Færslur: Bretland

Grunaður árásarmaður handtekinn
Breska lögreglan hefur handtekið mann grunaðan um hnífaárásir í Birmingham á Englandi í fyrrinótt. Greint var frá þessu í morgun.
07.09.2020 - 08:18
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Ljúka þarf Brexit-samningi fyrir miðjan október
Viðskiptasamningur við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu Breta verður að vera tilbúinn eigi síðar en fimmtánda október. Þessu lýsti Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands yfir í dag.
Kórónuveirusmitum fjölgar í Bretlandi á ný
Síðasta sólarhring voru greind nær þrjú þúsund COVID-19 smit í Bretlandi. Smitin hafa ekki verið svo mörg síðan í lok maí, samkvæmt tölum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum.
06.09.2020 - 23:03
Einn lést í árásinni í Birmingham
Einn var stunginn til bana og sjö aðrir særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífstunguárásinni í Birmingham í nótt. Lögreglan rannsakar málið sem morð.
06.09.2020 - 11:15
Þrátefli í kortunum í aðdraganda áttundu lotu viðræðna
Bretland þiggur ekki að verða einhvers konar fylgiríki Evrópusambandsins eftir að samkomulag næst um endanlegt brotthvarf úr sambandinu. Þetta segir David Frost aðalsamningamaður Breta.
Setja sjálfstæði á oddinn fyrir þingkosningar
Skosk yfirvöld stefna að því vera búin að skipuleggja framkvæmd og tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota næsta vor. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, greindi frá þessu í dag. „Við birtum frumvarpsdrög áður en þessu þingi lýkur,“ sagði hún.
01.09.2020 - 17:54
Falsað Rembrandt verk líklega ekta
Lítið málverk af lerkuðum eldri manni lá í kjallarakompu Ashmolean listasafnsins í Oxford. Verkið var áður talið falsað Rembrandt-verk, en nú er komið í ljós að verkið var málað á vinnustofu hans og það jafnvel af Rembrandt sjálfum.
31.08.2020 - 05:50
Bresk þjóðernisást og danskar njósnir í Heimsglugganum
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 sagði Bogi Ágústsson frá hneykslismáli sem skekur Danmörku. Í ljós hefur komið að leyniþjónusta hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, hefur brotið lög og reglur.
27.08.2020 - 09:32
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Danmörk · Bretland · BBC
Fjórðungi starfsfólks á Gatwick-flugvelli sagt upp
Sex hundruð starfsmönnum á Gatwick-flugvellinum í Lundúnum verður sagt upp, en það er um fjórðungur starfsfólks á vellinum. Ástæðuna má rekja til kórónuveirufaraldursins, en umferð um völlinn hefur verið 80% minni í ágúst en á sama tíma á síðasta ári.
26.08.2020 - 16:19
Maguire dæmdur fyrir líkamsárás og mútur
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United og varnamaður enska landsliðsins í fótbolta, hefur verið dæmdur sekur af grískum dómstólum fyrir líkamsárás, mótþróa við handtöku og ítrekaðar tilraunir til að múta lögreglumönnum.
25.08.2020 - 16:45
Spegillinn
Skólaopnun: próf á bresku stjórnina
Fjöldi nýrra COVID-19 smita í Bretlandi hefur hangið í kringum þúsund á dag í tæpa tvo mánuði. Smitin hafa verið staðbundin og tekið á þeim með staðbundnum samskiptatakmörkunum. Nú þegar skólaárið er að byrja er eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að sjá til þess skólar taki aftur til starfa. Nokkuð sem mistókst í vor.
24.08.2020 - 17:29
 · Erlent · COVID-19 · Bretland · Boris Johnson
Umferð stöðvaðist í klukkutíma þegar Tower-brú bilaði
Mikið umferðaöngþveiti myndaðist í miðborg Lundúna í dag þegar Tower-brúin festist opin í rúmlega klukkutíma. Varð það til þess að hundruð gangandi og akandi vegfarenda komust ekki leiðar sinnar yfir ána Thames.
23.08.2020 - 04:17
Brexit-viðræður í hnút
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, kvaðst í morgun hafa áhyggjur af litlum árangri í Brexit-viðræðum um viðskipti milli Bretlands og Evrópusambandsins.
21.08.2020 - 12:17
Erlent · Evrópa · Bretland · Brexit
Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Bróðir sprengjumannsins í Manchester fær minnst 55 ár
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester 22. maí 2017, hefur verið dæmdur til 55 ára fangelsisvistar hið minnsta.
Spegillinn
Einkunnir í pólitísku fárviðri
Þegar breskir nemendur gátu ekki, vegna veirufaraldursins, tekið prófið, sem samsvarar íslenska stúdentsprófinu áttu kennaraeinkunnir að ráða. Á síðustu stundu var svo ákveðið að nota reikniformúla. Þegar heildardæmið var reiknað kom í ljós að um 40 prósent nemenda hafði fengið lægri einkunnir en kennaraeinkunnirnar. Þegar betur var að gáð, var lækkun ekki sérlega réttlát, fól í sér félagslega mismunun. Málið er orðið meiriháttar álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina.
19.08.2020 - 10:26
 · Erlent · Bretland · Menntun
Hyggjast skima á Heathrow flugvelli
Skimunarstöð hefur verið sett upp á Heathrow flugvelli í London fyrir farþega frá löndum sem eru ekki á lista breskra stjórnvalda yfir örugg lönd. Tilgangurinn er að fækka þeim sem fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta tilkynnti Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra Bretlands í morgun. Ísland er á lista yfir örugg lönd og ferðamenn héðan þurfa því ekki að fara í slíka skimun.
19.08.2020 - 10:16
Sjöunda lota viðræðna Breta og Evrópusambandsins hefst
Aðalsamningamenn Bretlands og Evrópusambandsins ætla að ræða saman yfir kvöldverði í kvöld. Enn ber talsvert í milli, einkum hvað snertir gagnkvæm fiskveiðiréttindi og jöfn samkeppnisskilyrði.
Tugir starfsmanna Bakkavarar með COVID-19
Yfir sjötíu starfsmenn framleiðsludeildar Bakkavarar í Nottinghamskíri á Englandi hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Eftir að nærri 40 höfðu greinst 7. ágúst var greint frá því að allir starfsmenn starfsstöðvarinnar í Newark yrðu skimaðir.
18.08.2020 - 01:13
Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.
Breska lögreglan náði villtri mörgæs
Lögreglan í Nottinghamskíri í Bretlandi tók villtan vegfaranda upp í lögreglubílinn aðfaranótt sunnudags. Á eftirlitsferð sinni urðu lögreglumenn í Broxtowe varir við Humboldt-mörgæs ráfandi um á götunni.
17.08.2020 - 06:33
Breski herinn hættir þjálfun í Hong Kong
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að banna hernum að þjálfa lögregluna í Hong Kong og tvær aðrar öryggisstofnanir í héraðinu. Ákvörðunin er tekin vegna versnandi sambands Breta og Kínverja. 
17.08.2020 - 04:52
Erlent · Asía · Bretland · Hong Kong · Kína
COVID-smit í eftirréttaverksmiðju Bakkavarar
COVID-19 smit kom upp í matvælaverksmiðju Bakkavarar í Newark í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni. Meira en 50 starfsmenn verksmiðjunnar hafa greinst með veiruna.
14.08.2020 - 17:16
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.