Færslur: Bónus

Guðmundur er hættur við að hætta
Náðst hefur samkomulag um að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, starfi áfram sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, en 30. apríl síðastliðinn var tilkynnt um að hann hefði óskað eftir að láta þar af störfum.
12.06.2020 - 21:19
Finnur í Finns stað í forstjórastól Haga
Stjórn Haga hf. hefur ráðið Finn Oddsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi til Kauphallar Íslands í kvöld. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup. Finnur Árnason, sem verið hefur forstjóri Haga frá 2005, óskaði nýverið eftir því að láta af störfum sem forstjóri.
07.05.2020 - 23:30
Enn von um einstaka grasker
Búið er að þurrka upp nánast öll grasker úr verslunum höfuðborgarsvæðisins fyrir hrekkjavökuhátíðina. Einstaka grasker gætu þó leynst í verslunum Bónuss og Krónunnar.
31.10.2019 - 12:21
Innlent · Neytendamál · Verslun · Hrekkjavaka · grasker · hagkaup · Bónus · krónan
Innkalla tröllahafra frá Bónus
Aðföng hafa innkallað tröllahafra frá Bónus. Ástæða innköllunarinnar er sú að gegnsær aðskotahlutur, að öllum líkindum plast, fannst í einum poka. Varan hefur verið tekin úr sölu.
05.07.2019 - 14:27
Viðtal
„Sterku drykkirnir eru ekki jafn vinsælir“
Orkudrykkir renna í stríðum straumum ofan í ungt fólk og fyrir marga koma þeir í stað kaffis. Margar milljónir dósa seljast hér á landi árlega og hugsanlegt að höfðatölumet hafi verið slegin. Spegillinn fór í Bónus í Skeifunni og kíkti þar í orkudrykkjakælinn með Magnúsi Gunnarssyni, verslunarstjóra. Hann segir algera sprengingu hafa orðið í orkudrykkjaneyslu á síðastliðnum tveimur árum og viðurkennir að sjálfur drekki hann sennilega aðeins of mikið af þeim. Hlusta má á viðtalið í spilaranum.
07.06.2019 - 16:06