Færslur: Brasilíska afbrigðið

Allir frískir í súrálsskipinu sem hélt til hafs í dag
Súrálsskipið sem legið hefur við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði frá 20. mars síðastliðnum með kórónuveirusmitaða skipverja um borð hélt til hafs á þriðja tímanum í dag.
Binda vonir við að súrálsskipið sigli á ný um helgina
Líðan þeirra tíu skipverja af súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, sem greindust með COVID-19, heldur áfram að þróast í rétta átt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þeir átján sem enn eru um borð fóru í sýnatöku í gær til að meta stöðuna og gert er ráð fyrir að skipið geti siglt á ný um eða eftir helgi.
Yfir fjögur þúsund dauðsföll á einum sólarhring
Fleiri en fjögur þúsund dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Brasilíu síðasta sólarhring, að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Þetta er í fyrsta sinn sem yfir fjögur þúsund deyja á einum sólarhring af völdum sjúkdómsins í Brasilíu.
Skipverjarnir á Reyðarfirði heldur að braggast
Níu þeirra tíu skipverja sem greindust með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði eru enn um borð og samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Austurlandi eru þeir heldur að braggast. Sá tíundi var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudagskvöld.
Meðferð við brasilíska afbrigðinu sama og við öðrum
Meðferð við brasilíska afbrigði kórónuveirunnar er eins og við öðrum afbrigðum hennar, að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar Landspítalans, en skipverji af erlendu flutningaskipi sem greindist með veiruna hefur verið fluttur á Landspítalann.
Brasilíska afbrigðið líklega komið til landsins
Brasilíska afbrigði kórónuveirunnar er líklega komið til landsins. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ný bylgja faraldursins gæti verið að hefjast og hugsanlega þarf að grípa til hertra aðgerða með skömmum fyrirvara. 
Brasilíska afbrigðið greinist í Svíþjóð
Fjórir Svíar hafa greinst með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta afbrigði greinist í landinu. Allir sem greindust eru búsettir í Gävleborg-héraði sem er í austurhluta landsins.
Telur líklegt að yfirvöldum í Brasilíu hafi skjátlast
Smitsjúkdómalæknir segir að nýtt kórónuveiruafbrigði í Brasilíu veki ákveðinn ugg. Hann telur þó líklegra en ekki að þau bóluefni sem hafa verið þróuð vinni á því.