Færslur: Borgarlína

Fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti Strætó
Strætó kynnti í dag fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti sem innleiða á næstu árin með tilkomu Borgarlínu og breyttum áherslum í uppbyggingu leiðakerfisins. Samkvæmt þessum fyrstu hugmyndum verða sjö stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu og ellefu almennar leiðir. Vagnar á stofnleiðum aka samkvæmt þessu á sjö til tíu mínútna fresti á annatímum en fimmtán til tuttugu mínútna fresti þess utan.
09.10.2019 - 22:10
Myndskeið
Óttast tvísköttun á höfuðborgarsvæðinu
Formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lýsa áhyggjum af því hvernig hugmyndir um gjaldtöku á höfuðborgarsvæðinu verða útfærðar. Þeir lýstu á hyggjum af tvísköttun á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndirnar er að finna í samkomulagi stjórnvalda og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu í samgöngumálum. Samgönguráðherra sagði gjaldtökuna vera með öðrum hætti en þá sem hann hafnaði fyrir síðustu kosningar.
29.09.2019 - 12:51
Myndskeið
Opnað á lagningu Sundabrautar
Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumannvirkja og borgarlínu liggur fyrir og verður undirritað á fimmtudaginn í næstu viku. Þar er opnað fyrir möguleikann á að leggja Sundabraut.
20.09.2019 - 19:55
Óvissa um trúnað eftir fund með ráðherra
Óvíst er hvort kjörnir fulltrúar séu bundnir trúnaði yfir upplýsingum sem þeim voru kynntar varðandi endurbætur á samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Efni fundarins er nú í raun úrelt og á meðan koma misvísandi upplýsingar fram í fjölmiðlum án þess að hægt sé að bregðast við.
20.09.2019 - 14:32
„Nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir nauðsynlegt að stjórnvöld fylgi þeirri þróun sem nú eigi sér stað í orkuskiptum í samgöngum. Gjaldtaka sé þar á meðal, þar sem bílar sem ekki eru knúnir jarðefnaeldsneyti keyri um göturnar án þess að leggja nokkuð til varðandi kostnað.
19.09.2019 - 14:30
Funda um ný drög að samgöngusamkomulagi
Drög að breyttu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu var sent bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ekki hafa umboð til að skrifa undir samkomulagsdrögin eins og þau líta út núna. 
19.09.2019 - 07:59
Segir þverpólitíska sátt um veggjöld
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fagnar fyrirætlunum ríkis og sveitarfélaga um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og segir þverpólitíska samstöðu hafa myndast fyrir því að taka upp veggjöld.
12.09.2019 - 13:10
Fyrsti áfangi borgarlínu kallar á tvær brýr
Það mun koma í ljós næsta vor hvenær fyrsti áfangi borgarlínu verður tekinn í notkun, en stefnt er að því að áfanginn muni ná frá miðborg til Ártúnshöfða annars vegar og frá miðborg og að Hamraborg í gegnum Vatnsmýri hins vegar. 
10.09.2019 - 06:27
Nýjar stofnleiðir Strætó langt komnar
Vinna við nýtt leiðanet Strætó er nú á samráðsstigi eftir að fyrsta tillaga að drögum þess var kynnt í síðasta mánuði. Vinnan er langt komin er varðar stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu.
03.09.2019 - 12:14
Ákvörðun um Borgarlínu vísað til bæjarstjórnar
Ákvörðun um þátttöku Seltjarnarnesbæjar samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínu og undirbúningsvinnu við framtíðaruppbyggingu samgöngumannvirkja var vísað til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs í morgun.
Hefja formlegar viðræður um samgöngur
Stýrihópur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á að ráðstafa 102 milljarða fjárfestingu ríkisins í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.
Framkvæmdir við borgarlínu hefjist árið 2021
Um fátt var rætt meira fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en áform um borgarlínu. Á málþingi Reykjavíkurborgar í morgun var farið yfir stöðu verkefnins. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu hefjist árið 2021. Borgarlínan er nú á undirbúningsstigi sem mun kosta á annan milljarð króna.
29.03.2019 - 19:31
Myndskeið
Samþættar almenningssamgöngur í bígerð
Stjórnvöld ætla að endurskipuleggja almenningssamgöngur á landsbyggðinni og samræma strætó, flug og ferjur. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 300 milljónum í undirbúning borgarlínu á þessu ári.
Myndskeið
Fá að innheimta tafagjöld í borginni
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja fá leyfi til að innheimta mengunar- og tafagjöld í borginni. Þetta kemur fram í tillögum Verkefnahóps um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem kynntur var fyrir helgi. Borgarstjóri segir stóru tíðindin vera breið samstaða ríkis og sveitarfélaga um uppbygginu umferðarmannvirkja á Höfuðborgarsvæðinu.
02.12.2018 - 19:27
Borgarlínan verði fjármögnuð með veggjöldum
Fjármagna á Borgarlínu og stofnæðaframvæmdir á höfuðborgarsvæðinu að hluta með veggjöldum, samkvæmt tillögum viðræðuhóps sveitarfélaga og ríkisins sem skilaði skýrslu sinni til ráðherra í gær.
20.11.2018 - 22:02
Samþykkt að hefja undirbúning borgarlínu
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í kvöld að fela umhverfis- og skipulagsviði að hefja undirbúning að gerð borgarlínu. Í því felst að gera þarf breytingar á aðalskipulagi og hefja skipulagsvinnu rammaskipulags. Þá þurfi að skipuleggka uppbyggingu húsnæðis meðfram þróunarásum borgarlínu þar sem unnið verði sérstaklega með „hagkvæmar og nútímalegar lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“, eins og það er orðað í tillögunni.
18.09.2018 - 19:11
Borgarlína á mannamáli
Hvað þýðir það að setja Miklubraut í stokk? Og hvað er þessi Borgarlína nákvæmlega? Er það lestarkerfi eða sporvagnakerfi eða er það bara strætókerfi? Þessum spurningum svaraði Guðmunur Kristján Jónsson skiplagsfræðingur og hlaðvarpsþáttarstjórnandi.
22.05.2018 - 08:30
Beint
Kynna Borgarlínu í Ráðhúsi Reykjavíkur
Opinn kynningarfundur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir hádegi um Borgarlínuverkefnið sem unnið er í samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
09.02.2018 - 08:26
  •