Færslur: Breska þingið

Fyrsta heimsókn nýs konungs í þingið
Karl þriðji Bretakonungur kom í fyrsta sinn í breska þingið í morgun sem þjóðhöfðingi. Vika er í útför Elísabetar Englandsdrottningar. Harry Bretaprins gaf frá sér yfirlýsingu í dag, þá fyrstu eftir andlát drottningar.
Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisbrot
Tvær konur saka ráðherra í ríkisstjórn Bretlands og aðstoðarmann í breska forsætisráðuneytinu um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í frétt Sky News. Mennirnir eru sagðir vera enn í sömu störfum.
02.09.2022 - 11:25
Aukin stéttaskekkja á breska þinginu
Einungis einn af hverjum hundrað þingmönnum breska Íhaldsflokksins telst koma úr verkamannastétt og sjö af hverjum hundrað þingmönnum. Til samanburðar teljast 34 prósent allra fullorðinna Breta tilheyra verkamannastétt.
24.07.2022 - 15:57
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Eftirmenn Johnsons og lýðræðið í hættu
Sex eru eftir í baráttunni um að taka við af Boris Johnson sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Penny Mordaunt, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fengu flest atkvæði í fyrstu umferð í kosningu þingmanna Íhaldsflokksins um nýjan leiðtoga. Þau fengu 88 og 67 atkvæði en 358 eru í þingflokknum. Athygli vekur að af þeim sex sem eru eftir eru fjórar konur og þrjú frambjóðenda eru ekki hvít á hörund.
Boris Johnson ætlar ekki að yfirgefa skipið
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, var til svara í breska þinginu klukkan ellefu í morgun. Keir Starmer formaður Verkamannaflokksins, og þingmenn annarra flokka þjörmuðu að forsætisráðherranum vegna upplausnarástands í ríkisstjórninni. Fjöldi ráðherra og annarra háttsettra þingmanna hefur sagt af sér síðasta sólarhring og ekki sér fyrir endann á.
06.07.2022 - 10:58
Fleiri þingmenn breska Íhaldsflokksins segja af sér
Titringur er í breskum stjórnmálum vegna afsagnar tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Boris Johnsons, forsætisráðherra í kvöld. Fleiri þungavigtarmenn úr þingflokki Íhaldsmanna hafa sagt af sér í kjölfarið. Margir stjórnmálaskýrendur í Bretlandi spá því að Johnson muni hrökklast frá völdum innan tíðar.
Breska þingið staðfestir barnabann
Þverpólitísk þingnefnd í breska þinginu hefur staðfest reglur um að þingmönnum sé bannað að koma með börn inn í þingsal meðan umræður fara fram. Þingnefndin tók málið fyrir eftir að þingmaður mætti á þingfund með þriggja mánaða barn í fanginu.
30.06.2022 - 10:51
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Heimsglugginn
Bresk og sænsk stjórnmál og spá um fall Pútíns
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stóð af sér vantrauststillögu í Íhaldsflokknum, en fleiri greiddu atkvæði gegn honum en búist var við. Staða hans er talin veikari en áður. Þetta var meðal efnis er Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugganum í morgun. Þeir fjölluðu einnig um að breski leyniþjónustumaðurinn Christopher Steele spáir því að Vladimít Pútín Rússlandsforseti verði ekki við völd eftir þrjá til sex mánuði.
Bretadrottning flytur ekki ávarp við þingsetningu
Breska hirðin hefur tilkynnt að Elísabet II Bretadrottning flytji ekki ræðu við árlega þingsetningarathöfn í Westminster í dag. Karl ríkisarfi, prinsinn af Wales hleypur í skarðið fyrir móður sína.
Þingið rannsakar hvort Johnson hafi logið
Breska þingið hefur samþykkt að rannsaka hvort Boris Johnson forsætisráðherra hafi logið að þinginu í málflutningi sínum um veisluhöld á stjórnarheimilinu á meðan kórónuveirutakmarkanir heimiluðu slíkt ekki.
21.04.2022 - 16:23
Segist hafa misst ráðherrastól vegna trúar sinnar
Þingmaður breska Íhaldsflokksins segist hafa verið rekinn úr embætti undirráðherra í samgönguráðuneytinu vegna trúar sinnar. Aðstoðarforsætisráðherra segir þörf á að rannsaka málið.
23.01.2022 - 15:56
Boris Johnson baðst afsökunar á garðveislu
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst afsökunar og kvaðst axla ábyrgð, þegar hann viðurkenndi í neðri málstofu þingsins, í dag að hafa tekið þátt í garðveislu í Downingstræti 10 í maí 2020. Þá voru strangar sóttvarnareglur í gildi á Englandi með samkomubanni og fólki meinað að fara að heiman nema það ætti brýnt erindi.
12.01.2022 - 12:45
Nokkuð um eiturlyfjaneyslu í breska þinginu
Um helgina birtust fréttir um að á salernum í breska þinginu væru merki um kókaín, vísbending um kókaín-neyslu þar að staðaldri. Og einmitt nú í vikunni kynnti breska stjórnin tíu ára áætlun til draga úr eiturlyfjanotkun í Englandi og Wales.
08.12.2021 - 07:15
Spegillinn
Sögulegur átakadagur í breskum stjórnmálum
Stundum gengur svo mikið á í stjórnmálunum að einstaka dagar verða sögulegir. Þannig var miðvikudagurinn í Bretlandi. Hörð átök í breska þinginu þar sem þingforsetinn þaggaði einarðlega niður í Boris Johnson forsætisráðherra. Stóru átakaefnin eru aukastörf þingmanna, lestarframkvæmdir og jöfnun aðstöðumunar milli landshluta og umönnun utan sjúkrastofnana.
19.11.2021 - 20:01
Segir að meta beri gerðir Talibana en ekki orð þeirra
Forsætisráðherra Bretlands varði framgöngu Breta í Afganistan og sagði alla mögulega atburðarás hafa verið undirbúna. Dæma beri stjórn Talibana út frá gerðum þeirra en ekki orðum. Breska þingið fjallar um málefni Afganistan í dag.
Big Ben sló til að marka útgöngu Breta
Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika klukkan ellefu að staðartíma þar eða á miðnætti á meginlandi Evrópu. Til að marka tímamótin sló þinghúsklukkan í Westminster, Big Ben sínum dimma hljómi klukkan ellefu.
Breska þingið samþykkir lög um framtíðarsamskipti
Breska þingið samþykkti í gær, miðvikudag, löggjöf sem lýtur að framtíðarsamskiptum við Evrópusambandið. Þingið var kallað til starfa úr jólafríi til að ræða og greiða atkvæði um lögin sem voru afgreidd á mettíma.
Útgöngubanni linnir á Englandi en strangar reglur gilda
Á morgun, miðvikudag, linnir fjögurra vikna útgöngubanni á Englandi sem var fyrirskipað til að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.
Spegillinn
Fjárlagaloforð á tímum á tímum veirunnar
Vaxtalækkun Englandsbanka í morgun gaf tóninn fyrir fjárlög til að bregðast við veirufaraldrinum, sem Rishi Sunak fjármálaráðherra Breta lagði fram í dag. Stóra spurningin var hversu mikið fjármálaráðherra myndi fjarlægjast áratugs niðurskurðarstefnu Íhaldsflokksins.
11.03.2020 - 18:47
 · Erlent · Bretland · Breska þingið · Brexit · COVID-19
Þingsalurinn mótar stjórnmálin
Það er ekki bara ein leið við að skipuleggja þingsal, en grunnmynd salarins getur verið táknræn fyrir skilning fólks á eðli valdsins í samfélaginu og jafnvel mótað umræðumenningu stjórnmálanna. Standa þingmenn fyrir ólíka hagsmuni og ósamrýmanlega hugmyndafræði eða eru þeir samstarfsmenn og ein heild? Eiga þeir að rökræða vandamál á jafningjagrundvelli eða eiga þeir hlusta á leiðtogann og meðtaka sannleikann?
14.09.2019 - 13:39