Færslur: Bólusetning barna

Fólk á barneignaaldri tortryggnast á bólusetningu barna
Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningu barna á aldrinum fimm til ellefu ára gegn covid. Stuðningurinn er þó minnstur meðal þeirra aldurshópa sem eru líklegastir til að eiga börn á þessum aldri.
31.01.2022 - 15:32
Fimm til ellefu ára börn bólusett í Brasilíu
Bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófust í Brasilíu í gær. Heilbrigðisyfirvöld heimiluðu bólusetningar þess aldurshóps í síðasta mánuði þrátt fyrir hávær mótmæli Jairs Bolsonaros forseta.
Börn bólusett um allt land í vikunni
Bólusetningar barna 5 til 11 ára gegn covid-19 hefjast af fullum krafti í vikunni um allt land. Á vefsíðum heilbrigðisstofnana landsins má finna upplýsingar um fyrirkomulagið í hverjum landshluta fyrir sig.
Barnabólusetning hefst af krafti - Ekki boðað í örvun
Bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hefjast að fullum krafti í Laugardalshöll í dag. Bólusett er eftir mánuðum þannig að byrjað verður á börnum fæddum í janúar, og skipt er niður á daga eftir skólum.  
Sjónvarpsfrétt
22 þúsund börn 5-11 ára eiga kost á bólusetningu
Barnasmitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis vonast til þess að þátttaka í bólusetningum barna 5-11 ára verði á milli 50 og 70 prósent. Um 33 þúsund börn á þessum aldrei eiga rétt á bólusetningu.
09.01.2022 - 20:47
Sjónvarpsfrétt
200 börn þegar bólusett í höllinni í vikunni
Bólusetning yngri grunnskólabarna hefst fyrir alvöru á mánudag. Um tvö hundruð börn hafa þegar mætt þessa viku þar af um áttatíu og fimm  í dag.  Börnin  fá  barnaskammt af Pfizer, sem er einn þriðji af fullorðinsskammtinum og nálin er minni.
Sjónvarpsfrétt
Stórar rannsóknir sýna öryggi bólusetninga barna
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, segir bóluefni veita börnum á aldrinum 5 til 11 ára svipaða vernd og hjá unglingum á aldrinum 12 til 15 ára. Þetta byggir á rannsókn á 4.700 börnum sem fengu tvo skammta af bóluefninu. Börnin fengu þriðjung af fullorðinsskammti, tvo skammta með þriggja vikna millibili.
Sjónvarpsfrétt
Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þríbólusettum
Sóttvarnalæknir skoðar nú að hætta að krefja þríbólusetta um sóttkví verði þeir útsettir fyrir smiti. Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þessum hópi. Langflest smit af delta-afbrigðinu eru hjá börnum undir tólf ára aldri, segir læknir hjá landlæknisembættinu. Því geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Þá sé einangrunin börnunum afar erfið. Hún biðlar til foreldra að þiggja bólusetningu í næstu viku. 
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningar í grunnskólum hefjast á mánudag
„Undanfarna daga og í dag hafa verið margvísleg samtöl bæði við yfirvöld fræðslumála, yfirvöld sveitastjórna, menntamálaráðuneytið þar sem við höfum útskýrt okkar sjónarmið og við fáum mjög góðan hljómgrunn fyrir okkar rökum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bólusetningar hefjast í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu og lýkur fyrir vikulok.
Sjónvarpsfrétt
Vitum hvað delta getur gert
Þrátt fyrir hraða útbreiðslu omíkron-afbrigðisins eru enn að greinast jafn mörg smit af delta-afbrigðinu og fyrir tveimur vikum. Í því ljósi segir sóttvarnalæknir brýnt að bólusetja yngri aldurshópa enda leggist delta-afbrigðið þyngra á börn.
Viðtal
Hugnast ekki bólusetningar á skólatíma
Nú þegar vika er þangað til hefja á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára við COVID-19 er ekki komið í ljós hvernig þær verða framkvæmdar. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir að ekki hafi verið rætt markvisst við skólastjórnendur um hvernig ætti að standa að þeim og umboðsmaður barna kallar eftir því að hugmyndir um að bólusetja börn á skólatíma verði endurskoðaðar.
Bólusetning barna hefst strax eftir áramót
Mikil undirbúningsvinna þarf að fara fram áður en unnt verður að hefja bólusetningar barna. Sóttvarnalæknir segir ástæðu bólusetningar barna að covid geti verið alvarlegur sjúkdómur einnig í þeim aldurshópi. Einnig sé mikilvægt að gera það sem unnt er til að koma í veg fyrir truflun á skólagöngu barna.