Færslur: Bretadrottning

Biðja drottningu afsökunar á partýstandi
Forsætisráðuneyti Bretlands hefur sent afsökunarbeiðni til Buckingham hallar vegna tveggja starfsmannateita sem haldin voru að Downingstræti 10 16. apríl í fyrra, kvöldið fyrir jarðarför Filippusar Bretaprins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar. Starfsfólk ráðuneytisins skemmti sér fram undir morgun.
14.01.2022 - 12:44
Læknar Elísabetar II ráðleggja henni hvíld næstu vikur
Læknar Elísabetar Bretadrottingar ráðleggja henni að hvílast og hafa hægt um sig næstu tvær vikur. Drottningin hefur haft í mörg horn að líta undanfarið en hún var lögð inn á sjúkrahús eina nótt fyrr í mánuðinum.
Drottningin situr heima á meðan Karl fer til Glasgow
Elísabet Bretadrottning verður ekki viðstödd loftslagsráðstefnuna í Glasgow af heilsufarsástæðum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Drottningin, sem er 95 ára gömul, hætti við heimsókn sína til Norður-Írlands í síðustu viku. Hún undirgekkst í kjölfarið ýmsar rannsóknir á spítala og hefur verið ráðlagt að hafa hægt um sig í nokkra daga.
Filippus prins dvelur enn á sjúkrahúsi
Filippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, dvelur enn á sjúkrahúsi Játvarðar VII í London þar sem hann var lagður inn á miðvikudaginn eftir að hafa fundið fyrir vanlíðan dagana á undan. Það er mat lækna prinsins, sem verður 100 ára í júní, að hann þurfi á eftirliti og hvíld að halda.
Myndskeið
Þú ert ekki einn segir Bretadrottning
Elísabet Bretadrottning ávarpaði þjóð sína í dag og hughreysti þá sem nú finna fyrir sorg eða einmanaleika. Vegna heimsfaraldursins ver hún jólunum í ár aðeins með eiginmanni sínum, Filippusi prins, en ekki stórfjölskyldu sinni eins og vaninn er. Hún sagðist upprifin yfir samstöðu fólks og hjálpsemi. Alls staðar í breska samveldinu hafi í kórónaveirufaraldrinum sprottið upp sögur um góða samverja sem hafi lagt öðrum lið, óháð kyni þeirra eða uppruna.
25.12.2020 - 18:11