Færslur: Bræður Ítalíu

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ítalía og Íran, kosningar og mótmæli
Kosningar verða á Ítalíu á sunnudag og kannanir benda til sigurs hægri flokka. Fari svo verður Giorgia Meloni næsti forsætisráðherra. Hún er leiðtogi Fratelli d'Italia, flokks sem á ættir að rekja til fasistahreyfingarinnar á Ítalíu. Fratelli d'Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er í bandalagi með tveimur öðrum hægriflokkum, Lega og Forza Italia. Leiðtogar þeirra eru Matteo Salvini og Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.
Ítalía: Hægri flokkur Meloni á mikilli siglingu
Skoðanakannanir benda til þess að Giorgia Meloni geti orðið fyrsta konan í embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrir hægri sinnaða ríkisstjórn. Tæpar tvær vikur eru til kosninga.