Færslur: bráðamóttaka Landspítala

Myndskeið
Tveir fluttir á bráðadeild og einn handtekinn
Tveir voru fluttir á bráðadeild og einn hefur verið handtekinn eftir að tveimur byggingaverkamönnum, sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi í morgun, sinnaðist.
Segir upp á bráðamóttöku: „Vonin bara dó í gær“
Bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans ákvað í gær að segja upp störfum vegna langvarandi álags og lélegs aðbúnaðar á deildinni. Hún segir að von sé á fleiri uppsögnum í dag. Starfsfólk hafi lengi kallað eftir breytingum en án árangurs. 
Ástand á bráðamóttöku það versta í áratug segir fagfólk
Hjúkrunarfræðingar á Bráðamóttöku krefjast þess að stjórnvöld og Landspítali staðfesti skriflega að ábyrgðin liggi þar en ekki hjá hjúkrunarfræðingum, komi upp alvarleg atvik sem rekja megi beint eða óbeint til álags á Bráðamótttökunni. Ástandið á Bráðamóttökunni sé það versta sem komið hefur upp í rúman áratug.