Færslur: Bretland

Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Óttast að indverskt afbrigði dreifist um Bretland
Breskir sérfræðingar mæltu í dag með því við heilbrigðisyfirvöld þar í landi að Indlandi yrði bætt við á rauðan lista yfir þau lönd sem stöngustu ferðatakmarkanir gilda um. Sérfræðingarnir vara sérstaklega við nýju afbrigði veirunnar sem greinst hefur á Indlandi og óvíst er að bóluefnin sem nú eru í notkun virki eins vel á og önnur afbrigði. Næstum helmingur Breta hefur verið bólusettur.
17.04.2021 - 16:11
Spegillinn
Árið 1066 í nútíma pólitíkinni
Í janúar 2018 heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Theresu May þáverandi forsætisráðherra að ræða erfitt mál, flóttamannamálin. En Macron kom einnig færandi hendi: boð um að 2022 myndu Frakkar lána Bretum Bayeux-refilinn, eina mestu þjóðargersemi Frakka. Nú er tvísýnt hvort úr því verði og aðstæður reyndar aðrar en þegar boðið kom.
15.04.2021 - 18:35
Bretar ná tilsettu bólusetningarmarkmiði
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gærkvöld að markmiði stjórnvalda um að allir yfir fimmtugu verði bólusettir gegn COVID-19 fyrir miðjan mánuðinn sé náð. AFP fréttastofan greinir frá.
13.04.2021 - 03:53
Verslanir, barir og líkamsrækt opnuð á ný í Bretlandi
Barir, verslanir, líkamsræktarstöðvar og önnur þjónusta hófu starfsemi í Bretlandi í morgun eftir þriggja mánaða lokun vegna Covid nítján faraldursins. Bretar eru bjartsýnir á að ekki þurfi að grípa til víðtækra lokana aftur.
12.04.2021 - 19:02
Ný þjóðaratkvæðagreiðsla líkleg vinni Þjóðarflokkurinn
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að standa í vegi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands ef Skoski þjóðarflokkurinn hlýtur meirihluta í kosningum næsta mánaðar. Þetta fullyrðir Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, í viðtali við Guardian í gær. 
12.04.2021 - 06:33
Cameron í kröppum dansi
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.
11.04.2021 - 21:27
Kvartað undan mikilli umfjöllun um andlát Filippusar
Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem finnst umfjöllun um andlát Filippusar drottningarmanns hafa verið of mikil. Hertoginn af Edinborg verður borinn til grafar á laugardag.
Biður leiðtoga að koma í veg fyrir átök
Írski forsætisráðherrann Micheal Martin segir að stjórnmálaleiðtogar verði að grípa inn í atburðarásina í Norður-Írlandi til að koma í veg fyrir átök á milli trúarhópa og pólitíska sundrung í landinu líkt og á árum áður. Óeirðir hafa verið á nánast hverju kvöldi í Belfast og fleiri norður-írskum borgum undanfarna viku.
11.04.2021 - 03:10
Filippus lagður til hinstu hvílu næsta laugardag
Breska konungsfjölskyldan tilkynnti í dag að Filippus prins, sem lést í gær 99 ára að aldri, verður borinn til grafar næsta laugardag.
10.04.2021 - 17:26
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.
Herstjórnin úthýsir sendiherra Mjanmar í London
Sendiherra Mjanmar í London neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur og að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar á Bretlandi.
08.04.2021 - 11:10
Heimsglugginn: Átök á Norður-Írlandi og Grænland
Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. niðurstöður þing- ov sveitastjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit eða IA vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA maðurinn til að gegn embættinu.
Óeirðir í Belfast sjötta kvöldið í röð
Óeirðir voru í Belfast í Norður-Írlandi í gærkvöldi, sjötta kvöldið í röð. Stræitsvagni var rænt og eldur lagður að honum á svæði mitt á milli hverfa þjóðernissinna og sambandssinna. Þá greinir Guardian frá því að steinum hafi verið grýtt í átt að lögreglumönnum og ráðist var á blaðaljósmyndara að störfum. Kveikt var í dekkjum og ruslafötum nærri hliði á girðingunni sem skilur að hverfin.
08.04.2021 - 04:11
Vilja að ungt fólk fái annað bóluefni en AstraZeneca
Sérfræðínganefnd breskra stjórnvalda á sviði bóluefna telur að bjóða eigi öllum sem eru yngri en þrjátíu ára og fá annað bóluefni en AstraZeneca, sé það mögulegt. Þetta er lagt til vegna nokkurra tuga tilfella þar sem fólk hefur fengið blóðtappa stuttu eftir bólusetningu með bóluefninu.
07.04.2021 - 15:21
Spegillinn
Veiruhömlur og bólusetningarskírteini
Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í gær 2. stig í afléttingu Covid-19 takmarkana, sem verður 12. apríl. Ferðamöguleikar Breta utanlands í sumar eru þó enn óljósir og stærsta spurningin er, eftir sem áður, hvort og þá hvernig bólusetningarvottorð verði gerð að skyldu.
Boðar opnun ensks samfélags í næstu viku
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fréttamannafundi í gærkvöld að mjög verði dregið úr hvers kyns hömlum og lokunum vegna COVID-19 í Englandi, frá og með mánudeginum næsta. Verslanir, hársnyrtistofur og líkamsræktarstöðvar landsins geti þá hafið starfsemi á ný og fólk sest að mat sínum og drykk á útiveitingastöðum.
06.04.2021 - 04:25
Þúsundir Breta mótmæltu auknum valdheimildum lögreglu
Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í Lundúnum og fjölda annarra borga í Bretlandi á laugardag. Að þessu sinni beindist gagnrýni mótmælenda hvorki að of ströngum né of litlum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónaveirufaraldursins, heldur frumvarpi til laga, sem munu veita lögreglu mun víðtækari heimildir til að takmarka og stöðva hvers kyns mótmælafundi og kröfugöngur en nú er raunin.
04.04.2021 - 02:51
Telja ávinning af bóluefni AstraZeneca meiri en áhættu
Þrjátíu af 18.000.000 fengu blóðtappa eftir að þau fengu bólusetningu með AstraZeneca í Bretlandi og sjö þeirra eru látin. Breskur læknir segir að meirihlutinn séu ungar konur og þær séu líklegri til að fá blóðtappa almennt. Þá auki getnaðarvarnarpillan líkur á blóðtappa umtalsvert, en konur hætti ekki að taka pilluna fyirr því.
03.04.2021 - 13:00
SÍNE harmar að skólagjaldalán verði ekki hækkuð
Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) lýsir vonbrigðum yfir því að hámark skólagjaldalána námsmanna verði ekki hækkað með nýjum úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir árin 2021 til 2022.
Myndskeið
Öldungur á hjólaskautum safnar fyrir skólamáltíðum
Breti á níræðisaldri er nýbyrjaður að renna sér á hjólaskautum eftir sjötíu ára hlé. Þannig vill hann safna fyrir ókeypis skólamáltíðum, málefni sem stendur honum hjarta nær. 
31.03.2021 - 22:18
Hitamet í Bretlandi í dag
Hitinn í miðborg Lundúna fór síðdegis í 24,2 stig. Þetta er mesti hiti sem mælst hefur í marsmánuði í Bretlandi í 53 ár. Þá náði hann 25,6 stigum Mepal í Cambridge-skíri. Breska veðurstofan gerir ráð fyrir enn meiri hlýindum á morgun í Lundúnum og víðar í suðausturhluta Englands, líklega yfir 25 stigum.
30.03.2021 - 16:29
Erlent · Evrópa · Veður · Bretland
Teikn á lofti um að gosið laði að sér erlenda ferðamenn
„Fjöldi þeirra sem komið hafa til Íslands frá útlöndum í mars er svipaður og mánuðina á undan þó að upp á síðkastið hafi orðið vart við örlitla fjölgun,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við fréttastofu. Tölfræði um mars liggi þó ekki endanlega fyrir.
Var að grafa eftir ormum en fann steingerving
Sex ára piltur í leit að ormum og brotum úr leirmunum og múrsteinum í garðinum sínum heima í Walsall í Englandi gróf upp allt að 500 milljón ára steingerving.
28.03.2021 - 04:11