Færslur: Borgarlína

Ákvörðun um Borgarlínu vísað til bæjarstjórnar
Ákvörðun um þátttöku Seltjarnarnesbæjar samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínu og undirbúningsvinnu við framtíðaruppbyggingu samgöngumannvirkja var vísað til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs í morgun.
Hefja formlegar viðræður um samgöngur
Stýrihópur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á að ráðstafa 102 milljarða fjárfestingu ríkisins í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.
Framkvæmdir við borgarlínu hefjist árið 2021
Um fátt var rætt meira fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en áform um borgarlínu. Á málþingi Reykjavíkurborgar í morgun var farið yfir stöðu verkefnins. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu hefjist árið 2021. Borgarlínan er nú á undirbúningsstigi sem mun kosta á annan milljarð króna.
29.03.2019 - 19:31
Myndskeið
Samþættar almenningssamgöngur í bígerð
Stjórnvöld ætla að endurskipuleggja almenningssamgöngur á landsbyggðinni og samræma strætó, flug og ferjur. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 300 milljónum í undirbúning borgarlínu á þessu ári.
Myndskeið
Fá að innheimta tafagjöld í borginni
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja fá leyfi til að innheimta mengunar- og tafagjöld í borginni. Þetta kemur fram í tillögum Verkefnahóps um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem kynntur var fyrir helgi. Borgarstjóri segir stóru tíðindin vera breið samstaða ríkis og sveitarfélaga um uppbygginu umferðarmannvirkja á Höfuðborgarsvæðinu.
02.12.2018 - 19:27
Borgarlínan verði fjármögnuð með veggjöldum
Fjármagna á Borgarlínu og stofnæðaframvæmdir á höfuðborgarsvæðinu að hluta með veggjöldum, samkvæmt tillögum viðræðuhóps sveitarfélaga og ríkisins sem skilaði skýrslu sinni til ráðherra í gær.
20.11.2018 - 22:02
Samþykkt að hefja undirbúning borgarlínu
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í kvöld að fela umhverfis- og skipulagsviði að hefja undirbúning að gerð borgarlínu. Í því felst að gera þarf breytingar á aðalskipulagi og hefja skipulagsvinnu rammaskipulags. Þá þurfi að skipuleggka uppbyggingu húsnæðis meðfram þróunarásum borgarlínu þar sem unnið verði sérstaklega með „hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“, eins og það er orðað í tillögunni.
18.09.2018 - 19:11
Borgarlína á mannamáli
Hvað þýðir það að setja Miklubraut í stokk? Og hvað er þessi Borgarlína nákvæmlega? Er það lestarkerfi eða sporvagnakerfi eða er það bara strætókerfi? Þessum spurningum svaraði Guðmunur Kristján Jónsson skiplagsfræðingur og hlaðvarpsþáttarstjórnandi.
22.05.2018 - 08:30
Beint
Kynna Borgarlínu í Ráðhúsi Reykjavíkur
Opinn kynningarfundur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir hádegi um Borgarlínuverkefnið sem unnið er í samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
09.02.2018 - 08:26
  •