Færslur: Bráðadeild

Stór hluti slasaðra á rafskútu undir áhrifum áfengis
Alls leituðu 149 á bráðamóttöku Landspítalans síðasta sumar vegna áverka af völdum rafhlaupahjóla, að meðaltali 1-2 á dag. Mjög stór hluti þeirra var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Guðnýjar Pétursdóttur, hjúkrunarfræðings á bráðadeildinni, á Bráðadegi Landspítalans í gær.
06.03.2021 - 14:58
Bíða á göngum eftir að komast í spítalarúm
Undanfarna viku hafa um 20 beðið á hverjum degi á bráðamóttöku Landspítala eftir að komast inn á ýmsar legudeildir spítalans eftir að hafa lokið meðferð á bráðamóttökunni. Alltaf þurfa einhverjir að liggja á göngum og það leiðir til þess að sóttvarnir eru ekki eins og best verður á kosið, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum.
Yfirlæknir: Höfum séð dauðsföll eftir svona árásir
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði í kvöldfréttum RÚV að honum væri brugðið yfir myndskeiði sem sýnt var af hópárás ungra drengja á annan dreng. Ekki bara vegna þess að hann væri foreldri barna á svipuðum aldri heldur einnig vegna þess hversu alvarleg árásin væri.
20.02.2020 - 19:14