Færslur: BPO innheimta

„Fáum gríðarlega góðar viðtökur frá skuldurum“
Framkvæmdastjóri BPO-innheimtu á Íslandi segir að misskilnings gæti um kröfur sem fyrirtækið sendi skuldurum smálána í síðustu viku. „Allir greiðendur fengu tölvupóst um að það þyrfti að hafa samband við okkur og að þá myndum við fella niður dráttarvexti og lántökukostnað. Allir mögulegir ólöglegir vextir voru keyptir af BPO en verða ekki innheimtir,“ segir Guðlaugur Magnússon í samtali við fréttastofu.
21.04.2021 - 16:48
Óhætt að eyða SMS-um frá BPO
Fólki sem fékk sms-skilaboð um ógreidda skuld frá innheimtufyrirtækinu BPO er óhætt að eyða því. „BPO Innheimta er ekki að senda út SMS. SMS voru send út og látið líta þannig út að BPO innheimta væri að innheimta gamla skuld. Ef þið fáið slíkt skilaboð, þá er óhætt að eyða þeim,“ segir á vefsíðu BPO, með engum frekari skýringum. Formaður Neytendasamtakanna segir fyrirtækið virðast viðurkenna mistök við innheimtu í síðustu viku en ekki náðist í framkvæmdastjóra BPO við vinnslu fréttarinnar.
21.04.2021 - 13:39