Færslur: Bráðadeild

Myndskeið
Tveir fluttir á bráðadeild og einn handtekinn
Tveir voru fluttir á bráðadeild og einn hefur verið handtekinn eftir að tveimur byggingaverkamönnum, sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi í morgun, sinnaðist.
Maðurinn sem þyrla gat ekki sótt enn á sjúkrahúsi
Maðurinn sem slasaðist er bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum í gær er enn á sjúkrahúsi. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, að maðurinn hafi þó reynst minna slasaður en litið hafi út í upphafi.
Unglingapartý í Kópavogi og líkamsárás í miðborginni
Lögreglunni barst tilkynning um unglingapartý í Kópavogi laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að húsið hafi verið troðfullt af unglingum og tómum áfengisumbúðum.
Myndskeið
„Það dugar ekkert eitt skref“
Um 100 hjúkrunarrými verða tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu síðar í ár og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonast til að það leysi vanda bráðadeildar Landspítala að hluta. Hún segir að ekkert eitt skref nægi í þessum efnum.
Sjónvarpsfrétt
Staðan aldrei verri á bráðamóttöku, segir landlæknir
Framkvæmdastjórn Landspítala fundaði í allan dag og mun halda áfram fundi á morgun vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á bráðamóttöku spítalans. Læknar segjast ekki geta tryggt öryggi sjúklinga vegna manneklu, landlæknir segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú og segir þjónustuna á deildinni ekki uppfylla lágmarkskröfur.
Ætla að bregðast við vanda bráðadeildar með hraði
Stjórnendur Landspítala vinna nú með hraði að lausn þess vanda sem fyrirsjáanlegur er á bráðadeild spítalans, en Félag bráðalækna telur að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga þar í sumar vegna skorts á læknum og hjúkrunarfræðingum. Stjórnvöld hafa verið upplýst um stöðuna.
07.06.2021 - 16:19
Hjúkrunarfræðinga vantar á 500 vaktir á bráðadeild
Hjúkrunarfræðinga vantar á 500 vaktir á bráðadeild Landspítala í sumar og fjórir læknar hafa hætt störfum þar það sem af er ári. Formaður Félags bráðalækna segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga á deildinni að óbreyttu. Stjórnendur spítalans funduðu um stöðuna í morgun. 
07.06.2021 - 12:27
Læknar segja öryggi sjúklinga á bráðadeild ekki tryggt
Félag bráðalækna telur að veikum og slösuðum sjúklingum á bráðadeild Landspítala sé stefnt í hættu með „grafalvarlegri undirmönnun“. Öryggi sjúklinga þar sé ekki tryggt og lífi landsmanna þannig stefnt í hættu. Í nýrri yfirlýsingu félagsins er þess krafist að landlæknir knýi á um úrbætur á deildinni af hálfu framkvæmdastjóra og forstjóra spítalans.
05.06.2021 - 10:12
Mikael Smári ráðinn yfirlæknir bráðalækninga
Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Hann tók formlega við stöðunni 1. apríl. Mikael Smári hefur verið staðgengill yfirlæknis frá því að Jón Magnús Kristjánsson sagði upp í janúar. Hann hefur sérfræðileyfi í bráðalækningum í Ástralíu frá 2012 og á Íslandi frá 2015.
21.04.2021 - 13:12
Stór hluti slasaðra á rafskútu undir áhrifum áfengis
Alls leituðu 149 á bráðamóttöku Landspítalans síðasta sumar vegna áverka af völdum rafhlaupahjóla, að meðaltali 1-2 á dag. Mjög stór hluti þeirra var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Guðnýjar Pétursdóttur, hjúkrunarfræðings á bráðadeildinni, á Bráðadegi Landspítalans í gær.
06.03.2021 - 14:58
Bíða á göngum eftir að komast í spítalarúm
Undanfarna viku hafa um 20 beðið á hverjum degi á bráðamóttöku Landspítala eftir að komast inn á ýmsar legudeildir spítalans eftir að hafa lokið meðferð á bráðamóttökunni. Alltaf þurfa einhverjir að liggja á göngum og það leiðir til þess að sóttvarnir eru ekki eins og best verður á kosið, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum.
Yfirlæknir: Höfum séð dauðsföll eftir svona árásir
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði í kvöldfréttum RÚV að honum væri brugðið yfir myndskeiði sem sýnt var af hópárás ungra drengja á annan dreng. Ekki bara vegna þess að hann væri foreldri barna á svipuðum aldri heldur einnig vegna þess hversu alvarleg árásin væri.
20.02.2020 - 19:14