Færslur: Bríet

Víðsjá
Kristín Helga fær viðurkenningu rithöfundasjóðs RÚV
Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2021 voru tilkynntar í dag. Kristín Helga Gunnarsdóttir hlýtur viðurkenningu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf.
Poppland
Bríet verðlaunuð fyrir metnaðarfulla tónleika
Bríet hlýtur Krókinn, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu. „Markmiðið var að gera eitthvað sem Íslendingar hafa ekkert endilega séð áður, gera það vel og kannski breyta tónleikastandardinum um leið,“ segir tónlistarkonan.
06.01.2022 - 14:20
Menningin
Það styrkir mann að grafa sig upp úr holunni
„Maður lærir mest í myrkrinu og sorginni,“ segir tónlistarkonan Bríet. Hún blæs til útgáfutónleika nýjustu plötu sinnar í Hörpu á föstudag. Mikil leynd hvílir yfir tónleikunum, sem verða í senn persónuleg upplifun, leikhús og tónlistarflutningur.
21.10.2021 - 15:43
Með okkar augum
Bríet forðast fólk sem brýtur hana niður
„Það er ekki neinn annar sem getur gert þig vinsæla nema fólkið sem hlustar á þig, svo það er þeim að þakka,“ segir tónlistarkonan Bríet um ótrúlega velgengni sem hún hefur notið síðasta árið. Hún einbeitir sér að aðdáendum sínum og uppbyggilegum orðum þeirra, en hlustar ekki á þá sem gagnrýna hana ómálefnalega.
01.09.2021 - 14:46
Tónaflóð
Bríet og Sturla Atlas frumflytja lag úr Rómeó og Júlíu
Bríet og Sturla Atlas fluttu nýtt lag úr leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Tónaflóði á RÚV. Bríet tekur þátt í leiksýningunni ásamt stórum leikhópi og tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur.
Tengivagninn
Listamenn sækist í gleði úr sorg
„Þetta er einhvers konar dóp sem þú sækist í aftur og aftur,“ segir tónlistarkonan Bríet. Hún ræðir gleðina, samband sitt við tónlist og þær tilfinningar sem hún getur vakið.
17.07.2021 - 16:10
Íslensku tónlistarverðlaunin
Bríet sveif um í mögnuðu atriði á tónlistarverðlaununum
Tónlistarkonan Bríet kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Hörpu í kvöld. Ekki nóg með að hafa hreppt þrenn verðlaun á hátíðinni í kvöld heldur kom hún einnig fram í mögnuðu atriði þar sem hún flutti lagið Djúp sár gróa hægt.
Straumar
„Sefur þú nú sætt og rótt, sveipuð í rökkri og yl“
Söngvararnir Bríet og Júníus Meyvant eru í sexu-gír í Straumum kvöldsins. Þau stilla saman strengi sína og flytja hugljúfa ábreiðu af laginu Ástarsæla sem Hljómar gerðu vinsælt á sjöunda áratug.
27.03.2021 - 09:10
Kósíheit í Hveradölum
Það snjóar
Sigurður Guðmundsson og Bríet flytja lagið Það snjóar.
Kósíheit í Hveradölum
Jólin eru okkar
Bríet og Valdimar Guðmundsson flytja Jólin eru okkar.
Lag dagsins
Ástin er ekki ótæmandi brunnur
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ verður sýndur 4. desember á RÚV. Fram að því verður boðið upp á lag dagsins þar sem valinkunnir listamenn sýna góða takta. Lag dagsins er ábreiða Bríetar og Rubins Pollock af lagi kanadísku tónlistarkonunnar Feist, laginu The Limit to your love.
02.12.2020 - 12:58
Bríet flytur Hann er ekki þú
Söngkonan Bríet flutti lagið Hann er ekki þú af plötu sem hún gaf út nýverið og hefur tröllriðið landanum. Atriðið vann hún í samstarfi við Krassa Sig.
20.11.2020 - 21:39
Bríet syngur Rólegur kúreki á Live from Reykjavík
Söngkonan Bríet tók gæsahúðarvaldandi útgáfu af lagi sínu Rólegur kúreki í Hafnarhúsinu á Live from Reykjavík í gær.
15.11.2020 - 11:35
Fyrrverandi kærastinn hefur ekki tjáð sig um plötuna
„Við höfum ekki átt þetta samtal enn. Það verður bara seinna held ég,“ segir söngkonan Bríet. Hún sendi nýverið frá sér einlæga plötu um sambandsslit og ástarsorg og er hún langvinsælasta plata landsins í dag. Maðurinn sem hún er ort um vissi af tilurð hennar og hvatti sína fyrrverandi kærustu til að draga ekkert undan í texta- og lagasmíðunum.
09.11.2020 - 08:43
Gagnrýni
Skin og skúrir
Fyrstu breiðskífu Bríetar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Hér er hún komin, kallast Kveðja, Bríet og er plata vikunnar á Rás 2.
30.10.2020 - 11:13
Lestarklefinn
Bríet hefði mátt vera orðljótari við kúrekann
Gestir Lestarklefans eru sammála um að fyrsta plata Bríetar sé góð og úthugsuð plata. Egill Bjarnason segist lengi ekki hafa greint jafn mikla hæfileika í textasmíð á íslensku. Kristín Jónsdóttir er hugfangin og Þórdís Nadia Semichat er hrifin þó hún hefði viljað sjá Bríeti ganga lengra í að berskjalda tilfinningar sem fylgja sambandsslitum og jafnvel vanda sínum fyrrverandi kveðjurnar enn síður.
27.10.2020 - 13:49
Bríet – Kveðja, Bríet
Frá því að fyrsta breiðskífa Bríetar, Kveðja, Bríet, kom út fyrir hálfum mánuði hafa lögin af henni raðað sér í efstu sætin á óobinberum vinsældalista Íslands, Iceland top 50, á streymisveitunni Spotify. Platan kemur í kjölfarið á Esjunni einu allra vinælasta lagi ársins.
26.10.2020 - 14:45
Tónaflóð
Bríet um Esjuna: „Bara ástin maður“
Söngkonan Bríet flutti einn helsta smell sumarsins, Esjuna, á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. „Bara ástin maður. Hún kemur og fer. Þá semur maður lag um það,“ sagði Bríet um tilurð lagsins.
24.08.2020 - 09:03
Jólakortið
Íhugaði að gefa mörghundruð þúsund króna hring
Jólakortið heldur áfram en á þessum tólfta degi desembermánaðar fékk Jafet Máni tónlistarkonuna Bríeti til liðs við sig til að finna jólagjöf handa Helgu Margréti.
12.12.2019 - 08:30
GDRN og Bríet flytja Hin fyrstu jól
Dagur íslenskrar tónlistar er á næsta leiti og í tilefni þess leiddu GDRN og Bríet saman hesta sína og fluttu hið hugljúfa jólalag Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs.
29.11.2019 - 21:20
Bríet Í Listasafninu og Soccer Mommy í Gamla bíó
Í Konsert í kvöld heyrum við í tveimur ungum konum á Airwaves. Fyrst Bríeti á Airwaves núna í ár í Listasafninu, og svo Soccer Mommy frá Nashville í fyrra í Gamla bíó.
28.11.2019 - 10:12
Bríet frumflytur nýtt lag
Bríet leit við í Vikunni með Gísla Marteini og frumflutti nýtt lag eftir hana sjálfa sem heitir „Esjan er falleg" ásamt Daníel Friðriki Böðvarssyni sem lék undir á gítar.
20.09.2019 - 21:10
Rabbabari
Erfitt að vera samkvæm sjálfri sér
Söngkonan Bríet skaust hratt upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári og hefur haldið áfram að heilla fólk síðan þá. Hún segir bransann geta verið flókinn og oft sé erfitt að vera samkvæm sjálfri sér.
22.08.2019 - 15:39
Laugardagslög Bríetar
Söngkonan Bríet gaf út nýtt lag og myndband í vikunni sem ber heitið Day Drinking. Bríet kemur víðsvegar fram um helgina, meðal annars á Flúðum, Höfn í Hornafirði og Útipúkanum í Reykjavík.
03.08.2019 - 13:35