Færslur: Bræðralag Ítalíu

Útlit fyrir hægrisinnuðustu stjórn Ítalíu frá 1945
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, kveðst reiðubúin að taka við forsætisráðherraembættinu, fyrst kvenna, og verða leiðtogi allra Ítala. Flokkur hennar hlaut allt að fjórðung atkvæða í þingkosningum í gær.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ítalía og Íran, kosningar og mótmæli
Kosningar verða á Ítalíu á sunnudag og kannanir benda til sigurs hægri flokka. Fari svo verður Giorgia Meloni næsti forsætisráðherra. Hún er leiðtogi Fratelli d'Italia, flokks sem á ættir að rekja til fasistahreyfingarinnar á Ítalíu. Fratelli d'Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er í bandalagi með tveimur öðrum hægriflokkum, Lega og Forza Italia. Leiðtogar þeirra eru Matteo Salvini og Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.