Færslur: Bragi Páll Sigurðarson

Lagalistinn
„Óheiðarleiki og klúður var minn raunveruleiki“
„Þegar ég þekkti ekkert nema ósigra molnuðu öll mín plön niður,“ segir Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur og sjómaður. Hann tók ákvörðun árið 2012 um að fara í meðferð á Vogi og segir að allt gott sem hafi komið fyrir sig síðan hafi verið vegna þess. Sögupersónur sínar í vinsælum skáldsögum byggir hann að hluta á sjálfum sér á snemmfullorðinsárum, fyrir meðferð.
13.01.2022 - 09:50
Kiljan
Arnaldur myrtur í „heiðarlegri lygasögu“
Bragi Páll Sigurðarson beislar eigin örvæntingu og gremju í nýútkominni skáldsögu þar sem einn vinsælasti höfundur landsins finnst myrtur.
Viðtal
Lesa upp úr dagbókum ef þær verða ekki eldsmatur áður
Rithöfundahjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson lesa brot hvaðanæva að og mögulega úr eigin dagbókum á húslestri í Gerðubergi.
Gagnrýni
Þrælskemmtileg bók sem gengur fram af manni margoft
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að fyrsta skáldsaga Braga Páls Sigurðarsonar sé skemmtileg og groddaleg lesning. Þó að Guðrún Baldvinsdóttir hafi ekki þolað sögulufsuna Eyvind í upphafi kunni hún betur við hann eftir því sem bókinni og ævintýralegum raunum hans fleygir fram.
Gagnrýni
Fljótandi að feigðarósi í hamfarakenndri framvindu
Íslandssagan aftur á bak liggur undir í fyrstu skáldsögu Braga Páls Sigurðarsonar sem rekur katastrófískar hrakfarir þrítuga dugleysingjans Eyvindar. Bókin er bráðfyndin og haldið er utan um martraðakennda framvinduna af miklu öryggi í yfirveguðum stíl og kraftmiklum texta.
Viðtal
Skiptast á að vera Auður Laxness
„Þetta er alls ekki í lagi,“ viðurkennir Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur um tilvonandi jólahald á hennar heimili en hún og Bragi Páll Sigurðarson, maki hennar sem einnig er skáld, eignuðust saman barn á dögunum samtímis því að þau gefa bæði út sína fyrstu skáldsögu. „Nei þetta algjörlega hræðilegt að raða þessu svona upp og það sýnir bara skort á dómgreind,“ samsinnir Bragi.