Færslur: Bretaland

Meghan segist hafa íhugað að svipta sig lífi
Meghan hertogaynja af Sussex íhugaði að vinna sjálfri sér mein, svo erfitt reyndist henni lífið innan bresku konungsfjölskyldunnar. Þetta kom fram í viðtali sem Meghan og Harry Bretaprins veittu Oprah Winfrey og sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Það verður sýnt í Bretlandi í kvöld.
Spegillinn
Covid og kleinuhringsfyrirbærið
Á Covid-19 tímum glíma ýmsar stórborgir við kleinuhringsfyrirbærið: dauðar miðborgir en ný umsvif í öðrum hverfum. Í Bretlandi hefur ríkisstjórnin hvatt fólk til að fara aftur í vinnuna, líkt og það væri þegnskylda að bjarga miðborgum. Aðrir telja þetta enn eitt dæmi um að veirufaraldurinn ýtir undir þróun, sem var þegar hafin.
02.09.2020 - 17:00
 · Erlent · London · Bretaland · COVID-19
Spegillinn
Brexit í afturábakgír
Þrátt fyrir orð Boris Johnsons forsætisráðherra Breta í júní um að hespa nú af Brexit-samningunum við Evrópusambandið telur Michel Barnier aðalsamningamaður ESB að í síðustu samningatörn hafi heldur miðað aftur á bak en áfram. Fyrir mánuði taldi Barnier samninga ólíklega og eins nú. Það hefur ekkert heyrst nýlega hvernig staðan horfi við forsætisráðherra Breta né öðrum ráðherrum.
27.08.2020 - 09:53
 · Erlent · Brexit · Bretaland · ESB
Bretar ræða aðra ESB-þjóðaratkvæðagreiðslu
Um leið og breska stjórnin gerir tilraun til að semja við Evrópusambandið, á síðustu stundu, gera ýmsir þingmenn sér vonir um að þingmeirihluti náist fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á afstöðu kjósenda síðan 2016 en áhugaverðasti hópurinn er kannski sá hópur sem kaus ekki 2016. Í þeim hópi er meirihluti hlynntur ESB-aðild.
15.10.2019 - 17:43
 · Erlent · Brexit · Bretaland
Fréttaskýring
Nokkrir stormasamir dagar í lífi Boris Johnson
Boris Johnson hefur verið falið að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu fyrir 31. október, með eða án samnings við sambandið, með góðu eða illu. Verkefni sem Theresa May var kosin til en mistókst. Hingað til hefur gengið brösuglega og ýmislegt gengið á þrátt fyrir stutta stjórnartíð Johnsons.
04.10.2019 - 07:05
Hunsar íslenska sólar-samviskubitið í hitanum
Gert er ráð fyrir að hitabylgjan í Evrópu nái nýjum hæðum i dag með hugsanlegum hitametum í Frakklandi og Bretlandi. Hitamet voru slegin í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi í gær. Á Ítalíu og í Frakklandi hafa verið gefnar út rauðar viðvaranir vegna hitabylgjunnar. Búist er við að hiti fari í 42 gráður í París í dag.
25.07.2019 - 13:28
Í hnotskurn
Tíu atriði um Brexit án samnings
Bresk stjórnmál hafa síðustu mánuði, og jafnvel ár, snúist um fátt annað en Brexit. Eins og staðan er einmitt núna ganga Bretar úr Evrópusambandinu á föstudag án samnings. Líklegt er þó að það breytist á næstu dögum því Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun fara formlega fram á frest til júníloka á leiðtogafundi ESB í Brussel á morgun 10. apríl.
09.04.2019 - 15:15
May skoðar 4. atkvæðagreiðsluna um samninginn
Brexit-samningur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands gæti farið fyrir til atkvæðagreiðslu á þinginu í fjórða sinn. Honum hefur verið hafnað þrisvar af neðri málstofu breska þingsins.
30.03.2019 - 12:36