Færslur: Borgarfjörður eystri

Spegillinn
Vald til heimastjórna í nýju sveitarfélagi
Búist er við að fimm flokkar bjóði fram í nýju sveitarfélagi á Austurlandi sem jafnframt verður stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Kosið verður 19. september og einnig í fjórar heimastjórnir sem fá vald til að afgreiða tiltekin mál í sinni heimabyggð.
Myndskeið
Borgfirðingar kaupa „leyndarmál“ frá Eskifirði
Ein rótgrónasta harðfiskverkun landsins Sporður hættir brátt starfsemi á Eskifirði en flytur sig um set og verður sett upp á nýjum stað á Borgarfirði eystri. Nýr eigandi segist fyrst og fremst hafa verið að kaupa hernaðarleyndarmál.
24.10.2019 - 09:10
Ný fyrirtæki stofnuð á Borgarfirði eystra
Þrjú ný fyrirtæki hafa verið stofnuð á Borgarfirði eystra aðeins um einu og hálfu ári eftir sveitarfélagið var tekið inn í Brotthættar byggðir. 25 verkefni á Borgarfirði hafa nú hlotið styrki undir merkjum verkefnisins.
Viðtal
Sameining til skoðunar á Austurlandi
Nýtt fimm þúsund manna sveitarfélag gæti orðið til á Austurlandi á næstunni. Nú standa yfir viðræður um mögulega sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að nýtt sveitarfélag yrði gríðarlega víðfeðmt og næði í raun að umfaðma tvö önnur sveitarfélög, Fjarðabyggð og Fljótsdalshrepp.
Tjón í ofsaveðri á Borgarfirði eystra
Talsvert tjón varð á Borgarfirði eystra í óveðrinu sem gekk yfir landið í nótt. Mjög byljótt verður jafnan á Borgarfirði í vestan roki og er talið að þessar skemmdir hafi orðið á tveimur klukkutímum.
10.01.2019 - 15:44
Bræðslu-upphitun!
Í Konsert vikunnar rifjum við upp þrenna frábæra tónleika úr Bræðslusögunni.