Færslur: Brottvísanir

Vilja að hætt verði við að senda börn til Grikklands
Tvö börn ásamt fjölskyldu eru meðal þeirra hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Rauði krossinn kallar eftir að mannréttindi barnanna séu virt og hætt sé við að senda fólkið til baka.
Umræða um brottvísanir á villigötum segir ráðherra
Dómsmálaráðherra segir lítið innihald hafa verið fyrir öllum þeim gífuryrðum. eins og hann orðar það,sem fram komu vegna brottvísunar hóps útlendinga. Ekkert hafi breyst í meðferð mála. Hann telur  umræðu um brottvísanir útlendinga hafa verið á villigötum og vonast til að útlendingafrumvarpið fari í gegn á Alþingi.
Þingmönnum stjórnarflokka velkomið að styðja frumvarpið
Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra einstaklinga sem til stendur að senda úr landi með fjöldabrottvísun.
27.05.2022 - 13:12
Viðtal
Jón ítrekar samstöðu í ríkisstjórninni um brottvísanir
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn ráðherra í ríkisstjórninni hafi farið fram á að staðið verði að brottflutningi með öðrum hætti en hann hefur boðað. Mörg hundruð hafi þegar verið vísað frá.
27.05.2022 - 13:10
Leggja fram sameiginlegt frumvarp vegna brottvísana
Þingflokkar Samfylkingar, Flokk fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra einstaklinga sem stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokkunum.
27.05.2022 - 11:13
Sjónvarpsfrétt
„Trúi ekki að stjórnvöld ætli að láta þetta gerast“
Þingmaður Pírata segist ekki vilja trúa því að stjórnvöld láti verða af að endursenda fleiri flóttamenn til Grikklands en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Rauða kross Íslands er heilsu og velferð flóttabarna stefnt í mikla hættu með því að senda þau til Grikklands, og yfirgnæfandi líkur á að þau verði heimilislaus eða búi við óviðunandi aðstæður. 
Endursending flóttabarna til Grikklands í bága við lög
Flóttabörnum sem vísað er til Grikklands bíður líf sem er engu barni bjóðandi, samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Endursending til Grikklands gangi gegn hagsmunum flóttabarna, og brjóti þar með í bága við lög.
Viðtal
Ráðherrar reifuðu ólík sjónarmið segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðhera segir að ráðherrar hafi reifað ólík sjónarmið um brottvísun 300 hælisleitenda á ríkisstjórnarfundi í gær. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í Kastljósi í gær að sér virtist vera sátt um málið í ríkisstjórn en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, andmælti því í seinni fréttum í sjónvarpi í gærkvöld og sagði Jón fara með rangt mál. Forsætisráðherra segir að rætt hafi verið í ríkisstjórn að skoða þyrfti aðstæður fólksins betur.
25.05.2022 - 12:11
Viðtal
Skiptar skoðanir um brottvísanir á ríkisstjórnarfundi
Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir að skiptar skoðanir hafi verið á ríkisstjórnarfundi í gær um yfirvofandi brottvísanir fólks sem hefur sótt um vernd hér á landi. Hann segir að þegar kemur að málefnum barna þá tjái hann sig um þau mál og hann hafi gert það á fundinum í gær.
25.05.2022 - 10:49
Barnshafandi konu verður ekki vísað úr landi
Barnshafandi hælisleitanda, sem er gengin átta mánuði á leið, hefur verið forðað frá brottvísun. Konan hafði fengið boð um að flytja ætti hana brott af landi en fékk vottorð frá lækni um að ekki væri forsvaranlegt að senda hana úr landi vegna ástands hennar.
Djokovic gert að yfirgefa Ástralíu
Dómstóll í Ástralíu staðfesti ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að ógilda vegabréfsáritun serbneska tennisleikarans Novaks Djokovic og er honum því skylt að yfirgefa landið umsvifalaust. Djokovic segir að hann virði niðurstöðu dómstólsins en að hún valdi honum gríðarlegum vonbrigðum.
Kærunefnd snýr við ákvörðun Útlendingastofnunar
Kærunefnd útlendingamála hefur snúið við þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að neita hælisleitendum um húsaskjól og fæðispeninga, neiti þeir að fara í PCR-próf eftir að ákveðið hefur verið að vísa þeim úr landi. Þetta segir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður en umbjóðandi hans er einn þeirra sem málið tekur til.
Segir Palestínumennina hafa átt val
Útlendingastofnun hefur svipt hóp níu palestínskra hælisleitenda, sem til stendur að endursenda til Grikklands, húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir aðgerðina samræmast lögum og reglum og ekki án fordæma. Mennirnir neituðu að undirgangast Covid-próf en það er forsenda þess að hægt sé að senda þá úr landi. Kona sem skotið hefur skjólshúsi yfir hluta hópsins segir aðgerðirnar ómannúðlegar.
Faraldurinn ekki lengur fyrirstaða brottvísana
Þrjátíu og þremur, sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, hefur verið vísað til Grikklands á árinu, eftir að hlé var gert á brottvísunum þangað vegna heimsfaraldurs. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir faraldurinn ekki lengur standa í vegi fyrir brottvísunum. 
13.04.2021 - 19:00
Myndskeið
Hafa verulegar áhyggjur af breytingum á útlendingalögum
Rauði krossinn hefur verulegar áhyggjur af breytingum á lögum um útlendinga, sem dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir á Alþingi. Þær séu mikil afturför og í raun lögfesting á endursendingum barna til Grikklands. Ráðherrann segir að með frumvarpinu verði málsmeðferðartími styttur sem komi sér vel fyrir þá sem þurfi virkilega á vernd að halda.
11.05.2020 - 19:45
„Fólkið í landinu er ítrekað að bjarga flóttafólki“
Mál hins sjö ára gamla Muhammeds Khan og fjölskyldu hans vakti mikla athygli um helgina. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísun þeirra í gær og stytti hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 mánuðum í 16.
03.02.2020 - 10:56