjónvarpsfrétt
Huga að brunavörnum á Hömrum og í Kjarnaskógi
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri segir orðið tímabært að huga að brunavörnum í Kjarnaskógi og nærliggjandi umhverfi. Vinnuhópur hefur verið stofnaður í því skyni.
20.06.2022 - 15:30
Sigurður vill bæta stöðu leigjenda og brunavarnir
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingu á húsaleigulögum. Er markmið lagabreytingarinnar að bæta réttarstöðu leigjenda og brunavarnir í leiguhúsnæði.
Skerpa á mikilvægi brunavarna í sveitum landsins
Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að auka eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Það getur tekið slökkvilið allt að klukkutíma að komast að bæjum í Árnessýslu.
02.05.2022 - 13:22
Viðtal
Óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði færri og skárri
Minna er um búsetu í óleyfisíbúðum í atvinnuhúsnæði og ástand þess er skrárra en starfsmenn Alþýðusambandsins óttuðust. Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Í fyrrinótt kviknaði eldur í iðnaðarhúsnæði þar sem fjórtán manns voru inni í íbúðum. Engan sakaði. Drífa segir að tíu manna teymi hafi farið í vettvangsverðir í ósamþykktar íbúðir í atvinnuhúsnæði til að kanna aðbúnað, brunavarnir og ræða við íbúa. 
Sjónvarpsfrétt
Ætla hús úr húsi til að telja íbúa í atvinnuhúsnæði
Farið verður hús úr húsi til að kortleggja hversu margir búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er gert til að huga að brunavörnum og tryggja öryggi íbúanna ekki til að reka fólk út á götu, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins leggur ríka áherslu á það. 
Kalla eftir ítarlegri kortlagningu óleyfisbúsetu
Samráðsvettvangur um brunavarnir í íbúðum telur að draga megi mikinn lærdóm af brunanum við Bræðraborgarstíg 1 og kallar eftir því að óleyfisbúseta verði kortlögð með ítarlegum hætti. Þá skuli endurskoða heimildir til fjöldaskráningar lögheimilis í íbúðarhúsnæði og meta hvort heimila skuli tímabundna aðsetursskráningu í atvinnuhúsnæði sem uppfyllir kröfur um öryggi.
Ráðherra kynnti tillögur til úrbóta í brunavörnum
Heimildir til að fjöldi fólks verði skráður á sama lögheimili verða endurskoðaðar og kannað skal hve margir búa húsnæði sem ekki er ætlað til íbúðar. Jafnramt skal skrá alla leigusamninga ásamt því sem skilgreina ber mismunandi tegundir útleigu.
Myndskeið
Segir lukkuna hafa komið í veg fyrir fleiri dauðsföll
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri segir lukkuna hafa komið í veg fyrir að manntjón varð ekki í fleiri en einu af þeim fjórum gömlu húsum sem brunnið hafa á Akureyri á rúmu ári. Hann segir mikilvægt að fólk fái aðstoð frá ríkinu við að laga gömul hús.
23.11.2020 - 19:55
„Skynjuðu ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim“
Íbúaráð Vesturbæjar mælist til þess að rústir hússins við Bræðraborgarstíg 1, sem brann 25. júní í sumar, verði fjarlægðar. Þrennt lést í brunanum og í bókun í fundargerð ráðsins segir að rústirnar veki slæmar minningar um þann harmleik og daglegan óhug hjá þeim sem þarna búa.
Aldrei fleiri mannslát í eldsvoðum
„Það hafa komið upp samtals 201 bruni það sem af er ári. Þar af 43 sem við flokkum sem F1, eða útkall í hæsta forgangi. Það gefur okkur vísbendingu um hvort bruninn er mikill eða alvarlegur. Brunar þar sem fólk hefur látið lífið eru fjórir, þeir hafa kostað sex manneskjur lífið, því miður,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnafulltrúi brunavarnarsviðs Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. „Það hafa ekki orðið svona mörg mannslát af völdum eldsvoða á Íslandi síðan einhverntíman fyrir 1980,“ segir hún.
22.10.2020 - 11:10
Hafa lokið rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið við rannsókn á bruna í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík 25. júní í sumar. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.
Dæmi um að brunavarnir víki fyrir sóttvörnum
Starfsmenn forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa rekist á það að undanförnu að þegar fyrirtæki eða stofnanir skipta vinnustöðum upp í sóttvarnahólf, þá séu dæmi um að brunavörnum sé fórnað og meðal annars lokað fyrir neyðarútganga.
Gefa ekki upp hvort eigandi hússins sæti rannsókn
Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í júní stendur enn yfir. Þrír létu lífið í brunanum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir síðar í haust.
Biður Mannvirkjastofnun að skýra reglurnar
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að Mannvirkjastofnun leysi úr ágreiningi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar um ábyrgð á brunavörnum í sveitarfélaginu. Samgöngustofa tók úr jarðgöng í Fjallabyggð í vikunni.
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað við Sogsveg rétt við Þrastarlund um þrjúleytið í nótt. Maður og kona á miðjum aldri voru flutt með sjúkrabíl á Landspítalann vegna gruns um reykeitrun.
02.08.2020 - 10:16
Telja íbúum stafa hætta af vanhirtum húsum
Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur skorar á embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að koma í veg fyrir að hús í miðbænum geti staðið auð og vanrækt í áratugi. Þá skora þau á borgarfulltrúa og þingmenn Reykjavíkurkjördæmis norður að tryggja með lögum og reglugerðum að eigendur húsa komist ekki upp með að láta þau standa auð og vanrækt um langa hríð. 
12.07.2020 - 17:16
„Glórulaus“ veiking á brunavarnasviði
Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verður flutt norður á Sauðárkrók í haust. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tilkynnti um flutningana í lok maí á fundi þar sem hann boðaði aðgerðir til að efla brunavarnir í landinu. Innan sviðsins starfa nú fjórir sérfræðingar og ljóst er að enginn þeirra hefur hug á að flytja norður í land.
Skoða húsnæði þar sem margir hafa lögheimili
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að því í samstarfi við byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitið að skoða húsnæði þar sem mikill fjöldi fólks er skráður með lögheimili.