Færslur: Breiðablik

Aldrei séð aðra eins hegðun hjá knattspyrnumönnum
Lögregla varð að skakka leikinn þegar uppúr sauð milli leikmanna Breiðabliks og svartfellska liðsins Buducnost Podgorica í gærkvöldi. Stuðningsmaður Breiðabliks segist aldrei hafa séð aðra eins hegðun á knattspyrnuvelli. 
Breiðablik upp í þriðja sæti eftir stórsigur
Breiðablik vann í kvöld 4-0 stórsigur gegn Víkingum frá Reykjavík í efstu deild karla í knattspyrnu. Liðin voru fyrir leik kvöldsins í öðru og fjórða sæti deildarinnar og var því búist við jöfnum og spennandi leik.
Missa af Símamótinu en bera sig vel í sóttkví
Hópur stúlkna í 5. flokki í íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu mun ekki taka þátt í Símamótinu í Kópavogi þessa helgi eftir að smit kom upp hjá einum leikmanni í hópnum. Símamót Breiðabliks er eitt stærsta fótboltamót sumarsins en von er á um þrjú þúsund þátttakendum í 5., 6. og 7. flokki í Smárann um helgina.
08.07.2021 - 16:01
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
„Stelpurnar hafa notið sín alveg sérstaklega vel“
Síðustu leikir símamótsins í knattspyrnu fara fram í dag, en mótið var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks, segir mótið hafa gengið framar vonum.
12.07.2020 - 11:56
„Þetta er vandmeðfarið“
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að nafnbirtingar fjölmiðla á einstaklingum sem smitast hafa af COVID-19 séu vandmeðfarnar. Hún telur að ekki sé hægt að fullyrða hvort slíkar nafnbirtingar feli í sér brot gegn persónuverndarlögum eða stjórnarskrárvörðum réttindum.
30.06.2020 - 17:20
Uppruni hópsmitsins hugsanlega annar en talið var
Uppruni hugsanlegs hópsmits, sem hefur valdið því að hundruð manns eru nú í sóttkví, kann að vera allt annar en talið var. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kallað út til að komast að hinu sanna. Á meðan eru gestir úr fimm veislum sem haldnar voru síðustu helgi komnir í sóttkví. 
Margir þurfa í sóttkví í dag vegna Stjörnuleikmanns
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir líklegt að margir þurfi að fara í sóttkví í dag vegna leikmanns Stjörnunnar sem greindist með kórónuveirusmit í morgun. Smitið er talið tengjast leikmanni Breiðabliks sem kom frá Bandaríkjunum 17. júní. Sýni hans á landamærunum var neikvætt en hins vegar fór hann aftur í sýnatöku á miðvikudaginn og það reyndist jákvætt.
27.06.2020 - 12:33
Smitið í Stjörnunni talið tengjast Breiðabliks smitinu
Smit sem kom upp hjá knattspyrnumanni í Stjörnunni í gær er talið tengjast smiti sem kom upp hjá knattspyrnukonu í Breiðablik fyrr í vikunni.
27.06.2020 - 11:09
Stærsta hópsýking síðan faraldurinn hófst
Þrjú hundruð eru í sóttkví vegna smits sem rekja má til leikmanns Breiðabliks. Þetta er stærsta verkefni smitrakningarteymisins til þessa. Til greina kemur að skimaðir farþegar frá áhættulöndum, fari líka í sóttkví.
Þurfa að ræða við um 300 manns vegna smits í Breiðablik
Haft hefur verið samband við yfir sjötíu manns sem fara í sóttkví eftir að knattspyrnukona hjá Breiðablik greindist með kórónuveiruna.