Færslur: Boris Johnson

„Þetta er búið að eyðileggja jólin“
COVID-19 faraldurinn og takmarkanirnar sem þeim fylgja í Bretlandi hafa í raun eyðilagt jólin fyrir Bretum, segir íslensk kona sem er búsett þar. Stemningin er rólegri en venjulega um jól en vöruskortur veldur áhyggjum.
22.12.2020 - 23:08
Neyðarfundur bresku stjórnarinnar í fyrramálið
Boðað hefur verið til neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar í fyrramálið, eftir að allmörg ríki settu bann á ferðir frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Svartsýni um Brexit samning
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum um viðskiptasamning við Breta, var svartsýnn á að samningar tækjust er hann ávarpaði Evrópuþingið í Strassborg í morgun. Þingið samþykkti í gær að viðræðum yrði að vera lokið á sunnudag svo hægt sé að afgreiða málið fyrir áramót.
18.12.2020 - 12:30
Spegillinn
Brexit – næstu 50 árin
Fríverslunarsamningur við Evrópusambandið mun ekki binda neinn endahnút á Brexit-umræðuna. Það verður ekki undið ofan af 47 ára samband Breta við ESB á nokkrum mánuðum. Báðir stóru flokkarnir, Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn glíma við sinn þátt í þeirri sögu.
16.12.2020 - 20:09
Spegillinn
Brexit-forvöð og fullveldishugmyndir
Það hefur sífellt teygst á síðustu Brexit-forvöðunum. Í morgun sagði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að á sunnudaginn verði skorið úr um hvort forsendur fríverslunarsamnings liggi fyrir. Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná samningum en varar þó við að það stefni í samningslausa útgöngu.
11.12.2020 - 20:22
ESB býður frestun aðgerða
Evrópusambandið bauð í dag Bretum að halda reglum óbreyttum í hálft ár til að koma í veg fyrir að samskipti og samgöngur fari í hnút um áramótin. Svartsýni ríkir um að samningar takist á milli Breta og Evrópusambandsins.
10.12.2020 - 19:49
Segir fólki að búa sig undir samningslaust Brexit
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir miklar líkur á því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samkomulags við Evrópusambandið. Viðskiptalífið og almenningur yrði að vera búin undir slíka stöðu þótt samningaviðræðum verði haldið áfram.
10.12.2020 - 18:59
Enn langt á milli Breta og ESB
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu pattstöðuna í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Kvöldverðarfundur Boris Johnsons og Ursulu von der Leyen skilaði engri niðurstöðu annarri en að viðræðum yrði haldið áfram til sunnudags. Mikið skilur enn í milli.
Boris flýgur til Brussel
Forsætisráðherra Bretlands Boris Johnson flýgur til Brussel síðar í dag til fundar við Ursulu von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samning er Bretland gengur endanlega úr sambandinu um áramótin.
09.12.2020 - 06:53
Bólusetningar hefjast í Bretlandi nú í morgunsárið
Viðamesta bólusetningaráætlun í sögu Bretlands hefst nú í morgunsárið þegar fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer-BioNTech verða gefnir. Dagurinn í dag, 8. desember, hefur fengi viðurnefnið V-dagurinn. Vaffið stendur fyrir vaccine, enska orðið yfir bóluefni.
08.12.2020 - 05:49
Samningaviðræður Breta og ESB halda áfram á morgun
Samningaviðræður fulltrúa Breta og Evrópasambandsins um viðskiptasamning eftir útgöngu Breta um áramót halda áfram á morgun, sunnudag.
Mikilvægur Brexit símafundur áætlaður í dag
Samningamenn Bretlands og Evrópusambandsins gera tilraun til að leysa úr þrátefli samningaviðræðnanna með því að kalla þau Boris Johnson forsætisráðherra og Ursulu Von Der Leyen forseta framkvæmdarstjórnar ESB að borðinu. Til stendur að þau haldi símafund í dag.
Brexit viðræður á lokametrum en þó langt í land
Sendimenn Evrópusambandsins segjast hafa veitt allar mögulegar tilslakanir í samningaviðræðum við Breta. Úr herbúðum Breta berast heitstrengingar um lagasetningu sem gæti grafið undan trausti sambandsins í garð þeirra.
Útgöngubanni linnir á Englandi en strangar reglur gilda
Á morgun, miðvikudag, linnir fjögurra vikna útgöngubanni á Englandi sem var fyrirskipað til að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.
Heimsglugginn
Boris talaði af sér og Mogens sagði af sér
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál í Bretlandi og Danmörku í Heimsglugganum á Morgunvaktinni.
19.11.2020 - 11:16
Aukin framlög til varna Bretlands
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands leggur tillögu um aukin útgjöld til varnarmála fyrir breska þingið í dag. Á næstu fjórum árum stendur til að hækka framlög í málaflokkinn um sem nemur sextán og hálfum milljarði sterlingspunda.
19.11.2020 - 05:56
Spegillinn
Brexit, upphlaup og fjölmiðlafár
Rétt þegar Boris Johnson forsætisráðherra ætlaði að fara að treysta stefnu ríkisstjórnarinnar og koma henni á réttan kjöl eftir hræringar í teymi forsætisráðherra þurfti Johnson að fara í einangrun vegna Covid-19 smits. Stjórnin glímir við stöðug upphlaup í bland við örlagaríka Brexit-samninga við Evrópusambandið og veiruhremmingar.
18.11.2020 - 16:38
Græna iðnbyltingin fjölgar störfum og minnkar mengun
Á Bretlandseyjum verður blátt bann lagt við sölu nýrra hreinræktaðra bensín eða díselbíla frá árinu 2030. Þetta er hluti af svokallaðri grænni iðnbyltingu sem Boris Johnson forsætisráðherra hefur lagt fram og kynnt.
18.11.2020 - 05:43
Boris Johnson í sóttkví
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í sóttkví eftir að hafa verið í návígi við einstakling sem reyndist smitaður af kórónuveirunni.
15.11.2020 - 21:24
Spegillinn
Brexit og deilur í Downing stræti
Allir breskir forsætisráðherra hafa haft ráðgjafa en enginn hefur skapað jafnmargar fréttir og Dominic Cummings fráfarandi ráðgjafi núverandi forsætisráðherra. Cummings virðist hafa orðið undir í valdatafli þar sem einn andstæðingurinn er sambýliskona forsætisráðherra. Allt gerist þetta rétt þegar komið er fram á ögurstund í Brexit-samningum Breta við Evrópusambandið.
13.11.2020 - 20:55
Spegillinn
Sjálfstæði Skota, Johnson, Brexit og COVID
Skoskir sjálfstæðissinnar töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslu 2014 um sjálfstætt Skotland og það átti að útkljá allt sjálfstæðistal um ókomin ár. En nú blómstra sjálfstæðisvonirnar meir en nokkru sinni í krafti vinsælda Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skota og að Boris Johnson forsætisráðherra Breta er óvinsæll í Skotlandi. Brexit og svo glíman við COVID-19 efla sjálfstæðishugmyndirnar enn frekar.
Öllum íbúum Liverpool boðið upp á ítrekaðar skimanir
Allir íbúar Liverpool-borgar, hálf milljón talsins, verða frá og með deginum í dag skimaðir við COVID-19. Borgin verður þar með sú fyrsta á Englandi til að bjóða upp á slíkt en tilgangurinn er að koma í veg fyrir að sjúkrahús borgarinnar yfirfyllist af kórónuveiruskjúklingum.
Englendingar nutu síðasta kvöldsins fyrir útgöngubann
Almenningur á Englandi notaði tækifærið í gær til að skreppa á krána, í verslunarleiðangur eða í klippingu. Algert útgöngubann gekk í gildi á miðnætti sem nær yfir 56 milljónir manna.
05.11.2020 - 06:47
Spegillinn
Covid-aðgerðir sem helgarskemmtun
Það er venjulega hörð samkeppni milli sjónvarpsstöðva um athygli Breta á laugardagskvöldum. Á laugardagskvöldið var skaut óvæntum senuþjófi upp á skjáinn: Boris Johnson forsætisráðherra birtist og boðaði hertar Covid-aðgerðirnar.
03.11.2020 - 16:58
Boris Johnson kynnir mánaðarlangt útgöngubann
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnir seinna í dag mánaðarlangt útgöngubann á Englandi sem tekur gildi á fimmtudag. Þetta er í annað sinn síðan farsóttin barst þangað til lands sem ríkisstjórnin grípur til svo harðra aðgerða. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
31.10.2020 - 16:35