Færslur: Boris Johnson

Myndskeið
Kosningar í Bretlandi - Samantekt
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofar að uppfylla kosningaloforð sitt um Brexit eftir gott gengi í þingkosningum í gær. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna viðlíka velgengni Íhaldsflokksins í kosningum.
13.12.2019 - 19:26
Boris Johnson til fundar við drottninguna
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fór nú fyrir hádegi á fund Elísabetar Englandsdrottningar til að óska eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn. Breski Íhaldsflokkurinn vann öruggan sigur í þingkosningum í Bretlandi í gær.
13.12.2019 - 12:43
Pundið tók stökk við spána um sigur Íhaldsflokksins
Sterlingspundið breska styrkti stöðu sína verulega gagnvart Bandaríkjadal og evru um leið og útgönguspá stóru sjónvarpsstöðvanna í Bretlandi var birt. Samkvæmt henni vinnur Íhaldsflokkurinn sögulegan yfirburðasigur og verður með traustari meirihluta á þingi en hann hefur haft frá dögum Margrétar Thatcher. Spáin hafði ekki fyrr verið birt en staða pundsins styrktist verulega og það hækkaði um 3 prósent gagnvart Bandaríkjadal og hálfu prósenti betur gagnvart evrunni.
13.12.2019 - 01:33
Fréttaskýring
Íhaldsflokknum spáð meirihluta en spenna samt
Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum og hið þriðja á síðustu fimm árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins, en dregið hefur saman með stóru flokkunum tveimur svo töluverð spenna ríkir um úrslitin. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu í nær heila öld sem haldnar eru í desember.
Myndskeið
Johnson leikur eftir atriði úr Love Actually
Ný kosningaauglýsing breska Íhaldsflokksins hefur vakið athygli, en þar leikur forsætisráðherrann Boris Johnson eftir atriði úr kvikmyndinni Love Actually. Hugh Grant, sem lék í myndinni, segir auglýsinguna góða en að augljóst hafi verið að Johnson hafi ekki treyst sér til að vera boðberi sannleikans.
10.12.2019 - 11:12
Jafnræði með leiðtogunum í lokakappræðum
Þeir Boris Johnson og Jeremy Corbyn skiptust á skotum í síðustu kappræðum sínum fyrir bresku þingkosningarnar í næstu viku. Johnson gagnrýndi andstæðing sinn ítrekað fyrir að gefa ekki upp afstöðu sína um Brexit, en Corbyn sagði forsætisráðherrann vera á leið úr Evrópusambandinu án áætlunar um framhaldið.
07.12.2019 - 01:32
Loforðalisti Johnsons
Boris Johnson leiðtogi breska Íhaldsflokksins kynnti í dag stefnu og áherslur flokksins fyrir komandi kosningar sem verða 12. desember.  Á fundi í Telford í Shrop-skíri ítrekaði Johnson enn að Íhaldsmenn myndu ljúka Brexit af og móta nýtt Bretland. Hann sór þar að 750 milljónum punda á ári yrði varið í menntun 50 þúsund nýrra hjúkrunarfræðinga og búa til svigrúm fyrir 50 milljón komur til heilsugæslulækna.
24.11.2019 - 16:15
Boris biðst afsökunar á frestun Brexit
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar á að hafa ekki komið Bretlandi úr Evrópusambandinu fyrir 31. október, eins og hann hafði lofað. Það séu mikil vonbrigði að ekki hafi orðið úr úrgöngunni og óvissan sem frestuninni fylgi fyrir þjóðina sé sársaukafull. Nú sé þó ekkert annað í stöðunni en að halda áfram.
03.11.2019 - 12:09
Tapaði atkvæðagreiðslu um Brexit-áætlunina
Breska þingið hafnaði í kvöld áætlun bresku ríkisstjórnarinnar um hvernig fjallað yrði um nýjan samning við Evrópusambandið.
22.10.2019 - 18:50
Segja bréfasendingar Johnsons barnalegar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sendi tvö bréf til Evrópusambandsins í gær. Annað til að biðja um frest á úrgöngu Breta úr sambandinu en hitt til að lýsa því yfir að frestun væri ekki góð hugmynd.
20.10.2019 - 12:15
Hvað stendur til á breska þinginu í dag?
Enn ein úrslitastundin í ferli Breta að ganga úr Evrópusambandinu rennur upp í dag ef þingmenn í neðri málstofu breska þingsins greiða atkvæði um úrgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra. Breytingartillaga fyrrum þingmanns Íhaldsflokksins getur staðið í vegi fyrir áætlunum Johnsons.
19.10.2019 - 13:45
Myndskeið
Maki diplómata vill friðhelgi eftir banaslys
Bresk stjórnvöld hyggjast leita svara frá bandarískum stjórnvöldum snúi eiginkona þarlends diplómata ekki aftur til Bretlands fljótlega. Hún varð valdur af bílslysi í lok ágúst þar sem nítján ára breskur piltur lést.
07.10.2019 - 22:19
Fréttaskýring
Nokkrir stormasamir dagar í lífi Boris Johnson
Boris Johnson hefur verið falið að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu fyrir 31. október, með eða án samnings við sambandið, með góðu eða illu. Verkefni sem Theresa May var kosin til en mistókst. Hingað til hefur gengið brösuglega og ýmislegt gengið á þrátt fyrir stutta stjórnartíð Johnsons.
04.10.2019 - 07:05
Segir Johnson hafa káfað á sér
Öll spjót standa nú á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Í gær, þegar hann hefði eflaust viljað einbeita sér að landsfundi Íhaldsflokksins, þurfti hann að svara ásökunum um áreitni í garð fjölmiðlakonu. 
30.09.2019 - 05:46
Boris Johnson ætlar ekki að segja af sér
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að segja af sér embætti til að koma í veg fyrir að þurfa að biðja um aukinn frest varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Enn sé stefnt að því 31. október.
29.09.2019 - 14:14
Íhuga að leggja fram vantraust á Boris Johnson
Þingmenn stjórnarandstöðuflokka á breska þinginu íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Boris Johnson, forsætisráðherra, í næstu viku.
28.09.2019 - 18:08
Segja tímasetninguna enga tilviljun
Það er engin tilviljun að borgaryfirvöld í Lundúnum hafi lagt það til við lögreglu á þessum tímapunkti að rannsaka embættisfærslur Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Breta, frá þeim tíma þegar hann var borgarstjóri Lundúna.
28.09.2019 - 11:04
Boris Johnson sakaður um spillingu
Borgaryfirvöld í Lundúnum lögðu til við lögreglu í gær að embættisfærslur Boris Johnson sem borgarstjóra yrðu rannsakaðar. Johnson er sagður tengjast bandarískri viðskiptakonu sem hlaut styrki á vegum borgarinnar á meðan hann var borgarstjóri.
28.09.2019 - 04:29
Viðtal
Öll spjót standa á Boris og Trump
Þjóðarleiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna, Boris Johnson og Donald Trump, eru í miklum mótbyr þessi dægrin. Boris braut lög þegar hann sendi þingið heim, það er niðurstaða hæstaréttar og Demókratar vilja hefja rannsókn á því hvort Trump verði ákærður vegna óeðlilegra samskipta við forseta Úkraínu.
26.09.2019 - 10:48
Ummæli Johnson féllu í grýttan jarðveg
Ummæli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um þingkonu Verkamannaflokksins sem var myrt í aðdraganda Brexit-kosninganna vöktu mikla reiði í gær, jafnt innan sem utan breska þingsins. Þingkona Verkamannaflokksins greindi frá því á þinginu í gær að fjöldi þingmanna flokksins hafi fengið morðhótanir.
26.09.2019 - 05:52
Viðtal
Eitursvalur Larry þrátt fyrir stjórnmálaólgu
„Þó hann sé embættisköttur er hann ekki pólitískt skipaður. Sviptingarnar eiga ekki að hafa áhrif á stöðu hans þó nýr forsætisráðherra flytji á heimilið,“ fullvissar Vera Illugadóttir áhyggjufulla aðdáendur breska músaveiðarans Larrys. Boris Johnson, nýr húsráðandi í Downingsstræti, er ekki talinn mikill kattavinur.
17.09.2019 - 17:03
Brexit-hremmingar og kosningaóvissa
Uppistand og óvenjulegar uppákomur hafa verið daglegt brauð í breska þinginu undanfarið. Svo eru það dómsmál um heimild forsætisráðherra til að senda þingið heim. Og það stefnir í kosningar. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur misst þingmeirihlutann og þá, að hluta, tökin á framvindunni. Óljóst hver græðir og hver tapar á óreiðunni. Brexit verður lykilatriðið í komandi kosningu og því mikið undir því komið hvort stjórnin getur snúið Brexit-sögunni sér í hag.
12.09.2019 - 17:38
 · Erlent · Brexit · Boris Johnson · Bretland
Leiðtogi Íhaldsflokksins í Skotlandi hættir
Ruth Davidson, leiðtogi Íhaldsflokksins í Skotlandi, tilkynnti á fundi með fréttamönnum á ellefta tímanum að hún ætlaði að láta af embætti og ekki bjóða sig fram til þingsins í Edinborg á ný. Davidson sagði að persónulegar ástæður liggja til grundvallar, hún hefði eignast son á síðasta ári og óskaði að hafa meiri tíma fyrir fjölskylduna.
29.08.2019 - 11:50
Stjórnarandstaðan í Bretlandi ævareið
Gífurleg ólga er í breskum stjórnmálum eftir að Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að senda þingið heim frá annarri viku september til 14. október. Stjórnarandstaðan telur að með þessu vilji Johnson hindra að þingmenn geti komið í veg fyrir að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu.
28.08.2019 - 15:54
Myndskeið
Íranskur ráðherra mætti óvænt til leiks
Fundir G7 ríkjanna héldu áfram í franska bænum Biarritz í dag. Utanríkisráðherra Írans mætti óvænt til Frakklands, en eitt af því sem ráðamennirnir ræða eru leiðir til að draga úr spennu við Persaflóa.
25.08.2019 - 19:10