Færslur: Bosnía

Mladic alvarlega veikur á sjúkrahúsi
Ratko Mladic, fyrrum æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Hollandi. Hann af sér lífstíðardóm fyrir stríðsglæpi.
Mannskætt lestarslys í Króatíu
Nokkrir fórust eða slösuðust þegar farþegalest og flutningalest skullu saman í Króatíu í gærkvöld.
10.09.2022 - 01:45
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Voldugur jarðskjálfti reið yfir Balkanskaga í kvöld
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir sunnanverða Bosníu í kvöld og fannst víðs vegar um Balkanskagann. Vitað er að 28 ára gömul kona fórst og foreldrar hennar eru slasaðir. Ekki hafa borist tíðindi af miklu eignatjóni.
23.04.2022 - 00:15
Reyna að koma í veg fyrir að Bosnía liðist í sundur
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja mættust í Brussel í dag til að ræða aukna sundrungu í Bosníu og leita leiða til að koma í veg fyrir að ríkið liðist í sundur.
21.02.2022 - 16:26
Sjónvarpsfrétt
Hátíðahöld í skugga hörmunga
Eid al-Adha, ein af stærstu trúarhátíðum Múslima, er gengin í garð. Gleðin er þó ekki ráðandi alls staðar því íbúar Gaza takast enn á við afleiðingar loftárásanna í maí.
20.07.2021 - 19:52
Lífstíðardómur staðfestur yfir Mladic
Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag dóm Stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu um ævilangt fangelsi yfir Ratko Mladic, fyrrverandi æðsta yfirmanni í her Bosníu-Serba.
Karadzic færður í fangelsi í Bretlandi
Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, verður fluttur frá Haag í Hollandi til Bretlands þar sem hann á að afplána lífstíðarfangelsi sem hann hlaut fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni á dögum Balkanstríðsins.  
12.05.2021 - 15:55
Dularfullt skjal sagt ógna friði á Balkanskaga
Embættismenn á Balkanskaga eru uggandi vegna skjals sem sagt er komið á borð Evrópusambandsins. Í skjalinu er mælt með því að Bosníu og Hersegóvínu verði skipt upp. 
23.04.2021 - 04:45
Átta ungmenni létust í gasleka í sumarhúsi í Bosníu
Fjórir menn og fjórar konur á aldrinum 18-20 ára létust í gasleka í sumarhúsi í þorpinu Trebistovo í suðurhluta Bosníu í nótt eftir nýársfögnuð. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og bosníska sjónvarpsstöðin N1 hefur eftir lögreglumanni að björgunaraðilar hafi verið kallaðir út vegna meðvitundarlausra ungmenna. Langlíklegasta orsökin sé gasleki.
01.01.2021 - 17:01
Handteknir fyrir hörmungar í Bosníu
Níu Serbar voru handteknir í dag, grunaðir um hafa tekið þátt í að drepa 44 almenna borgara í þorpinu Novoseoci í austanverðri Bosníu haustið 1992. AFP fréttastofan hefur eftir saksóknara að mennirnir sé sakaðir um að hafa bæði skipulagt og framkvæmt árásina gegn fólkinu, sem allt var múslimar.
16.09.2020 - 16:32
Verjendur óttast réttarmorð í áfrýjun Ratko Mladic
Í dag er fyrri dagur málflutnings fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag þar sem tekin er fyrir áfrýjun stríðsglæpamannsins Ratko Mladic, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017. Lögmenn Mladic óttast réttarmorð yfir Mladic og segja hann of veikan til þess að taka þátt í réttarhöldunum.
Áfrýjun Mladic tekin fyrir
Málflutningur hefst í dag vegna áfrýjunar Ratko Mladic vegna lífstíðardóms stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag árið 2017. Mladic sem var æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba áfrýjaði dómn­um í mars árið 2018.
25.08.2020 - 02:58
Viðtal
Óttaðist um líf sitt hvern dag í Bosníu-stríðinu
Fórnarlamba þjóðarmorðanna í Srebrenica í Bosníu var minnst í dag, þegar 25 ár eru liðin frá voðaverkunum. Jasmina Crnac sem bjó í Bosníu sem barn segir að ástandið í landinu á tímum stríðsins hafi verið hreint helvíti.
11.07.2020 - 20:27
25 ár liðin frá þjóðarmorði í Srebrenica
Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá þjóðarmorði í bænum Srebrenica í Bosníu. Fórnarlömb voðaverkanna, sem borin voru kennsl á síðustu mánuði, voru jarðsett í dag.
11.07.2020 - 12:27
Stefna Hollandi fyrir Mannréttindadóm vegna Srebrenica
Hópur kvenna sem missti ættingja í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníustríðinu í júlí 1995, þar sem yfir átta þúsund bosnískir múslimar voru myrtir á þremur dögum, hafa stefnt hollenskum stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna voðaverkanna.
Stjórnarkreppu lokið í Bosníu
Eftir rúmlega árslanga stjórnarkreppu tókst þingmönnum í Bosníu loks að koma sér saman um ríkisstjórn í dag. Vonir standa til að það viðræður við Evrópusambandið komist þá aftur á skrið.
24.12.2019 - 01:26
Fyrsta gleðigangan í Sarajevo
Yfir tvö þúsund tóku þátt í fyrstu gleðigöngu hinsegin fólks í Sarajevo í dag. Í göngunni var hatursglæpum í garð hinsegin fólks í Bosníu mótmælt. Yfir 1.100 lögreglumenn vernduðu gönguna fyrir um 150 manna mótmælagöngu gegn hinsegin fólki. 
08.09.2019 - 19:40
Myndskeið
Yfir 1000 fórnarlamba í Srebrenica enn ófundin
Þúsundir minntust þess í Bosníu í dag að 24 ár eru liðin frá einum mestu grimmdarverkum sem framin hafa verið í Evrópu frá því í síðari heimsstyrjöld.
11.07.2019 - 21:56
Lokadómur yfir Karadzic
Dómarar við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag kveða í dag upp fullnaðardóm yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba. Karadsitsj var árið 2016 dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir þátt sinn í stríðinu á Balkanskaga á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. 
20.03.2019 - 08:42
Verndari Srebrenica sýknaður
Naser Oric, fyrrverandi herforingi Bosníumúslima, var í dag dæmdur saklaus fyrir glæpi gegn serbneskum föngum í dómstól í Sarajevo. Auk hans var Sabahudin Muhic ákærður fyrir að drepa serbneska fanga í þorpum í kringum Srebrenica árið 1992.
30.11.2018 - 16:42
Meintir stríðsglæpamenn handteknir
Lögreglan í Bosníu handtók í dag þrjá grunaða stríðsglæpamenn, fyrrverandi liðsmenn í her Bosníu-Serba. Einn þremenninganna, Mile Kosoric að nafni, var foringi í hernum og hinir tveir eru undirmenn hans. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í morðum á átta þúsund karlmönnum og drengjum í Srebrenica árið 1995.
20.12.2017 - 14:10
Mladic dæmdur fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi
Serbneski stríðsglæpamaðurinn Ratko Mladic var í morgun dæmdur sekur um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Hann var æðsti foringi í her Bosníu-Serba í borgarastríðinu í Júgóslavíu 1992 til 1995. Hann var dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag.
22.11.2017 - 11:20
Dómur yfir Mladic kveðinn upp á morgun
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í Haag kveður á morgun upp dóm yfir serbneska stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Hann var æðsti foringi í her Bosníu-Serba og er sakaður um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni.
21.11.2017 - 16:30
Pokemon-veiðurum beint frá jarðsprengjusvæðum
Bosnískum Pokemon-þjálfurum er ráðlagt að halda sig frá svæðum þar sem hætta er á að virkar jarðsprengjur sé að finna. Sprengjurnar voru lagðar í borgarastríðinu á tíunda áratugnum.
20.07.2016 - 02:19

Mest lesið