Færslur: Bretland

„Höfum bjargað þúsund mannslífum"
Á síðustu fjórum árum hefur breska öryggisþjónustan M15 komið í veg fyrir þrjátíu og eina hryðjuverkaárás í Bretlandi.
Skattahækkun í Bretlandi veldur deilum
Hvenær er í lagi að brjóta kosningaloforð? Þessi spurning heyrist ákaft í Bretlandi eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Breta tilkynnti skattahækkun í vikunni. Skatturinn á að fjármagna umönnun eldri borgara og fatlaðra, sem er langvarandi breskur vandi, og einnig efla heilbrigðiskerfið eftir Covid.
08.09.2021 - 20:00
Kúariða veldur frestun útflutnings nautgripaafurða
Tvö óvenjuleg tilfelli kúariðu hafa greinst í Brasilíu. Það varð til þess að ákveðið var að fresta útflutningi nautgripaafurða til Kína. Ekkert er sagt benda til að lífi dýra eða manna sé ógnað.
05.09.2021 - 01:41
Að jafnaði 50 breskum verslunum lokað hvern dag
Breskar verslunarkeðjur hættu starfsemi meira en 8.700 versluna fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir því að næstum 50 verslunum hafi verið lokað á hverjum degi.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Ástralir fá Pfizer: „Takk Boris þú átt hjá mér bjór“
Bretar hafa ákveðið að senda fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer til Ástralíu. Áströlum ber þó að endurgjalda greiðann með jafnmörgum skömmtum bóluefnis að ótilgreindum tíma liðnum.
Afganskar konur mótmæla skorti á kvenkynsráðherrum
Búist er við að greint verði frá samsetningu nýrrar ríkisstjórnar Afganistan eftir síðdegisbænir á morgun, föstudag. Konum er mjög umhugað um skort á kvenkynsráðherrum í væntanlegri ríkisstjórn.
Sjónvarpsfrétt
Vöru- og starfsmannaskortur Í Bretlandi
Skortur á starfsfólki verður þess valdandi að hillur matvöruverslana eru víða tómar í Bretlandi. Kórónuveirufaraldrinum er ekki einum um að kenna, heldur gætir áhrifa Brexit enn.
01.09.2021 - 19:24
Erlent · Bretland · Brexit · COVID-19
Segir Breta standa í mikilli þakkarskuld við Afgani
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Bretland standa í mikilli þakkarskuld við þá Afgani sem störfuðu fyrir Atlantshafsbandalagið í heimalandinu. Utanríkisráðherra Bretlands svarar spurningum utanríkismálanefndar breska þingsins varðandi Afganistan á morgun.
Talibanar óska Afgönum til hamingju með sigurinn
Hersetu Bandaríkjahers í Afganistan er lokið, tuttugu árum eftir að hún hófst. Síðasta flugvél hersins yfirgaf Hamid Karzai flugvöllinn í nótt.
31.08.2021 - 13:27
Telja loftmengun geta aukið alvarleg geðræn vandamál
Niðurstöður breskrar rannsóknar sýna að aukin loftmengun geti aukið alvarleg geðræn vandamál fólks. Rannsóknin tók til um 13.000 einstaklinga í suðurhluta Lundúna.
29.08.2021 - 11:28
Bretar hafa lokið brottflutningum frá Afganistan
Bretar lýstu því yfir í gærkvöld að þeir hafi lokið brottflutningi hermanna sinna frá Kabúl í Afganistan. Varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af þreytulegum hermönnum fara um borð í flugvél.
29.08.2021 - 04:39
Skildu eftir trúnaðargögn í breska sendiráðinu í Kabúl
Bresk stjórnvöld liggja nú undir harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að starfsmenn breska sendiráðsins í Kabúl, sem nú er undir stjórn Talibana, hafi skilið eftir trúnaðargögn um afganskt starfsfólk sendiráðsins.
27.08.2021 - 16:00
Bretar á lokametrum brottflutnings frá Kabúl
Bandaríkjastjórn mun hvorki gleyma né fyrirgefa þeim sem stóðu að baki árásinni fyrir utan Hamid Karzai Alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan í gær. Forsetinn Joe Biden segir að þeir verði leitaðir upp og látnir gjalda fyrir gjörðir sínar.
Spegillinn
Stefnuflakk bresku stjórnarinnar
Í Bretlandi fylgir pólitíska árið skólaárinu nokkurn veginn, bæði þingið og skólarnir koma saman í byrjun september. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins glímir við stórmál eins og umhverfismálin, byggðamál, Covid og Brexit. En flokkurinn tekst einnig á við að lúta forystu forsætisráðherra sem er áberandi reikull í ákvörðunum.
24.08.2021 - 16:00
Loftbrúin frá Kabúl líklega framlengd
Svo virðist sem Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að framlengja loftbrúna frá Kabúl fram yfir mánaðamót, eins og mjög hefur verið þrýst á um að hann geri. Engin formleg yfirlýsing hefur enn birst um þetta frá Hvíta húsinu en annað verður þó vart ráðið af tilkynningu sem birt var á vef breska forsætisráðuneytisins í gærkvöld.
24.08.2021 - 06:22
Flóttinn frá Kabúl
Skikka flugfélög til að hjálpa við brottflutning fólks
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segist vona að hægt verði að ljúka brottflutningi fólks frá Afganistan fyrir 31. ágúst, eins og áætlanir gera ráð fyrir, en útilokar þó ekki að dráttur geti orðið þar á. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það „stærðfræðilega ómögulegt“ að flytja alla þá tugi þúsunda sem til stendur að flytja úr landi fyrir tilsettan tíma.
Öngþveiti og örvænting við flugvöllinn í Kabúl
Mikið öngþveiti er við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl, þar sem þúsundir örvæntingarfullra Afgana freista þess að komast inn á flugvallarsvæðið og forða sér úr landi eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Á fréttamyndum bresku Sky-fréttastöðvarinnar sem teknar voru á laugardagsmorgun má sjá hermenn breiða hvítan dúk yfir minnst þrjú lík.
21.08.2021 - 23:40
Þúsundir smitaðra og þúsundir smituðust á úrslitum EM
Úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta á Wembley-leikvanginum í Lundúnum var svokallaður ofursmitviðburður, þar sem á þriðja þúsund áhorfenda á og utan við leikvanginn voru smituð af COVID-19 og enn fleiri hafa líklega smitast. Þetta kemur fram í skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda um nokkra fjölmenna viðburði síðustu mánuði og ætlaða dreifingu smita út frá þeim. Þar segir einnig að vel megi koma í veg fyrir ofursmit á fjölmennum viðburðum, ef rétt er að þeim staðið.
21.08.2021 - 06:50
Raab í sumarfríi meðan Kabúl féll
Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta, sætir nú þrýstingi heima fyrir vegna þess hvernig hann hélt á málum í aðdraganda þess að Kabúl féll í hendur talíbana.
20.08.2021 - 12:57
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
Meðalforstjóri með 86 föld laun meðalstarfsmanns
Forstjóri AstraZeneca launahæstur breskra forstjóra
Þótt laun forstjóra helstu fyrirtækja Bretlands hafi að meðaltali lækkað um sautján af hundraði á síðasta ári þurfa þeir tæpast að herða sultarólina því enn þéna þeir að meðaltali 86 sinnum meira en meðalstarfsmenn fyrirtækjanna sem þeir stýra. Og sá sem mest bar úr býtum þénaði raunar umtalsvert meira í fyrra en árið þar á undan. Sá heitir Pascal Soriot og er forstjóri lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, sem framleitt hefur eitt mest notaða bóluefnið gegn COVID-19.
19.08.2021 - 05:19
Spegillinn
Reiðilestrar í breska þinginu
Umræðurnar í dag í breska þinginu um atburðina í Afganistan voru óvenju heitar og tilfinningaþrungnar. Gagnrýninni ringdi yfir Boris Johnson forsætisráðherra og bresku stjórnarinnar og sú beittasta kom frá stjórnarþingmönnum.
18.08.2021 - 18:33
Segir að meta beri gerðir Talibana en ekki orð þeirra
Forsætisráðherra Bretlands varði framgöngu Breta í Afganistan og sagði alla mögulega atburðarás hafa verið undirbúna. Dæma beri stjórn Talibana út frá gerðum þeirra en ekki orðum. Breska þingið fjallar um málefni Afganistan í dag.
Brýnt að Afganistan verði ekki skjól hryðjuverkamanna
Þjóðarleiðtogar lýsa miklum áhyggjum af því að Afganistan verði að nýju skjól fyrir hryðjuverkamenn. Beita þurfi öllum leiðum til að koma í veg fyrir að það gerist.