Færslur: Bráðamóttaka

Braut rúðu á bráðamóttökunni í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í nótt sem hafði brotið rúðu á bráðamóttökunni. Maðurinn var í annarlegu ástandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. 
03.04.2022 - 08:41
Hálkuslys fá miðað við aðstæður
Eins og víða á landinu hefur verið mikil hálka verið á Akureyri síðustu daga. Læknir á bráðamóttöku segir slysin í raun mjög fá miðað við aðstæður.
Segir ástandið farsakennt og hvetur ráðherra til dáða
Hátt í 80 prósent þeirra sjúklinga sem nú eru á bráðamóttöku Landspítalans hafa lokið meðferð þar og bíða eftir að komast á aðrar deildir. Yfirlæknir segir ástandið farsakennt og hvetur nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, til að leysa úr vandanum.
Kallaði fram smá jarðskjálfta - nú þarf lausnir
Neyðarkall hjúkrunarfræðinga og fundur með stjórnendum Landspítalans hefur kallað fram smá jarðskjálfta að sögn bráðahjúkrunarfræðings á spítalanum. Nú bíði hjúkrunarfræðingar samtals um frekari lausnir. Erfiður vetur sé framundan.
Ástandið í heilbrigðiskerfinu jaðri við sturlun
Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið í heilbrigðiskerfinu jaðra við sturlun. Ófært sé að bjóða sjúklingum og starfsfólki upp á ástand sem þetta. Stjórnvöld verði að gera eitthvað róttækt í málefnum spítalans og það strax. Ástandið á bráðamóttökunni sé ófært.
Fá rafskútuslys miðað við fjölda ferða
Rafskútuslys eru ekki algeng miðað við þann fjölda ferða sem farnar eru á þessum fararskjótum. Komum á slysadeild fjölgar milli ára og er fjölgunin einkum rakin til fullorðinna.
Brýnir fyrir læknum að gæta varkárni í ummælum
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir bráðamóttöku spítalans vel mannaða og vel tækjum búna, þótt húsrýmið mætti vera meira. Vanda hennar megi ekki síst rekja til þess að þegar aðrir þættir kerfisins virki ekki sem skyldi sé hætt við því að bráðamóttakan ráði illa við hlutverk sitt, enda komi þangað sjúklingar sem ættu að fara annað.
02.10.2021 - 08:12
„Við erum að brjóta mannréttindi sjúklinganna okkar“
„Við erum að brjóta mannréttindi sjúklinganna okkar. Mér finnst eðlilegt að vekja athygli stjórnmálamanna á þessu. Þeirra er valdið. Þeirra er skömmin.“ Svona lýkur nýjum pistli Eggerts Eyjólfssonar, bráðalæknis á bráðamóttöku Landspítalans, á Facebook þar sem hann vekur athygli á aðbúnaði á bráðamóttökunni. Jón Magnús Kristjánsson, kollegi hans, segir ekkert hafa breyst á síðustu árum.
20.09.2021 - 13:57
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Íhugaði að hætta eftir fyrstu vaktina á bráðamóttökunni
Tíu læknanemar sem starfa í sumarafleysingum á bráðamóttöku Landspítala lýsa þungum áhyggjum af undirmönnun sérfræðinga á deildinni í opnu bréfi til framkvæmdastjórnar spítalans í dag. Þau vilja að strax verði gerðar ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi mönnun sérfræðinga á bráðamóttökunni.
Myndskeið
„Það dugar ekkert eitt skref“
Um 100 hjúkrunarrými verða tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu síðar í ár og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonast til að það leysi vanda bráðadeildar Landspítala að hluta. Hún segir að ekkert eitt skref nægi í þessum efnum.
Myndskeið
Meiri samdráttur í sumar - vandi á bráðamóttöku
Meiri samdráttur verður á Landspítalanum í sumar en í fyrrasumar. Breyta á verksviði sérfræðilækna til að bregðast við skorti á bráðalæknum því nokkrir þeirra hafa hætt störfum. Ástandið hefur ekki breyst þrátt fyrir yfirlýsingar og ástandsskýrslur, segir yfirlæknir. Sextán sjúklingar liggja nú fastir á bráðamóttöku því fullt er á öðrum deildum.
130 manns í biðstöðu á Landspítalanum
Alls liggja um það bil hundrað manns á Landspítalanum sem hafa lokið meðferð og bíða þess að fá pláss á hjúkrunarheimili. Fólkið bíður til dæmis á endurhæfingardeild, þrátt fyrir að hafa lokið endurhæfingu, og fyrir vikið bíða um það bil þrjátíu sjúklingar eftir plássi í endurhæfingu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, segir vöntun á hjúkrunarrýmum hafa áhrif víða á spítalanum.
Lítið svigrúm á bráðadeild til að bregðast við hópslysi
Bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull og legudeildir líka og því er geta til að taka á móti mörgum slösuðum, til dæmis eftir hópslys, skert, að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á spítalanum. Því hefur verið beint til fólks að leita frekar á heilsugæslu eða læknavakt, en á bráðamóttöku, vegna vægra slysa eða minniháttar veikinda. Margir sjúklingar bíða á bráðamóttökunni eftir að komast á legudeildir spítalans, þar sem einnig er þröngt. 
Bíða á göngum eftir að komast í spítalarúm
Undanfarna viku hafa um 20 beðið á hverjum degi á bráðamóttöku Landspítala eftir að komast inn á ýmsar legudeildir spítalans eftir að hafa lokið meðferð á bráðamóttökunni. Alltaf þurfa einhverjir að liggja á göngum og það leiðir til þess að sóttvarnir eru ekki eins og best verður á kosið, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum.
Viðtal
Hættur eftir 25 ára starf - álagið hafði áhrif
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segist hafa árum saman reynt að fá fram skipulagsbreytingum til að draga úr álagi á bráðamóttöku en án árangurs. Jón Magnús segir að ástæða vistaskiptanna sé að hluta til álagið sem verið hefur á bráðamóttökunni þar sem sjúklingar þurfa ítrekað að liggja frammi á göngum.
17.01.2021 - 19:19
Mikið álag á bráðamóttöku Landspítala og löng bið
Mikið álag er á Landspítalanum núna, meðal annars á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þar er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika og er sjúklingum vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt utan opnunartíma heilsugæslu ef það er mögulegt.
06.01.2021 - 15:13
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Lögreglan rannsakar andlát konu sem lést eftir útskrift
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál 42 ára konu sem lést hálfum sólarhring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans fyrir viku. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Landspítalinn tilkynnti málið til Landlæknis í gær.
Róðurinn á bráðamóttökunni að þyngjast
„Tilfinningin á bráðamóttökunni er að veikindi og áhrif vegna CoViD-19 faraldursins er að aukast mjög hratt,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. „Við sjáum fleiri með öndunarfæraeinkenni og fleiri með þekkt smit eru að koma til mats á þörf á innlögn,“ skrifar Jón Magnús.
Landspítalinn fékk 15 öndunarvélar að gjöf
Velunnarar Landspítalans færðu honum 15 hátækniöndunarvélar að gjöf í dag. Gjöfin barst frá Bandaríkjunum.
20.03.2020 - 16:14
Fréttaskýring
Vítahringur hjúkrunarheimilanna
Hjúkrunarheimilin senda veika íbúa sína í auknum mæli á spítala af því að ekki er nóg af fagfólki til annast þá á heimilunum. Sumir þeirra eru svo veikir að þeir eiga ekki afturkvæmt. Stjórnendur hjúkrunarheimilanna meta nú hvenær álag á heimilunum stofnar íbúum í hættu og hvenær þurfi að senda þá á brott.
07.02.2020 - 07:00
Myndu vilja 180 hjúkrunarfræðinga til viðbótar á LSH
Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag.
16.01.2020 - 21:48
Stofna átakshóp til að glíma við vanda bráðadeildar LSH
Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Greint er frá niðurstöðunni í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 
16.01.2020 - 19:00
Skynjar pirring í orðum ráðherra
Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem hún lét falla á fundi með læknaráði í gær, um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi. Ebba Margrét segist hafa skynjað pirring í garð ályktana starfsmanna spítalans.