Færslur: Brottkast

Útvarpsfrétt
Brottkast - nokkur mál kærð til lögreglu
Allt upp í 20 til 30 bátar á sumum svæðum við landið hafa gerst uppvísir að brottkasti í drónaeftirliti Fiskistofu. Nokkur mál á þessu ári hafa verið kærð til lögreglu. 
Grásleppubátar verði að geta komið með meðaflann í land
Formaður Landssambands smábátaeigenda segir nauðsynlegt að í reglum um grásleppuveiðar sé gert ráð fyrir meðafla. Það sé ótækt að sjómenn þurfi að kasta í sjóinn fiski sem komi í netin og ekki eru heimildir fyrir.
Viðtal
Segir eftirlit úr drónum gefa skakka mynd af brottkasti
„Við erum ekki sáttir við hvernig staðið er að þessu,“ segir Arthúr Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti. Hann segir eftirlitið vera njósnir samkvæmt lýsingum á vefsíðu Persónuverndar.
Grásleppusjómenn sýknaðir af ákæru um brottkast
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað útgerðir og skipstjóra tveggja grásleppubáta af ákæru um brottkast. Þeim var gefið að sök að hafa losað úr grásleppunetum, og hent aftur í sjóinn, samtals ellefu fiskum.
5.600 tonnum af þorski hent í sjóinn árið 2017
Aukning var á brottkasti botnfiska 2016-2018, samkvæmt nýrri samantekt Hafrannsóknastofnunar. Árið 2017 var brottkast á þorskveiðum með botnvörpu það mesta sem mælst hefur. Sviðsstjóri hjá Hafró segir áhyggjuefni að sjá svo mikla aukningu.
07.09.2020 - 15:04
Brot Múlabergs talin meiriháttar
Skuttogarinn Múlaberg SI 22 var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti við gullkarfaveiðar á Reykjaneshrygg í febrúar. Sviptingin tók gildi 21. apríl.
28.04.2020 - 14:43
Múlaberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts
Skuttogarinn Múlaberg frá Siglufirði var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti. Skipstjórinn fullyrðir að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar.
28.04.2020 - 12:30
Brottkast í Kleifabergi enn til skoðunar
Rannsókn á brottkasti um borð í Kleifabergi er enn til meðferðar hjá Fiskistofu. Málið hefur reglulega verið kært til lögreglu sem í öll skiptin hefur tekið ákvörðun um að fella málið niður. Meðal annars hefur útgerðin sjálf kært meint eignaspjöll til lögreglu.
05.03.2020 - 15:21
Mynduðu brottkast í gegnum sjónauka í landi
Fiskistofa rannsakar sjö mál vegna meints brottkasts. Fiskistofustjóri segir að brottkast sé alvarlegasta ógnin við sjálfbæra nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og vill fá að taka upp myndavélaeftirlit um borð í fiskiskipum. Fiskistofa fylgist með skipum í gegnum sjónauka í landi.
30.04.2019 - 12:16
Kristján Þór hugsi yfir tregðu kerfisins
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu úttektar ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu ekki koma sér á óvart. Hann segist hugsi yfir tregðu kerfisins til þess að ráðast í breytingar á kerfinu. Kristján Þór var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
22.01.2019 - 09:29
Hægt að sækja um frest fyrir Kleifaberg
Kæra frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur verður send atvinnuvegaráðuneytinu allra næstu daga samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.
07.01.2019 - 21:48
Myndskeið
Telur að myndbönd af brottkasti tali sínu máli
Fiskistofa beitti Kleifaberg hörðustu viðurlögum fyrir brottkast og svipti skipið veiðileyfi í tólf vikur. Framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, Runólfur Viðar Guðmundsson, segir fráleitt að refsa fyrir tíu ára gömul brot. Þá telur hann að myndbönd af brottkasti um borð tali sínu máli en að rannsaka þurfi málið betur.
05.01.2019 - 21:31
Fiskistofa fær heimild til myndavélaeftirlits
Sjávarútvegsráðherra hyggst á næstu vikum kynna frumvarp sem veitir Fiskistofu heimild til að notast við myndavélar í eftirliti stofnunarinnar. Slíkt eftirlit er talið nýtast stofnuninni vel við að koma upp um brottkast og vigtarsvindl, sem stofnunin hefur ekki talið sig geta sinnt sem skyldi. Lagabreytingar sem ráðherra hafði boðað á umdeildum vigtunarlögum, bíða haustsins og niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi Fiskistofu.
25.04.2018 - 10:19