Færslur: Bráðamóttaka

Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Lögreglan rannsakar andlát konu sem lést eftir útskrift
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál 42 ára konu sem lést hálfum sólarhring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans fyrir viku. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Landspítalinn tilkynnti málið til Landlæknis í gær.
Róðurinn á bráðamóttökunni að þyngjast
„Tilfinningin á bráðamóttökunni er að veikindi og áhrif vegna CoViD-19 faraldursins er að aukast mjög hratt,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. „Við sjáum fleiri með öndunarfæraeinkenni og fleiri með þekkt smit eru að koma til mats á þörf á innlögn,“ skrifar Jón Magnús.
Landspítalinn fékk 15 öndunarvélar að gjöf
Velunnarar Landspítalans færðu honum 15 hátækniöndunarvélar að gjöf í dag. Gjöfin barst frá Bandaríkjunum.
20.03.2020 - 16:14
Fréttaskýring
Vítahringur hjúkrunarheimilanna
Hjúkrunarheimilin senda veika íbúa sína í auknum mæli á spítala af því að ekki er nóg af fagfólki til annast þá á heimilunum. Sumir þeirra eru svo veikir að þeir eiga ekki afturkvæmt. Stjórnendur hjúkrunarheimilanna meta nú hvenær álag á heimilunum stofnar íbúum í hættu og hvenær þurfi að senda þá á brott.
07.02.2020 - 07:00
Myndu vilja 180 hjúkrunarfræðinga til viðbótar á LSH
Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag.
16.01.2020 - 21:48
Stofna átakshóp til að glíma við vanda bráðadeildar LSH
Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Greint er frá niðurstöðunni í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 
16.01.2020 - 19:00
Skynjar pirring í orðum ráðherra
Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem hún lét falla á fundi með læknaráði í gær, um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi. Ebba Margrét segist hafa skynjað pirring í garð ályktana starfsmanna spítalans.